Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
140. fundur
21. mars 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
740 Hafnargata 17 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Vigfússonar, dagsett 17. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 63 m2 glerskála við hús hans að Hafnarbraut 17 á Norðfirði. Afgreiðslu frestað á 139. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að um víkjandi byggingu sé að ræða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að um víkjandi byggingu sé að ræða.
2.
740 Strandgata 72 - Byggingarleyfi - rífa hús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 14. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið sem stendur á lóðinni að Strandgötu 72 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
735 Fossgata 3 - Byggingarleyfi - rífa bílskúr
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 21. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr sem stendur á lóðinni að Fossgötu 3 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
Umsókn um lóð undir frístundarhús(sumarhús)
Lagt fram bréf Gunnars Th. Gunnarssonar og Ástu Ásgeirsdóttur, dagsett 15. mars 2016, þar sem sótt er um lóð undir frístundahús austan og neðan við Haga í Reyðarfirði, milli Hagalækjar og Ljósár.
Umrætt svæði er samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 að hluta til innan þynningarsvæðis álvers, landbúnaðarsvæðis og þéttbýlisuppdráttar fyrir Reyðarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á úthlutun lóðar undir frístundahús á svæðinu vegna fjarlægðar frá sjó og vegi og áður nefndra atriða.
Umrætt svæði er samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 að hluta til innan þynningarsvæðis álvers, landbúnaðarsvæðis og þéttbýlisuppdráttar fyrir Reyðarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á úthlutun lóðar undir frístundahús á svæðinu vegna fjarlægðar frá sjó og vegi og áður nefndra atriða.
6.
Umsögn vegna kaupa á jörðinni Hvamm; 750
Lagt fram ódagsett bréf Erlings Bjarts Oddssonar og Sigurðar Oddssonar, skráðra eiganda mannvirkja og ræktunar á ríkisjörðinni Hvammi í Fáskrúðsfirði, þar sem óskað eftir meðmælum Fjarðabyggðar á kaupum þeirra á jörðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
7.
Umsókn um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á Hrauni 3.
Lagt fram bréf frá Launafli, dagsett 11. mars 2016, Þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3.
Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfinu til 12 mánaða.
Nefndin samþykkir framlengingu á stöðuleyfinu til 12 mánaða.
8.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 3. mars 2016. Samkvæmt reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 er lögreglusamþykkt Fjarðabyggðar fallin úr gildi. Reglugerðin nær meðal annars til ökutækja, umferðar ofl.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að svæði fyrir vinnuvélar og stóra bíla verði á lóðinni númer 58 við Naustahvamm. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða önnur svæði á Norðfirði. Á Eskifirði verði stæði fyrir stóra bíla á lóðinni númer 34 við Strandgötu. Á Reyðarfirði verði stæði fyrir stóra bíla á óbreyttum stað. Á Fáskrúðsfirði verið stæði fyrir stóra bíla við Grímseyri. Á Stöðvarfirði verði svæði fyrir stóra bíla á óbreyttum stað. Tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að svæði fyrir vinnuvélar og stóra bíla verði á lóðinni númer 58 við Naustahvamm. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða önnur svæði á Norðfirði. Á Eskifirði verði stæði fyrir stóra bíla á lóðinni númer 34 við Strandgötu. Á Reyðarfirði verði stæði fyrir stóra bíla á óbreyttum stað. Á Fáskrúðsfirði verið stæði fyrir stóra bíla við Grímseyri. Á Stöðvarfirði verði svæði fyrir stóra bíla á óbreyttum stað. Tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
9.
Fyrirliggjandi verkefni í veitum 2016
Lagt fram minnisblað til kynningar, dagsett 3. mars 2016, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir hjá hitaveitur Eskifjarðar.
10.
Hrossabeit í landi Kollaleiru
Beiðni um aðgerðir vegna vörslu hesta á svæði norðan þjóðvegar á skilgreindu íþrótta- og útivistarsvæði innan Aðalskipulagssvæðis á Reyðarfirði. Golfvallarsvæði og nágrenni.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra FUV að vinna að lausn á málinu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra FUV að vinna að lausn á málinu.
11.
Íþróttavöllurinn í Neskaupstað og aðstaða
Tillögur vallanefndar um framtíðarskipulag á Norðfjarðarvelli og umhverfi hans.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögum vallarnefndar til skipulags- og byggingafulltrúa.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögum vallarnefndar til skipulags- og byggingafulltrúa.
12.
Stofnun starfshóps um göngu- og hjólreiðastíga
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna drög að framtíðar uppbyggingarferli göngu- og hjólastíga.
13.
Varðar umhverfi í Dalnum - íbúðahverfi á Eskifirði
Varðar umhverfið í dalnum, íbúðarhverfi á Eskifirði.
Eigna- skipulags- og umhverfismálanefnd þakkar bréfritara ábendinguna og felur sviðstjóra FUV að vinna að úrlausn og skoða aðstæður.
Eigna- skipulags- og umhverfismálanefnd þakkar bréfritara ábendinguna og felur sviðstjóra FUV að vinna að úrlausn og skoða aðstæður.
14.
Verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs 2016
verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs. lagt fram til kynningar.