Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

124. fundur
17. ágúst 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
740 Þiljuvellir - Umsókn um byggingarlóð
Málsnúmer 1505157
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 27. maí 2015, þar sem sótt er um lóðina Þiljuvelli 13 á Norðfirði. Flytja á Gamla Lúðvíkshúsið á lóðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Þiljuvöllum 13 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Málsnúmer 1211164
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. maí 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar
3.
Bílastæði við Grunnskólann á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1507095
Lagt fram bréf Björns Hafþórs Guðmundssonar, dagsett 17. júlí 2015, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til þess að gera bílastæði fyrir Grunnskóla Stöðvarfjarðar neðan Heiðmarkar 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en vekur athygli bréfritara á að gert er ráð fyrir bílastæðum utan við skólann.
4.
Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 1508001
Framlagðar til kynningar breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna framkvæmda við kirkjugarða.
5.
Lóðamörk við Strandgötu 95 og Strandgötu 97; 735
Málsnúmer 1507071
Lagt fram bréf Egils Helga Árnasonar f.h. eigenda Strandgötu 95 og 97 á Eskifirði, vegna lóðamarka. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Strandgötu 95 til austurs að lóð Strandgötu 97.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar milli funda.
6.
Mat á umhverfisáhrifum. Reglugerð. C-flokkur
Málsnúmer 1508002
Birt hefur verið ný reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, nr. 660/2015, sem hefur að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.
7.
Ósk um umsögn vegna skoðunarhandbókar frá Mannvirkjastofnun
Málsnúmer 1507070
Lagt fram til kynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum að skoða málið.
8.
Skógræktarframkvæmdir á Vík í Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1508028
Lagt fram bréf Ólafar Sigurbjartsdóttur fh. Héraðs- og Austurlandsskóga, dagsett 12. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir svari Fjarðaðabyggðar á því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við nýtt 159 ha skógræktarsvæði í landi Víkur í Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur skógrækt á svæðinu samræmast kafla 5.4 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og að fyrirhuguð skógræktaráform séu ekki tilkynningarskyld skv. lögum um umhverfisáhrif.