Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
131. fundur
9. nóvember 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. verkfundar sem haldinn var 30. október 2015.
2.
Breyting á áningastað við Kirkjuból
Lagður fram tövlupóstur frá Vegagerðinni, dagsettur 30. október 2015, varðandi breytingu á áningastað við Kirkjuból.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að áningastaðurinn verði færður eins og óskað er eftir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að áningastaðurinn verði færður eins og óskað er eftir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina.
3.
Ofanflóðavarnir, Nesgil og Bakkagil - Norðfjörður. Beiðni um umsögn
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 29. október 2015, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun ofanflóðavarna neðan Nes- og Bakkagils á Norðfirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
4.
Ofanflóðavarnir, Urðarbotn og Sniðgil - Norðfjörður - beiðni um umsögn
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 29. október 2015, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun ofanflóðavarna neðan Urðarbotna og Sniðgils á Norðfirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina.
5.
Skilti og merkingar
Farið yfir skilti og merkingar í Fjarðabyggð.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að ræða við Vegagerðina um upplýsingaskilti og jafnframt sendir erindið til umfjöllunar í menningar- og safnanefnd. Nefndin samþykkir að í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 verði farið í frekari merkingar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að ræða við Vegagerðina um upplýsingaskilti og jafnframt sendir erindið til umfjöllunar í menningar- og safnanefnd. Nefndin samþykkir að í framkvæmdaáætlun fyrir árið 2016 verði farið í frekari merkingar.
6.
Skipulags- og öryggismál á Heiðarvegi 7
Lagður fram tölvupóstur frá Aðalheiði Vilbergsdóttir, dagsettur 6. október 2015, varðandi skipulags- og öryggismál á Heiðarvegi. Tekið fyrir á 129. fundi ESU.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögu mannvirkjastjóra að lausn málsins og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Nefndin felur honum að vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögu mannvirkjastjóra að lausn málsins og samþykkir hana fyrir sitt leyti. Nefndin felur honum að vinna málið áfram.
7.
Steypuveggur við Kvíabólsstíg 4
Lagt fram bréf frá Sigga Jenssyni varðandi skemmdir á vegg af völdum snjóruðnings.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur mannvirkjastjóra að svara bréfritara.
8.
Stofnun starfshóps um göngu- og hjólreiðastíga
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka að sér hlutverk vinnuhóps um göngu- og hjólreiðastíga og mun leita umsagna sem víðast. Nefndin felur mannvirkjastjóra að hefja vinnu við kortlagningu stíga í Fjarðabyggð.
9.
Umsókn um leyfi til að setja upp minigolfvöll
Erindi íbúasamtaka á Reyðarfirði þar sem sótt er um leyfi til að setja upp minigolfvöll og jafnframt að Fjarðabyggð útvegi starfsmann til að aðstoða við uppsetningu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu en felur mannvirkjastjóra að ræða við fulltrúa íbúasamtakana um aðrar hugsanlegar staðsetningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu en felur mannvirkjastjóra að ræða við fulltrúa íbúasamtakana um aðrar hugsanlegar staðsetningar.
10.
Þjónustuhús við Sómastaði
Lögð fram gögn frá Þjóðminjasafni Íslands, dagsett 5. nóvember 2015, varðandi þjónustuhús og aðstöðuhús fyrir vörð við Sómastaði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar tillögur og felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar tillögur og felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram.
11.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016
Lagt fram bréf bæjarstjóra til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar er varðar fjárhagsáætlun 2016.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd ræddi tillögurnar, fól mannvirkjastjóra að vinna málið áfram og mun fjalla áfram um það á næsta fundi nefndarinnar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd ræddi tillögurnar, fól mannvirkjastjóra að vinna málið áfram og mun fjalla áfram um það á næsta fundi nefndarinnar.