Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

141. fundur
4. apríl 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
730 Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Almennur íbúafundur þar sem breyting á aðalskipulagi var kynnt var haldinn 30. mars síðastliðinn.
Tekin umræða um íbúafundinn. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggngarfulltrúa að skoða málið frekar og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
2.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Almennur íbúafundur þar sem tillaga að deiliskipulagi var kynnt var haldinn 30. mars síðastliðinn.
Tekin umræða um íbúafundinn. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggngarfulltrúa að skoða málið frekar og kynna á næsta fundi nefndarinnar.
3.
740 Hafnarbraut 17 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1602144
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Vigfúsar Vigfússonar, dagsett 17. febrúar 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 63 m2 glerskála við hús hans að Hafnarbraut 17 á Norðfirði. Afgreiðslu frestað á 139. og 140. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt umsóknina þar sem samanlagður grunnflötur núverandi byggingar og viðbyggingar yrði stærri en heimilað er á lóðinni samkvæmt deiliskipulagi.
Nefndin bendir jafnframt á að þar sem Hafnarbraut 17 er skilgreind sem víkjandi bygging, þá fáist ekki séð að viðbygging af þeirri gerð sem umsóknin lítur að sé í samræmi við deiliskipulagsskilmála þá sem um lóðina gilda og því sé ekki sjálfgefið að umsókn sem fullnægi kröfum um grunnflöt verði samþykkt. jafnframt samþykkir nefndin að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjenda.
4.
740 Mýrargata 37 - Byggingarleyfi - breyting á gluggum
Málsnúmer 1603135
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Einars Marteinssonar, dagsett 29. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja- og breyta gluggum, ásamt því að setja svalahurð á vesturhlið, á hús hans að Mýrargötu 37 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
750 Hlíðargötu 8 - byggingarleyfi - varmadæla/eimsvala
Málsnúmer 1603133
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eiríks Ólafssonar, dagsett 29. mars 2016, þar sem sótt er um leyfi til setja upp tvo eimsvala fyrir varmadælu ofan við hús hans að Hlíðargötu 8 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
Áhersluverkefni í byggðamálum 2016
Málsnúmer 1602151
Lagt fram til kynningar erindisbréf starfshóps um svæðisskipulag á Austurlandi og fundargerð 1. fundar starfshópsins.
7.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1603112
Lagður fram til kynningar gildandi forkaupslisti Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra listann í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
8.
Fyrirspurn um lóðir - trúnaðarmál
Málsnúmer 1510028
Lagt fram til kynningar bréf Sigurjóns Baldurssonar frá 18. mars 2016 vegna fyrirspurnar um lóðir.
9.
Lögreglusamþykkt fyrir Fjarðabyggð - nr. 325/1999
Málsnúmer 1602082
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, til viðbótar við samþykkt á síðasta fundi, að á Norðfirði verði svæði fyrir stóra bíla við Strandgötu 77 og 79. Á Eskifirði verði stæði fyrir stóra bíla á lóðinni númer 34 við Strandgötu og við Marbakka til bráðabyrgða. Framtíðar svæði verði við Strandgötu 16.
10.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Málsnúmer 1406056
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 10. og 11. verkfundar ofanflóðavarna í Hlíðarendaá frá 9. og 30. mars 2016.