Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
137. fundur
8. febrúar 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Kristjana Guðmundsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur 2016
Fyrir liggur að Alcoa Fjarðaál mun breyta vaktafyrirkomulagi sínu þann 1. mars nk., þannig að í stað tveggja 12 tíma vakta á sólarhring verða teknar upp, þrjár 8 tíma vaktir. Þetta mun hafa áhrif á áætlun almenningssamgagna undir nafni Strætisvagna Austurlands (SvAust).
Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og málinu vísað til frekari vinnslu í bæjarráði hvað varðar fjárhagslegar skuldbindingar.
Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og málinu vísað til frekari vinnslu í bæjarráði hvað varðar fjárhagslegar skuldbindingar.
2.
730 Ægisgata 9 - Framlenging á lóðaleigusamningi
Lagður fram tölvupóstur Margrétar Konráðsdóttur fh. Skútubergs ehf, dagsettur 23. desember 2015 og 13. janúar 2016, þar sem sótt er um að lóðarleigusamningur fyrir Ægisgötu 9 á Reyðarfirði verði endurnýjaður. Á lóðinni eru sementstankar.
Erindinu var frestað á 135.- og 136. fundi nefndarinnar.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 5. febrúar 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja lóðarleigusamning um 6 ár í samræmi við viðræður við forsvarsmenn Skútaberg ehf.
Erindinu var frestað á 135.- og 136. fundi nefndarinnar.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 5. febrúar 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlengja lóðarleigusamning um 6 ár í samræmi við viðræður við forsvarsmenn Skútaberg ehf.
3.
750 Deiliskipulag urðunarstaðar í Þernunesi
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag urðunarstaðar í Þernunesi, skipulagsuppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 26. nóvember 2015.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
Framkvæmdaleyfi til malarnáms í Fossá
Lögð fram efnistökuumsókn Einars Más Einarssonar, Verkís fh. Landsnets hf, dagsett 2. febrúar 2016, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka 700 m3 af efni úr farvegi Fossár í Reyðarfirði. Samþykki landeiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
5.
730 Austurvegur 9 - Byggingarleyfi - breyta gluggum
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóhanns Óskars Þórólfssonar, dagsett 2. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að fjölga póstum í gluggum húss hans að Austurvegi 9 á Reyðarfirði. Samþykki annarra eiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
740 Þiljuvellir 10 - Byggingarleyfi
Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Sveins Einarssonar, móttekin 18. janúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja gám við hús hans að Þiljuvöllum 10 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin þannig að gámurinn falli að húsinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin þannig að gámurinn falli að húsinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
750 Búðarvegur 30 - Beiðni um að vegi verði lokar
Lagður fram tölvupóstur Egils Guðjónssonar, dagsettur 1. febrúar 2016, þar sem beðið er um að veginum neðan við hús hans að Búðavegi 30 á Fáskrúðsfirði verða lokað vegna slysahættu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að veginum verði lokað. Nefndin felur framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði að skoða aðstæður við Búðaveg 30 með tilliti til umferðaröryggis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að veginum verði lokað. Nefndin felur framkvæmda-, umhverfis- og veitusviði að skoða aðstæður við Búðaveg 30 með tilliti til umferðaröryggis.
8.
Breytingar á byggingarreglugerð
Lagt fram bréf Hafsteins Pálssonar fh. umhverfis- og auðlindaráðherra, dagsett 22. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn um framkomin drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012 sem miða að því að lækka byggingarkostnað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drögin en telur að frekari breytinga sé þörf með tilliti til stærðar verkefna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drögin en telur að frekari breytinga sé þörf með tilliti til stærðar verkefna.
9.
Hringtorg á gatnamót vegna Norðfjarðargangna
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar, dagsett 26. janúar 2016, þar óskað er eftir því að bæjaryfirvöld fari fram á að hringtorg verði sett á gatnamót frá Eskifirði að nýjum Norðfjarðarvegi.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dagsett í febrúar 2016, vegna T-gatnamóta ásamt fylgiskjölum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að áður en til útboðs Norðfjarðarganga kom hafi öll framkvæmdin verið kynnt íbúum, vandlega yfirfarin og samþykkt. Nefndin mun því ekki fara fram á að T-gatnamótum við Eskifjörð verði breytt í Hringtorg
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dagsett í febrúar 2016, vegna T-gatnamóta ásamt fylgiskjölum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að áður en til útboðs Norðfjarðarganga kom hafi öll framkvæmdin verið kynnt íbúum, vandlega yfirfarin og samþykkt. Nefndin mun því ekki fara fram á að T-gatnamótum við Eskifjörð verði breytt í Hringtorg
10.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 72
Samþykkt
11.
400.mál til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds)
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir minnisblað fjármálastjóra Fjarðabyggðar.
12.
404.mál til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir minnisblað fjármálastjóra Fjarðabyggðar.
13.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi - 18.febrúar
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi verður haldinn að Hótel Sögu þann 18. febrúar.
Fulltrúi sviðsins mætir á aðalfundinn.
Fulltrúi sviðsins mætir á aðalfundinn.
14.
Girðing(steinhleðsla) og frágangur milli Skólavegs og Fáskrúðsfjarðakirkjugarðs
Undirritaður fer fram á að Fjarðabyggð og Fáskrúðsfjarðarkirkjugarður geri með sér 3 ára samning um frágang í kringum kirkjugarðinn samkv þeim tillögum sem liggja fyrir.
Á fundi nr. 128 Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd var erindi um sama mál vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Sviðstjóra falið að vinna málið áfram
Á fundi nr. 128 Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd var erindi um sama mál vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Sviðstjóra falið að vinna málið áfram
15.
Starfsleyfi fráveitna á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að Starfsleyfi fráveitna á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands verði endurnýjað.
16.
Jarðhitaleit í Fjarðabyggð - 2012 - 2015
Lagt fram til kynningar
17.
Verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs 2016
kynning á framkvæmdum og verkefnum sviðsins.
Stærstu verkefnin eru bygging leikskólans í Neskaupstað.
Stærstu verkefnin eru bygging leikskólans í Neskaupstað.
18.
Egilsbúð - viðhaldsmál
Samningar um viðhaldsmál Egilsbúðar, utanhússklæðning og endurnýjun glugga.
Sviðstjóra falið að setja verkefnið í útboð.
Sviðstjóra falið að setja verkefnið í útboð.