Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
135. fundur
11. janúar 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
730 Ægisgata 9 - Framlenging á lóðaleigusamningi
Lagður fram tölvupóstur Margrétar Konráðsdóttur fh. Skútubergs ehf, dagsettur 23. desember 2015, þar sem sótt er um að lóðarleigusamningur fyrir Ægisgötu 9 á Reyðarfirði verði endurnýjaður. Á lóðinni eru sementstankar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afreiðslu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekar við Skútuberg ehf um framtíðaráform og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afreiðslu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða frekar við Skútuberg ehf um framtíðaráform og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
735 Strandgata 96 Byggingarleyfi - rífa og endurreisa viðbyggingu
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Sörenssonar og Gunnars Jónssonar fh. Sjóminjasafns Austurlands, dagsett 8. desember 2015, þar sem sótt er um leyfi að rífa núverandi viðbyggingu og reisa nýja samskonar í staðin ásamt því að setja nýjar hurðir á suðurhlið húss félagsins að Strandgötu 96 á Eskifirði. Teikningar eru frá AVH arkitektúr, verkfræði, hönnum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
3.
740 Bakkabakki 6a - Byggingarleyfi - breytinga á glugga
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Óla Hans Gestssonar, dagsett 4. janúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að breyta gluggum í raðhúsi hans að Bakkabakka 6 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
735 Strandgata 122 - Umsókn um stækkun á lóð
Lögð fram umsókn Sævars Guðjónssonar f.h. Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri ehf dagsett 7. janúar 2016, þar sem sótt er um 583 m2 stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 á Eskifirði þar sem fyrirhugað er að byggja tvö smáhýsi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta Ferðaþjónustunni á Mjóeyri stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta Ferðaþjónustunni á Mjóeyri stækkun á lóðinni að Strandgötu 122 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
5.
Lóðamörk við Strandgötu 95 og Strandgötu 97; 735
Lagt fram bréf Egils Helga Árnasonar f.h. eigenda Strandgötu 95 og 97 á Eskifirði, dagsett 5. janúar 2016, vegna landsvæðis á milli lóðanna. Óskað er eftir að gerður verði lóðarleigumsaningur um svæðið við eiganda Strandgötu 95.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt að í skipulagi verði gert ráð fyrir útivistarsvæði á lóðinni með útsýnisstað. Nefndin frestar endanlegri afgreiðslu málsins þar til skipulagsvinnu líkur og heildarmynd verður komin á svæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur áður samþykkt að í skipulagi verði gert ráð fyrir útivistarsvæði á lóðinni með útsýnisstað. Nefndin frestar endanlegri afgreiðslu málsins þar til skipulagsvinnu líkur og heildarmynd verður komin á svæðið.
6.
Útleiga fasteigna til ferðamanna
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda fasteigna sem selja gistingu til ferðamanna í Fjarðabyggð.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 11. janúar 2016 vegna skráningar gististaða í atvinnuflokk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að eigendum húsa þar sem auglýst er sala gistingar til ferðamanna verði kynnt áform um breytta skráningu fasteigna. Jafnframt verði þessi áform auglýst.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 11. janúar 2016 vegna skráningar gististaða í atvinnuflokk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að eigendum húsa þar sem auglýst er sala gistingar til ferðamanna verði kynnt áform um breytta skráningu fasteigna. Jafnframt verði þessi áform auglýst.
7.
Fortitude
Undirbúningurinn að töku annarrar þáttaraðar Fortitude er hafinn, en kvikmyndatökur verða á tveim tímabilum; 1. febrúar til 29.febrúar og síðan frá 28. mars til 25. apríl. Lagt fram bréf Pegasus vegna nauðsynlegra leyfisveitinga til kvikmyndatöku.
Vísað frá bæjarráði til kynningar.
Vísað frá bæjarráði til kynningar.
8.
Ósk um umsögn vegna starfsleyfisvinnslu fyrir Vélhjólaíþróttahklúbb Fjarðabyggðar
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsett 3. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn vegna starfsleyfisvinnslu fyrir Vélhjólaíþróttaklúbb Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi Vélhjólaíþróttaklúbbs Fjarðabyggðar verði endurnýjað enda geri Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins ráð fyrir akstursíþróttasvæði á þessum stað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að starfsleyfi Vélhjólaíþróttaklúbbs Fjarðabyggðar verði endurnýjað enda geri Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt tillögu að deiliskipulagi svæðisins ráð fyrir akstursíþróttasvæði á þessum stað.
9.
Óveðurstjón í desember 2015
Staðan kynnt og framhald mála.
10.
Leikskóli Neseyri - lóðar- og gatnaframkvæmdir
Lægstbjóðanda í lóðar- og gatnaframkvæmdir við nýjan leikskóla í Neskaupstað, hefur því sagt sig frá verkinu samkvæmt heimild í útboðsgögnum. Bjóðendur eru ekki lengur bundnir af tilboðum sínum, þar sem gildistími tilboða er útrunninn. Ákveðið var á fundi eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 133 þann 11. desember 2015, að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Nefndin felur sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs að vinna málið áfram.
Nefndin felur sviðstjóra framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs að vinna málið áfram.
11.
740 Byggingareftirlit leikskóli Neseyri
Kynnt staða framkvæmda við nýjan leikskóla í Neskaupstað.
12.
Jarðsig á Sandskeiði á Eskifirði
Fjallað um jarðsig ofan Engjabakka á Eskifirði. Minnisblað Veðurstofu til umfjöllunar. Minnisblað er lagt fram sem trúnaðarmál. Haldinn verður íbúafundur í febrúar þar sem farið verður yfir stöðu mála.
13.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 71
Samþykkt