Bæjarstjórn
205. fundur
1. september 2016 kl. 16:00 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Sævar Guðjónsson Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 485
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson og Eydís Ásbjörnsdóttir,
Fundargerð bæjarráðs, nr. 485 frá 22. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Valdimar O. Hermannsson og Eydís Ásbjörnsdóttir,
Fundargerð bæjarráðs, nr. 485 frá 22. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 486
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umræðu og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 486 frá 29. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Valdimar O. Hermannsson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 486 frá 29. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 151
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 151 frá 22. ágúst 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 151 frá 22. ágúst 2016, staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fræðslunefnd - 29
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð fræðslunefndar, nr.29 frá 24.ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð fræðslunefndar, nr.29 frá 24.ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 24
Enginn tók til máls.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 24 frá 25. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 24 frá 25. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Hafnarstjórn - 165
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 165 frá 23. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 165 frá 23. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Fundargerðir félagsmálanefndar 2016
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 85 frá 23. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 85 frá 23. ágúst 2016, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Skammtímafjármögnun 2016
Forseti bæjarstjórnar fylgdi máli úr hlaði. Bæjarráð samþykkti á fundi 15. ágúst sl. að leitað verði eftir skammtímafjármögnun vegna endurgreiðslu á erlendum lánum hjá Lánasjóði sveitarfélaga til næstu fimm mánaða að upphæð 708 milljónir króna og vísaði á fundi 29.ágúst ákvörðun um lántöku til bæjarstjórnar. Jafnframt var fjármálastjóra falið að semja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna breytinga á fjármögnun.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 650.000.000 kr. til loka janúar 2017, á breytilegum vöxtum, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2.mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli Björgvin Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til máls tók Valdimar O. Hermannsson.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkir með 9 atkvæðum að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 650.000.000 kr. til loka janúar 2017, á breytilegum vöxtum, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2.mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurfjármögnunar á eldri lánum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli Björgvin Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarðabyggðar kt. 150870-4379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fjarðabyggðar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
9.
Fjárhagsáætlun 2016 - viðauki 3
Forseti bæjarstjórnar fylgdi viðauka úr hlaði.
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2016 vegna endurfjármögnunar lána.
Bæjarráð staðfesti á fundi 29. ágúst 2016 ákvörðun um að taka skammtímalán allt að 708 milljónum króna, til að endurfjármagna afborganir af erlendum lánum. Þessi breyting hefur ekki nema óveruleg áhrif á aðra reiknaða liði fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 og óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Endanleg fjárhæð afborgunar erlendu lánanna nemur um 650 milljónum króna. Í bókhaldi Fjarðabyggðar eru Eignasjóður, Eignarhaldsfélagið Hraun ehf, Fráveita og Vatnsveita skráðir skuldarar hinna erlendu lána.
Lagt er til að lántökuliður fjárhagsáætlunar Fjarðabyggar hjá Eignasjóði, Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf, Fráveitu og Vatnsveitu verði lækkaður sem nemur umræddri afborgun eða um allt að 650 milljónir króna. Jafnframt er lagt til að skammtímalán þessara sömu stofnana verði hækkuð um sömu upphæð í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2016.
Handbært fé Eignarsjóðs, Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf, Fráveitu og Vatnsveitu mun ekki breytast við þessa aðgerð og hefur því ekki heldur áhrif á handbært fé Aðalsjóðs. Áhrifanna gæti einungis á skuldahlið efnahagsreiknings ofangreindra stofnana og heildar reikningi Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka 3 vegna endurfjármögnunar lána.
Framlagður viðauki við fjárhagsáætlun 2016 vegna endurfjármögnunar lána.
Bæjarráð staðfesti á fundi 29. ágúst 2016 ákvörðun um að taka skammtímalán allt að 708 milljónum króna, til að endurfjármagna afborganir af erlendum lánum. Þessi breyting hefur ekki nema óveruleg áhrif á aðra reiknaða liði fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar fyrir árið 2016 og óveruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Endanleg fjárhæð afborgunar erlendu lánanna nemur um 650 milljónum króna. Í bókhaldi Fjarðabyggðar eru Eignasjóður, Eignarhaldsfélagið Hraun ehf, Fráveita og Vatnsveita skráðir skuldarar hinna erlendu lána.
Lagt er til að lántökuliður fjárhagsáætlunar Fjarðabyggar hjá Eignasjóði, Eignarhaldsfélaginu Hrauni ehf, Fráveitu og Vatnsveitu verði lækkaður sem nemur umræddri afborgun eða um allt að 650 milljónir króna. Jafnframt er lagt til að skammtímalán þessara sömu stofnana verði hækkuð um sömu upphæð í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2016.
Handbært fé Eignarsjóðs, Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf, Fráveitu og Vatnsveitu mun ekki breytast við þessa aðgerð og hefur því ekki heldur áhrif á handbært fé Aðalsjóðs. Áhrifanna gæti einungis á skuldahlið efnahagsreiknings ofangreindra stofnana og heildar reikningi Fjarðabyggðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka 3 vegna endurfjármögnunar lána.
10.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2016
Forseti bæjarstjórnar fylgdi málinu úr hlaði. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum, lánveitingu frá Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á árinu 2016 í Fjarðabyggð, að upphæð 26,3 milljónir kr.
11.
Reglur Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings
Forseti bæjarstjórnar fylgdi reglunum úr hlaði.
Vísað til bæjarstjórnar frá íþrótta- og tómstundanefnd staðfestingu á reglum um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Reglurnar voru unnar í samráði við íþrótta- og tómstundanefnd, formenn íþróttafélaga í Fjarðabyggð og forstöðumenn íþróttamiðstöðva. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 9 atkvæðum.
Vísað til bæjarstjórnar frá íþrótta- og tómstundanefnd staðfestingu á reglum um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til íþróttafélaga og almennings. Reglurnar voru unnar í samráði við íþrótta- og tómstundanefnd, formenn íþróttafélaga í Fjarðabyggð og forstöðumenn íþróttamiðstöðva. Enginn tók til máls. Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 9 atkvæðum.
12.
Kjör 2016 í nefndir og ráð til eins árs
Kjósa þarf fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfund Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í stað Kristínar Gestsdóttur sem flutt hefur búferlum. Bæjarstjórn samþykkir að Borghildur Stefánsdóttir verði aðalmaður í stað Kristínar Gestsdóttur og Lísa Lotta Björnsdóttir verði varamaður.