Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
139. fundur
7. mars 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri, framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
730 Hraun 1 - skilti - Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Ólafssonar hjá TBL architects. fh. Alcoa Fjarðaáls, dagsett 2. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp skilti með merki Alcoa við aðalinngang stjórnunarbyggingar fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
2.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi Hlíðarenda á Eskifirði ásamt umhverfisskýrslu til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 2. mars 2016 og felur meðal annars í sér að núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu verði afmarkaðar, skilgreinir öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur, skilgreinir safnasvæði sjóminja og ofanflóðavarnir í Ljósá og Hlíðarendaá. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
740 Hafnargata 17 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Vigfússonar, dagsett 17. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 63 m2 glerskála við hús hans að Hafnarbraut 17 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að að afla frekari gagna varðandi áform húseiganda og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að að afla frekari gagna varðandi áform húseiganda og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.
740 Mýrargata 20 - upphækkun á og þaki á lyftustokk - Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar. fh. Ríkiseigna, dagsett 3. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak ofan við lyftuhús nýrri hluta Fjórðungssjúkrahússin í Neskaupstað. Teikningar eru frá Mansard teiknistofu ehf, hönnuður er Jón Hrafn Hlöðversson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
740 Naustahvammur 45 - Byggingarleyfi - endurnýjun á klæðningu
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Larssonar. fh. Síldarvinnslunnar hf, dagsett 1. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja klæðningu utanhúss ásamt því að setja nýja aksturshurð á vesturstafn húsnæðis fyrirtækisins að Hafnarnausti 45 á Norðfirði. Teikningar eru frá Mannvit hf, hönnuður er Gunnar Larsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 3. mars 2016. Samkvæmt reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 er lögreglusamþykkt Fjarðabyggðar fallin úr gildi. Reglugerðin nær meðal annars til ökutækja, umferðar ofl.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að yfirfara þau svæði þar sem gert er ráð fyrir geymslu stórra bíla og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að yfirfara þau svæði þar sem gert er ráð fyrir geymslu stórra bíla og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
7.
Skipulagsmál í Fjarðabyggð
Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 1. mars 2016 um stöðu skipulagsmála í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun ræða stöðu skipulagsmála á næstu fundum sínum. Jafnframt mun nefndin í samráði við bæjarráð boða til íbúafundar á Reyðarfirði 30. mars næstkomandi þar sem farið verður yfir skipulagsáætlanir aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun ræða stöðu skipulagsmála á næstu fundum sínum. Jafnframt mun nefndin í samráði við bæjarráð boða til íbúafundar á Reyðarfirði 30. mars næstkomandi þar sem farið verður yfir skipulagsáætlanir aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga.
8.
735 Leirubakki 4 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 4. mars 2016, þar sem sótt er um lóðina Leirubakka 4 á Eskifirði.Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirubakka 4 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
9.
735 Leirubakki 7 - umsókn um lóð
Lagt fram bréf Þorsteins Kristjánssonar fh. Eskju hf, dagsett 4. mars 2016, þar sem sótt er um lóðina Leirubakka 7 á Eskifirði.Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta Eskju lóðinni að Leirubakka 7 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs -óskað eftir upplýsingum um vinnu
Lagt fram til kynningar minnisblað um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund og boða verkefnastjóra umhverfismála á næsta fund
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs að afla frekari gagna fyrir næsta fund og boða verkefnastjóra umhverfismála á næsta fund
11.
Almenningssamgöngur 2016
yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna á árinu 2015 lagt fram til kynningar.
12.
Ályktanir af aðalfundi NAUST 2015
Ályktanir af aðalfundi NAUST 2015 sem eiga við Fjarðabyggð og bókun frá fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar NAUST.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með NAUST að sveitarfélög séu í góðu samstarfi við náttúruverndarsamtök á svæðinu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með NAUST að sveitarfélög séu í góðu samstarfi við náttúruverndarsamtök á svæðinu.
13.
Áskorun um að skipta út gúmmíi á gervigrasvöllum sveitarfélagsins
Gervigrasvelli í Fjarðabyggð. mat á kostnaði vegna endurnýjunar á gervigrasi og eða endurnýjunar á gúmmíkurli á sparkvöllum í Fjarðabyggð lagt fram til kynningar.
Einga- skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við Íþrótta- og tómstundanefnd vinnur áfram í áætlunum að útskiptingu á gúmmíkurli.
Einga- skipulags- og umhverfisnefnd í samvinnu við Íþrótta- og tómstundanefnd vinnur áfram í áætlunum að útskiptingu á gúmmíkurli.
14.
Fjarðabyggð til framtíðar
listi yfir fasteignir Fjarðabyggðar lagður fram til kynningar.
15.
150.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.
Lagt fram til kynningar
16.
Fjármál 2016
Eigna- skipulags- og umhverfismálanefnd felur sviðstjóra að skoða málið frekar
17.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar, fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum
18.
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað - Urðarteigur 37
Framlögð matsgerð og drög að kaupsamningi að höfðu samráði og samþykki Ofanflóðasjóðs vegna uppkaupa á fasteigninni að Urðarteigi 37 Neskaupstað. Uppkaupin eru vegna ofanflóðavarna en fasteignin er á skilgreindu hættusvæði. Ofanflóðasjóður greiðir 90% kaupverðs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarráði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarráði.
19.
Óveðurstjón í desember 2015
Skýrsla Viðlagatryggingar hefur verið skilað til Forsætisráðuneytis. Beðið er niðustöðu frá nefndinni með frekari úrvinnslu mála.
20.
Ofanflóðavarnir á Norðfirði ? Urðarbotn og Sniðgil og Urðabotna og Bakkagil. Mat á umhverfisáhrifum. Drög að frummatsskýrslu.
Ofanflóðavarnir á Norðfirði Urðarbotn og Sniðgil sem og Urðabotna og Bakkagil. Mat á umhverfisáhrifum. Drög að frummatsskýrslu. til kynningar
Kynningarfundur verður fyrir eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn 17 mars næstkomandi og kynningarfundur fyrir íbúa sama dag.
Kynningarfundur verður fyrir eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn 17 mars næstkomandi og kynningarfundur fyrir íbúa sama dag.