Bæjarstjórn
183. fundur
13. ágúst 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Tinna Hrönn Smáradóttir Varamaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Varamaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Staða kvenna í sveitastjórnarmálum á landsvísu
Umræður um stöðu kvenna í sveitarstjórnarmálum á landsvísu.
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Kristín Gestsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir.
Til máls tóku: Pálína Margeirsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Kristín Gestsdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir.
2.
Jafnréttisáætlun í Fjarðabyggð 2013 - 2016
Umræður um jafnréttisáætlun Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
3.
Almennar umræður
Bókun:
Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að láta gera úttekt á kynjabundnum launamun hjá sveitarfélaginu með jafnlaunavottun í huga nú á haustmánuðum. Fjarðabyggð hefur haft það að stefnu að laun starfsmanna sinna séu jöfn óháð kyni og þykir bæjarstjórn rétt að kannað sé hvort slíkt hafi ekki gengið eftir. Niðurstöður skulu kynntar bæjarstjórn fyrir komandi áramót.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.
Bókun:
Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar felur bæjarstjóra að vinna áfram að undirbúningi og viðræðum við Lögreglustjórann á Austurlandi um samstarf gegn heimilisofbeldi. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið og lögreglan vinni þétt saman að aðgerðum og úrræðum gegn slíku böli sem heimilisofbeldi er.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.
Bókun:
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir fylgdi bókun úr hlaði.
Bókun Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 183.
Fulltrúar Fjarðalistans gera það að tillögu sinni að Fjarðabyggð fari í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Hinsegin ungmenni upplifa oft skort á upplýsingum, á umræðu, og stuðningi og þróa gjarnan með sér neikvæða sjálfsmynd. Með slíku átaki sýnum við stuðning og fögnum fjölbreytileikanum í okkar samfélagi.
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísað bókun til fræðslunefndar til frekari umræðu og úrvinnslu.
Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að láta gera úttekt á kynjabundnum launamun hjá sveitarfélaginu með jafnlaunavottun í huga nú á haustmánuðum. Fjarðabyggð hefur haft það að stefnu að laun starfsmanna sinna séu jöfn óháð kyni og þykir bæjarstjórn rétt að kannað sé hvort slíkt hafi ekki gengið eftir. Niðurstöður skulu kynntar bæjarstjórn fyrir komandi áramót.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.
Bókun:
Pálína Margeirsdóttir fylgdi bókun úr hlaði:
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar felur bæjarstjóra að vinna áfram að undirbúningi og viðræðum við Lögreglustjórann á Austurlandi um samstarf gegn heimilisofbeldi. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið og lögreglan vinni þétt saman að aðgerðum og úrræðum gegn slíku böli sem heimilisofbeldi er.
Til máls tók Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir bókunina með 9 atkvæðum.
Bókun:
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir fylgdi bókun úr hlaði.
Bókun Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 183.
Fulltrúar Fjarðalistans gera það að tillögu sinni að Fjarðabyggð fari í átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Hinsegin ungmenni upplifa oft skort á upplýsingum, á umræðu, og stuðningi og þróa gjarnan með sér neikvæða sjálfsmynd. Með slíku átaki sýnum við stuðning og fögnum fjölbreytileikanum í okkar samfélagi.
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísað bókun til fræðslunefndar til frekari umræðu og úrvinnslu.
4.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Reglur um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun áranna 2017 - 2019, lagðar fram til staðfestingar.
Enginn tók til máls.
Reglur um fjárhagsáætlun staðfestar með 9 atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Reglur um fjárhagsáætlun staðfestar með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 433
Fundargerð bæjarráðs, nr. 433 frá 29. júní 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðir bæjarráðs eru lagðar fram sameiginlega til kynningar og umræðu.
Enginn tók til máls.
6.
Bæjarráð - 434
Fundargerð bæjarráðs, nr. 434 frá 6. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
7.
Bæjarráð - 435
Fundargerð bæjarráðs, nr. 435 frá 13. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
8.
Bæjarráð - 436
Fundargerð bæjarráðs, nr. 436 frá 2. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
9.
Bæjarráð - 437
Fundargerð bæjarráðs, nr. 437 frá 28. júlí 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.
10.
Bæjarráð - 438
Fundargerð bæjarráðs, nr. 438 frá 10. ágúst 2015, lögð fram til umræðu og kynningar.