Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
124. fundur
17. ágúst 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Egilsbraut 1, Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
740 Þiljuvellir - Umsókn um byggingarlóð
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Elíassonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 27. maí 2015, þar sem sótt er um lóðina Þiljuvelli 13 á Norðfirði. Flytja á Gamla Lúðvíkshúsið á lóðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Þiljuvöllum 13 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Þiljuvöllum 13 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
755 - Deiliskipulag Óseyrar, Stöðvarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Óseyrar í Stöðvarfirði, skipulagsuppdráttur með greinargerð, dags. 15. maí 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar
3.
Bílastæði við Grunnskólann á Stöðvarfirði
Lagt fram bréf Björns Hafþórs Guðmundssonar, dagsett 17. júlí 2015, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til þess að gera bílastæði fyrir Grunnskóla Stöðvarfjarðar neðan Heiðmarkar 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en vekur athygli bréfritara á að gert er ráð fyrir bílastæðum utan við skólann.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið en vekur athygli bréfritara á að gert er ráð fyrir bílastæðum utan við skólann.
4.
Breyting á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Framlagðar til kynningar breytingar á viðmiðunarreglum Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna framkvæmda við kirkjugarða.
5.
Lóðamörk við Strandgötu 95 og Strandgötu 97; 735
Lagt fram bréf Egils Helga Árnasonar f.h. eigenda Strandgötu 95 og 97 á Eskifirði, vegna lóðamarka. Óskað er eftir stækkun lóðarinnar Strandgötu 95 til austurs að lóð Strandgötu 97.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar milli funda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið frekar milli funda.
6.
Mat á umhverfisáhrifum. Reglugerð. C-flokkur
Birt hefur verið ný reglugerð um mat á umhverfisáhrifum, nr. 660/2015, sem hefur að geyma ákvæði um framkvæmdir í flokki C. Í reglugerðinni eru þau nýmæli að sveitarstjórn tekur ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar eða byggingarleyfi byggingarfulltrúa samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind er í flokki C í 1. viðauka, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.
Ósk um umsögn vegna skoðunarhandbókar frá Mannvirkjastofnun
Lagt fram til kynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum að skoða málið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti og felur starfsmönnum að skoða málið.
8.
Skógræktarframkvæmdir á Vík í Fáskrúðsfirði
Lagt fram bréf Ólafar Sigurbjartsdóttur fh. Héraðs- og Austurlandsskóga, dagsett 12. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir svari Fjarðaðabyggðar á því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við nýtt 159 ha skógræktarsvæði í landi Víkur í Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur skógrækt á svæðinu samræmast kafla 5.4 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og að fyrirhuguð skógræktaráform séu ekki tilkynningarskyld skv. lögum um umhverfisáhrif.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur skógrækt á svæðinu samræmast kafla 5.4 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og að fyrirhuguð skógræktaráform séu ekki tilkynningarskyld skv. lögum um umhverfisáhrif.