Fara í efni

Bæjarstjórn

393. fundur
6. mars 2025 kl. 16:00 - 16:27
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 884
Málsnúmer 2502017F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 24. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 885
Málsnúmer 2502021F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 3. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 26
Málsnúmer 2502011F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tók Þuríður Lillý Sigurðardóttir.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 19. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 27
Málsnúmer 2502020F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 27. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Fjölskyldunefnd - 26
Málsnúmer 2502008F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 17. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fjölskyldunefnd - 27
Málsnúmer 2502016F
Fundargerðir fjölskyldunefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 26. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Stjórn menningarstofu - 14
Málsnúmer 2502010F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 17. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Ungmennaráð - 17
Málsnúmer 2501010F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð ungmennaráðs frá 15. janúar staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Ungmennaráð - 18
Málsnúmer 2502001F
Fundargerðir ungmennaráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð ungmennaráðs frá 12. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
10.
Öldungaráð - 15
Málsnúmer 2501019F
Enginn tók til máls.
Fundargerð öldungaráðs frá 15. febrúar staðfest með 9 atkvæðum.
11.
Aðalskipulag breyting tjaldsvæði Eskifirði
Málsnúmer 2401199
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir skiplags- og matslýsingu.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu að skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Dals á Eskifirði. Breytingin felur í sér að verið er að færa reit fyrir tjaldsvæði neðan Dalbrautar ofan Dalbrautar utan við bæinn Eskifjörð. Með því stækkar fyrirhugað svæði fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis í dalnum á Eskifirði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi í Dal á Eskifirði.
12.
Reglur um menningarstyrki
Málsnúmer 1711145
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að uppfærðum reglum um menningarstyrki Fjarðabyggðar sem taka ekki efnislegum breytingum.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum uppfærðar reglur um menningarstyrki.
13.
Reglur Fjarðabyggðar um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögreglu
Málsnúmer 2502133
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar drögum að nýjum reglum um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögreglu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum reglur um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum.
Viðhengi
Minnisblað