Bæjarstjórn
396. fundur
8. maí 2025 kl. 17:30 - 18:40
í Frystihúsinu í Breiðdal
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir varamaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson aðalmaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varamaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þórður Vilberg Guðmundsson sviðsstjóri mannauðs- og umbótasviðs
Dagskrá
1.
Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2024 - síðari umræða
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir ársreikningi Fjarðabyggðar og stofnan fyrir árið 2024 við síðari umræðu.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Stefán Þór Eysteinsson og Ragnar Sigurðsson
Bókun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
"Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir ánægju með útkomu ársreiknings Fjarðabyggðar fyrir árið 2024. Niðurstöður ársreikningsins sýna viðsnúning á rekstri sveitarfélagsins sem er afar ánægjulegt og byggir á góðri vinnu og samstöðu innan bæjarstjórnar sem og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins. Engu að síður er ljóst að miklar áskoranir eru framundan í rekstri Fjarðabyggðar líkt og annara sveitarfélaga með hliðsjón af auknum kostnaði og óvissu með aukna skattheimtu af hálfu ríkisvaldsins gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem skert geta útsvarstekjur þess. Því er mikilvægt að halda áfram í niðurgreiðslu skulda og halda þétt utan um rekstur sveitarfélagsins samhliða því að veita áfram íbúum þess góða þjónusta í framúrskarandi samfélagi."
Bókun Fjarðalistans:
"Fjarðalistinn fagnar því að rekstur sveitarfélagsins skuli skila jákvæðri niðurstöðu árið 2024 líkt og fjárhagsáætlun 2024, sem samþykkt var í tíð fyrri meirihluta, gerði ráð fyrir. Þessi viðsnúningur kemur ekki af sjálfu sér, heldur byggir hann að miklu leyti á markvissri vinnu síðustu ára og jákvæðri breytingu á ytri áhrifaþáttum.
Rekstrarniðurstaða fyrir árið 2024 litast af verulegu leyti af einskiptistekjum vegna slita Skólaskrifstofu Austurlands, um 196 m.kr, sem og þeirri staðreynd að kjarasamningsbundnar launahækkanir voru minni á árinu en áætlun gerði ráð fyrir og munu fyrir vikið lenda á þessu ári.
Ytri áhrifaþættir hafa spilað stórt hlutverk í rekstri sveitarfélagsins síðustu ár og hefur verðbólga haft þar mikil áhrif í formi aukins fjármagnstekjukostnaðar. Lækkun verðbólgu á árinu 2024 varð til þess að fjármagnstekjukostnaður í A hluta lækkaði um 96 m.kr. á milli ára sem var í takt við áætlanir. Á sama tíma var aukning lífeyrisskuldbindinga mun minni en síðustu ár og var sömuleiðis í takt við áætlanir.
Ákveðið áhyggjuefni er að undir forystu nýs meirihluta hafi lántaka A hluta frá B hluta numið 413 m.kr. eða 314 m.kr. umfram áætlanir ársins. Einnig er vert að nefna að fjárfestingar ársins í A hluta fara flestar fram úr áætlunum ársins eða um samtals 141 m.kr. Þessar staðreyndir styðja ekki við yfirlýsingar meirihlutans um ábyrga fjárhagsstjórn og markvissa forgangsröðun fjármuna.
Þrátt fyrir töluverða fjárfestingu síðustu ár er fjárfestingaþörf enn til staðar í rekstri sveitarfélagsins, ásamt öðrum áskorunum. Því þarf áfram að sýna aga í fjármálum sveitarfélagsins en á sama tíma er mikilvægt að hagræðingar komi ekki niður á þjónustu í sveitarfélaginu né í formi aukinnar gjaldtöku á íbúa þess eins og við höfum nú þegar séð t.a.m. í formi mikilla hækkunar leikskólagjalda."
