Fara í efni

Bæjarstjórn

395. fundur
10. apríl 2025 kl. 16:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Arndís Bára Pétursdóttir varamaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varamaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2024 - fyrri umræða
Málsnúmer 2503240
Bæjarstjóri mælti fyrir ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 við fyrri umræðu.

Til máls tóku: Jóna Árný Þórðardóttir, Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson og Jón Björn Hákonarson

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
2.
Bæjarráð - 889
Málsnúmer 2503028F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 889 og 890 voru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson og Jón Björn Hákonarson.

Fundargerð bæjarráðs nr. 889 frá 31. mars er staðfest með 9 atkvæðum
3.
Bæjarráð - 890
Málsnúmer 2504003F
Fundargerðir bæjarráðs nr. 889 og 890 voru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson og Jón Björn Hákonarson.

Fundargerð bæjarráðs 890 frá 7. apríl eru staðfest með 9 atkvæðum
4.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 29
Málsnúmer 2503022F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 29. og 30. teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tók Þuríður Lillý Sigurðardóttir

Fundargerð 29. fundar skipulags- og framkvæmdanefndar frá 26. mars er staðfest með 9 atkvæðum
5.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 30
Málsnúmer 2503029F
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 29. og 30. teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.

Til máls tók Þuríður Lillý Sigurðardóttir

Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 30 frá 31. mars er staðfest með 9 atkvæðum
6.
Hafnarstjórn - 324
Málsnúmer 2503021F
Fundargerð 324. fundar hafnarstjórnar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tók Jón Björn Hákonarson

Fundargerð 324. fundar hafnarstjórnar frá 24. mars er staðfest með 9 atkvæðum
7.
Fjölskyldunefnd - 30
Málsnúmer 2503027F
Fundargerð 30. fundar fjölskyldunefndar er lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.

Engin tók til máls.

Fundargerð 30. fundar fjölskyldunefndar frá 31. mars er staðfest með 9 atkvæðum
8.
Stjórn menningarstofu - 16
Málsnúmer 2503019F
Fundargerð 16. fundar stjórnar Menningarstofu tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Til máls tók: Jón Björn Hákonarson

Fundargerð 16. fundar stjórnar Menningarstofu frá 24. mars er staðfest með 9 atkvæðum
9.
Ungmennaráð - 19
Málsnúmer 2503002F
Fundargerð 19. fundar ungmennaráðs tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Engin tók til máls.

Fundargerð 19. fundar ungmennaráðs frá 5. mars er staðfest með 9 atkvæðum
10.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2025
Málsnúmer 2504054
Forseti mælti fyrir tillögu að umsókn um lán Ofanflóðasjóði vegna áfallinskostnaðar við ofanflóðaframkvæmdir 2023 - 2024. um er að ræða lán vegna kostnaðarhlutar Fjarðabyggðar í ofanflóðaframkvæmdum í Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og á Eskifirði frá október 2023 til ársloka 2024.

Bæjarráð hefur samþykkt umsóknina og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum umsókn um lán frá ofanflóðasjóð að fjárhæð 77.627.220 kr.
11.
Óveruleg deiliskipulagsbreyting - Leira 1
Málsnúmer 2404178
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulaginu Leira 1 á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leiti með fyrirvara um breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulagsins Dalbraut 1 og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Um er að ræða breytingu á lóðarmörkum Leirubakka 4 og bætt er við nýrri, Leirubakka 9. Þá færist árfarvegur Bleiksár til vesturs, sem og gatan Leirubakki. Síðan færast gatnamót Eskifjarðarvegar(Strandgötu)og Leirubakka til norðursum nokkra metra vegna veghönnunar.

Breytingin var auglýst samkvæmt 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulaginu Leira 1
12.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Hafnargata 1 Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 2503211
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Fáskrúsðfirði.

Um er að ræða breytingu sem gerir ráð fyrir að lóðin að Hafnargötu 1 og byggingarreitur stækki til suðurs stækkar lóðin úr 32.419 fm. í 35.024 fm.

Skipulags- og framkvæmdanefnd taldi ekki þörf á að grenndarkynna breytingarnar í ljósi þess að þær hafi engin grenndaráhrif og hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leiti vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Fáskrúðsfirði.
13.
Óveruleg deiliskipulagsbreyting - Bakkagerði 1
Málsnúmer 2503258
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulaginu Bakkagerði 1 á Reyðarfirði.

Breyting er gerð á uppdrætti. Breytingin tekur til lóða við Brekkugerði 18 og 16, Breiðamel 1-9, Mógerði 1 og Litlagerði 1a og 1b. Með breytingunni eru lóðirnar uppfærðar í samræmi við landeignaskrá, sem einnig hafa verið samþykktar í skipulags- og framkvæmdanefnd og bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Einnig er skilgreindur göngustígur á milli Brekkugerðis og Melbrekku.

Breytingin var auglýst samkvæmt 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulaginu Bakkagerði 1 á Reyðarfirði.
14.
Óveruleg deiliskipulagsbreyting - Búðareyri 10 og 12 á Reyðarfirði
Málsnúmer 2502073
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hefur samþykkt breytinguna fyrir sitt leiti og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.

Breyting þessi er tilkomin vegna áforma um byggingu búsetukjarna að Búðareyri 10. Um er að ræða stækkun á lóð nr. 10 og samsvarandi minnkun á lóð nr. 12, en um leið hliðrast kvöð um gönguleið.

Breytingin var auglýst samkvæmt 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á Reyðarfirði.
15.
Málstefna
Málsnúmer 2503187
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir Málstefnu fyrir Fjarðabyggð við síðari umræðu.

Vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar málstefnu fyrir Fjarðabyggð. Málstefnan hefur ekki tekið breytingum á milli umræðna.

Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum málstefnu Fjarðabyggðar.
16.
Breyting á erindisbréfi öldungaráðs - fyrri umræða
Málsnúmer 1610001
Forseti mælti fyrir tillögu að breytingum á erindsbréfi öldungaráðs.

Engin tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að breytingu á erindisbréfi öldungaráðs til síðari umræðu.
Viðhengi
Minnisblað
17.
Fundaáætlun bæjarstjórnar
Málsnúmer 2210125
Lögð fram tillaga forseta bæjarstjórnar að breyttum fundartíma og staðsetningu næsta bæjarstjórnarfundar. Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 8. maí 2025 og hefjist hann kl. 17:30 og verði fundurinn haldinn á Breiðdalsvík.

Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum tillögu að breytingu á fundartíma og staðsetningu bæjarstjórnarfundar 8. maí 2025.