Fara í efni

Bæjarstjórn

199. fundur
28. apríl 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Svanhvít Yngvadóttir Varamaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Varamaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristín Gestsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar og stofnana 2015
Málsnúmer 1604032
Fyrri umræða um ársreikning 2015 fyrir Fjarðabyggð og stofnanir. Þennan dagskrárlið sátu jafnframt fjármálastjóri og Sigurjón Örn Arnarson endurskoðandi bæjarins.
Bæjarritari fylgdi ársreikningi úr hlaði með greinargerð og skýringum.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson og Einar Már Sigurðarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2015, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Nefndaskipan Sjálfstæðisflokks 2014 - 2018
Málsnúmer 1406124
Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 25. apríl óskaði Jens Garðar Helgason eftir leyfi frá störfum í bæjarráði og bæjarstjórn frá 1. maí til 31. júlí nk. vegna starfa sinna á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að Jón Björn Hákonarson verði formaður bæjarráðs og Valdimar O Hermannsson verði varaformaður bæjarráðs í leyfi Jens Garðars. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að Dýrunn Pála Skaptadóttir taki sæti sem varamaður í bæjarráði og verði jafnframt aðalfulltrúi í bæjarstjórn, Elvar Jónsson taki sæti sem 1. varaforseti bæjarstjórnar og Kristín Gestsdóttir sem 2. varaforseti bæjarstjórnar, á meðan á leyfi Jens Garðars stendur.
3.
Bæjarráð - 469
Málsnúmer 1604004F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 469, nr. 470 og nr. 471 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Einar Már Sigurðarson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 469 frá 11. apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 470
Málsnúmer 1604010F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 469, nr. 470 og nr. 471 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson, Einar Már Sigurðarson og Gunnar Jónsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 470 frá 25. apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Bæjarráð - 471
Málsnúmer 1604013F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 469, nr. 470 og nr. 471 teknar til afgreiðslu saman.
Enginnn tók til máls.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 471 frá 28.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 141
Málsnúmer 1604001F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 141 og nr. 142 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 141 frá 4.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 142
Málsnúmer 1604006F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 141 og nr. 142 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Einar Már Sigurðarson.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 142 frá 18.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Fræðslunefnd - 27
Málsnúmer 1604007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 27 frá 20.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Menningar- og safnanefnd - 22
Málsnúmer 1604002F
Til máls tók Dýrunn Pála Skaftadóttir.
Fundargerð menningar- og safnanefndar, nr. 22 frá 14.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
10.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 1601210
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 82 frá 5.apríl 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
11.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2016
Málsnúmer 1603122
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 62 frá 31.mars 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.