Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
138. fundur
22. febrúar 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri, framkvæmda- umhverfis- og veitusviði
Dagskrá
1.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Þennan lið sátu Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði, Þórhildur Þórhallsdóttir Landmótun og Hugrún Hjálmarsdóttir EFLA sem kynntu ofanflóðaframkvæmdir. Einnig sátu liðinn Páll Björgvin Guðmundsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Jens Garðar Helgason.
Farið yfir drög að hönnun varnarmannvirkja við Ljósá, stefnt að íbúafundi á Eskifirði 9. mars næstkomandi.
Farið yfir drög að hönnun varnarmannvirkja við Ljósá, stefnt að íbúafundi á Eskifirði 9. mars næstkomandi.
2.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hlíðarenda ásamt greinagerð dagsett í febrúar 2016. Skipulagssvæðið er um 31,2 ha að stærð og afmarkast það frá sjó vestan lóðar Strandgötu 64, ofan strandgötu, ofan ofanlóða varna í Ljósá og Hlíðarendaá, ofan og austur fyrir Svínaskálahlíð og til sjávar. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu verði afmarkaðar, skilgreinir öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur, skilgreinir safnasvæði sjóminja og ofanflóðavarnir í Ljósá og Hlíðarendaá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi fyrir næsta fund nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.
735 - Strandgata 122 - Byggingarleyfi, smáhýsi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sævar Guðjónssonar fh. Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri, dagsett 18. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvö smáhýsi á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 122 á Mjóeyri við Eskifjörð. Smáhýsin eru 29,2 m2 og 93, 9 m3 hvort. Hönnuður er Anna Margrét Hauksdóttir, AVI, arkitektúr, verkfræði, hönnun. Byggingarstjóri er Jón Arnórsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
735 Strandgata 1a - Byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jaroslaw Grzegorz Zajaczkowski, dagsett 18. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húsnæðis hans að Strandgötu 1a á Eskifirði úr geymslu í dekkjaverkstæði. Strandgata 1a er innan íbúðarsvæðis samkvæmt aðalskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni um breytta notkun þar sem rekstur dekkjaverkstæðis samræmist ekki skipulagsskilmálum svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni um breytta notkun þar sem rekstur dekkjaverkstæðis samræmist ekki skipulagsskilmálum svæðisins.
5.
735 Borgarkrókur - skráning á húsi -Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Atla R. Aðalsteinssonar, dagsett 22. febrúar 2016, þar sem sótt er um að hús hans í Borgarkrók sunnan Eskifjarðar verði skráð í fasteignaskrá og lóð hússins afmörkuð. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skráningu hússins og að lóð verði afmörkuð eins og skipulag svæðisins gerir ráð fyrir.
6.
Mat á trjágróðri sem fer forgörðum eða er fluttur til
Mat á trjágróðri vegna ofanflóðaverkefna á Neskaupsstað og Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir að vinna við mat hefjist og felur sviðstjóra að hefja vinnuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir að vinna við mat hefjist og felur sviðstjóra að hefja vinnuna.
7.
Fjármál 2016
Minnisblað lagt fram til kynningar, sviðstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
8.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Lagt fram til kyningar.
9.
Hækkun á gjaldskrá sölu raforku hjá Rafveitu Reyðarfjarðar
Hækkunin kemur til af hækkun frá Landsvirkjun upp á tæplega 3 % frá fyrsta janúar 2016 og verðbólgu og vísitölu hækkunum.
Til að mæta þessum hækkunum er lagt til að söluskrá, sala raforku hækki um 3,7 % frá fyrsta mars næstkomandi.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og vísar til Bæjarstjórnar
Til að mæta þessum hækkunum er lagt til að söluskrá, sala raforku hækki um 3,7 % frá fyrsta mars næstkomandi.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og vísar til Bæjarstjórnar
10.
Verknámsvika VA og Vinnuskóla Fjarðabyggðar 2016
Verkmenntaskóli Austurlands (VA) og Vinnuskóli Fjarðabyggðar hafa sl. ár verið með samvinnuverkefni
í gangi sem gefur nemendum Vinnuskólans kost á að kynna sér iðn og tækninám í VA í eina viku á launum í byrjun júní (4 tímar á dag). Verkefnið er ætlað nemendum í Fjarðabyggð sem hefja nám í 10. bekk að hausti.
í gangi sem gefur nemendum Vinnuskólans kost á að kynna sér iðn og tækninám í VA í eina viku á launum í byrjun júní (4 tímar á dag). Verkefnið er ætlað nemendum í Fjarðabyggð sem hefja nám í 10. bekk að hausti.
11.
Vetrarþjónusta í Kvíabrekku
Hálkueyðing við Kvíabrekku og nálægar götur. Erindi frá Sigurjóni Þórssyni.
Sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs falið að skoða málið og svara erindinu.
Sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs falið að skoða málið og svara erindinu.
12.
Tillaga til þingsályktunar um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.
Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik og íþróttavöllum, 328. mál.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur engar athugasemdir við frumvarpið og jafnframt óskar nefndin eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi taki saman notkun á dekkjakurli á völlum í Fjarðabyggð.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd hefur engar athugasemdir við frumvarpið og jafnframt óskar nefndin eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi taki saman notkun á dekkjakurli á völlum í Fjarðabyggð.