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 og áritar hann.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Stefán Þór Eysteinsson og Ragnar Sigurðsson
Bókun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
"Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir ánægju með útkomu ársreiknings Fjarðabyggðar fyrir árið 2024. Niðurstöður ársreikningsins sýna viðsnúning á rekstri sveitarfélagsins sem er afar ánægjulegt og byggir á góðri vinnu og samstöðu innan bæjarstjórnar sem og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins. Engu að síður er ljóst að miklar áskoranir eru framundan í rekstri Fjarðabyggðar líkt og annara sveitarfélaga með hliðsjón af auknum kostnaði og óvissu með aukna skattheimtu af hálfu ríkisvaldsins gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem skert geta útsvarstekjur þess. Því er mikilvægt að halda áfram í niðurgreiðslu skulda og halda þétt utan um rekstur sveitarfélagsins samhliða því að veita áfram íbúum þess góða þjónusta í framúrskarandi samfélagi."
Bókun Fjarðalistans:
"Fjarðalistinn fagnar því að rekstur sveitarfélagsins skuli skila jákvæðri niðurstöðu árið 2024 líkt og fjárhagsáætlun 2024, sem samþykkt var í tíð fyrri meirihluta, gerði ráð fyrir. Þessi viðsnúningur kemur ekki af sjálfu sér, heldur byggir hann að miklu leyti á markvissri vinnu síðustu ára og jákvæðri breytingu á ytri áhrifaþáttum.
Rekstrarniðurstaða fyrir árið 2024 litast af verulegu leyti af einskiptistekjum vegna slita Skólaskrifstofu Austurlands, um 196 m.kr, sem og þeirri staðreynd að kjarasamningsbundnar launahækkanir voru minni á árinu en áætlun gerði ráð fyrir og munu fyrir vikið lenda á þessu ári.
Ytri áhrifaþættir hafa spilað stórt hlutverk í rekstri sveitarfélagsins síðustu ár og hefur verðbólga haft þar mikil áhrif í formi aukins fjármagnstekjukostnaðar. Lækkun verðbólgu á árinu 2024 varð til þess að fjármagnstekjukostnaður í A hluta lækkaði um 96 m.kr. á milli ára sem var í takt við áætlanir. Á sama tíma var aukning lífeyrisskuldbindinga mun minni en síðustu ár og var sömuleiðis í takt við áætlanir.
Ákveðið áhyggjuefni er að undir forystu nýs meirihluta hafi lántaka A hluta frá B hluta numið 413 m.kr. eða 314 m.kr. umfram áætlanir ársins. Einnig er vert að nefna að fjárfestingar ársins í A hluta fara flestar fram úr áætlunum ársins eða um samtals 141 m.kr. Þessar staðreyndir styðja ekki við yfirlýsingar meirihlutans um ábyrga fjárhagsstjórn og markvissa forgangsröðun fjármuna.
Þrátt fyrir töluverða fjárfestingu síðustu ár er fjárfestingaþörf enn til staðar í rekstri sveitarfélagsins, ásamt öðrum áskorunum. Því þarf áfram að sýna aga í fjármálum sveitarfélagsins en á sama tíma er mikilvægt að hagræðingar komi ekki niður á þjónustu í sveitarfélaginu né í formi aukinnar gjaldtöku á íbúa þess eins og við höfum nú þegar séð t.a.m. í formi mikilla hækkunar leikskólagjalda."
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum ársreikning Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2024 og áritar hann.
2.
Bæjarráð - 891
Fundargerðir bæjarráðs nr. 891, 892 og 893, utan liðar 13 í fundargerð 892. eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 14. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 892
Fundargerðir bæjarráðs nr. 891, 892 og 893, utan liðar 13 í fundargerð 892. eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl, utan liðar 13, er staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl, utan liðar 13, er staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Bæjarráð - 893
Fundargerðir bæjarráðs nr. 891, 892 og 893, utan liðar 13 í fundargerð 892. eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 5. maí staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku: Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 5. maí staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 31
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 31 og 32 utan liðar 3 í fundargerð nr. 31 eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Engin tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 16. apríl, utan liðar 3 er staðfest með 9 atkvæðum.
Engin tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 16. apríl, utan liðar 3 er staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 32
Fundargerðir skipulags- og framkvæmdanefndar nr. 31 og 32 utan liðar 3 í fundargerð nr. 31 eru teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Engin tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 30. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
Engin tók til máls.
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 30. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
7.
Hafnarstjórn - 325
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Engin tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
Engin tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 28. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
8.
Fjölskyldunefnd - 31
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 14. apríl lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Engin tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 14. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
Engin tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 14. apríl staðfest með 9 atkvæðum.
9.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu deiliskipulags.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll. Eigendur að Mýrargötu 2 gera ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar og óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna stúku við knattspyrnuvöll. Eigendur að Mýrargötu 2 gera ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar og óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar.
10.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar
Jón Björn Hákonarson vakti athygli á vanhæfi sínu við afgreiðslu dagskrárliðsins og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu hans.
2. varaforseti mælti fyrir óverulegri breytingu deiliskipulags.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna Egilsbrautar 22 og 26. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar og óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar.
2. varaforseti mælti fyrir óverulegri breytingu deiliskipulags.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar vegna Egilsbrautar 22 og 26. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar og óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar.
11.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Dalbraut 1 Eskifirði
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir óverulegri breytingu á deiliskipulagi.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar 1, Eskifirði. Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum í tengslum við óverulega breytingu á deiliskipulagi Leirubakka og Bleiksá. Ekki er talið að breyting hafi grenndaráhrif.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi Leirubakka og Bleiksá.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar óverulegri breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar 1, Eskifirði. Um er að ræða breytingu á skipulagsmörkum í tengslum við óverulega breytingu á deiliskipulagi Leirubakka og Bleiksá. Ekki er talið að breyting hafi grenndaráhrif.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum óverulega breytingu á deiliskipulagi Leirubakka og Bleiksá.
12.
Grenndarkynning vegna Borgar í Mjóafirði
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir niðurstöðu grenndarkynningar.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar vegna bygginar sólskála við Borg í Mjóafirði. Engar athugasemdir voru gerðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar vegna sólskála við Borgí Mjóafirði.
Vísað frá skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar niðurstöðu grenndarkynningar vegna bygginar sólskála við Borg í Mjóafirði. Engar athugasemdir voru gerðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum niðurstöðu grenndarkynningar vegna sólskála við Borgí Mjóafirði.
13.
Erindisbréf öldungaráðs - síðari umræða
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir tillögu að uppfærðu erindisbréfi.
Vísað til síðari umræðu tillögu að breytingum á erindsbréfi öldungaráðs. Ekki hafa orðið breytingar á tilögunni á milli umræðna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum uppfært erindisbréf öldungaráðs.
Vísað til síðari umræðu tillögu að breytingum á erindsbréfi öldungaráðs. Ekki hafa orðið breytingar á tilögunni á milli umræðna.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum uppfært erindisbréf öldungaráðs.
14.
Aðalfundur Breiðdalsseturs 2025
Að tillögu forseta bæjarstjórnar er fundarliðurinn tekin sérstaklega fyrir úr fundargerð bæjarráðs nr. 892 en um er að ræða fundarboð á aðalfund Breiðdalsseturs sem fram fer 10. maí nk. og skipun fulltrúa Fjarðabyggðar í stjórn setursins.
Á 892. fundi bæjarráðs var Jóna Árný Þórðardóttir skipuð aðalmaður í stjórn Breiðdalsseturs, en ekki var skipaður varamaður. Forseti bæjarstjórnar lagði því til að bæjarstjórn staðfesti skipun Jónu Árnýar Þórðardóttur sem aðalmanns í og skipi Hákon Hansson sem varamann í stjórn Breiðdalsseturs.
Engin tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.
Á 892. fundi bæjarráðs var Jóna Árný Þórðardóttir skipuð aðalmaður í stjórn Breiðdalsseturs, en ekki var skipaður varamaður. Forseti bæjarstjórnar lagði því til að bæjarstjórn staðfesti skipun Jónu Árnýar Þórðardóttur sem aðalmanns í og skipi Hákon Hansson sem varamann í stjórn Breiðdalsseturs.
Engin tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum.