Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

142. fundur
18. apríl 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðsstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Ræddar mótvægisaðgerðir. Áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.
2.
730 Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Ræddar mótvægisaðgerðir. Áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.
3.
730 Austurvegur 20a - breyting á húsnæði - Byggingarleyfi
Málsnúmer 1604045
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björns Hallgrímssonar fh. Launafls ehf, dagsett 8. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við tveimur gluggum á suðurhlið húss fyrirtækisins að Austurvegi 20A á Reyðarfirði ásamt breytingum innanhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
730 Búðareyri 28 - byggingarleyfi - skipt um eldsneytisbirgðatanka
Málsnúmer 1604070
Lögð fram byggingar/framkvæmdarleyfisumsókn Þórs Gunnarssonar, Ferli fh. Skeljungs hf, dagsett 15. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um eldsneytisbirgðatanka í jörðu og setja upp nýja sand- og olíuskilju ásamt lögnum í jörðu við eldsneytisafgreiðslu fyrirtækisins að Búðareyri 28 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
735 Austurvegur 23 - Byggingarleyfi - gámur
Málsnúmer 1604044
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egils Þórólfssonar, dagsett 8. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja 6 m gám innan lóðar við hús hans að Austurvegi 23 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina en skilyrt er að gámurinn verði klæddur að utan ásamt því að á hann verði sett hallandi þaki. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
750 Túngata 9 - byggingarleyfi - byggja yfir svalir
Málsnúmer 1604089
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ólafs Gunnarssonar, dagsett 18. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir á suðurhlið húss hans að Túngötu 9 á Fáskrúðsfirði. Viðbygging er 18,7 m2 og 50,5 m3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
740 Melagata 3 - Byggingarleyfi - breyting utanhúss
Málsnúmer 1604082
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Pálma Benediktssonar, dagsett 15. apríl 2016, þar sem sótt er um leyfi til að breyta þakvirki, klæðningu, innra skipulagi ásamt viðbyggingu við anddyri og uppsetningar á varmadælu. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Lagt fram til kynningar bréf vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
9.
740 Egilsbraut 9, byggingarleyfi - Bílskúr
Málsnúmer 1110069
Lagt fram til kynningar samkomulag um frágang á lóðarmörkum Egilsbrautar 9 og 9a. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 13. apríl 2016, vegna framkvæmda í og innan lóðar Egilsbrautar 9.
10.
Erindi til umræðu í sveitarsjórnum, heilbrigðisnefndum og stjórnum landshlutasamtaka
Málsnúmer 1604021
Möguleg endurskipulagning á starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Af hálfu sambandsins er einkum óskað eftir því að fá fram sem skýrasta afstöðu sveitarstjórnarmanna til þess hvort þeir telji æskilegt að hafin verði formleg vinna við að endurskipuleggja starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þann hátt sem lýst er í framlögðu bréfi sambandsins frá 31.mars.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurskipulagningu á starfsemi heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga ef það verður ekki til þess að fækka störfum eða verkefnum á svæðinu. Frekar verði unnið að því að styrkja þá starfsemi sem fyrir er.
11.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1604018
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að endurskoða umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar. Umferðarsamþykkt er vísað til lögreglu til umsagnar.
12.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2016
Málsnúmer 1603112
Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 5. apríl 2016, um forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar.
13.
735 Ofanflóðvarnir í Hlíðarendaá
Málsnúmer 1406056
Fundargerðir 10 og 11 vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir við Hlíðarendaá lagðar fram til kynningar og farið yfir gang mála, stefnt er að því að opna brúnna 15 maí 2016.
14.
Almenningssamgöngur 2016
Málsnúmer 1602039
Lagðar fram fundargerðir starfshóps SSA varðandi framtíðarfyrirkomulag almenningssamgangna á Austurlandi. Einnig lagt fram minnisblað verkefnastjóra varðandi samninga vegna almenningssamgangna.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra á framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
15.
Eyðing Lúpínu í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1604031
Hugmyndir um framtíðarsýn og stefnu í eyðingu ágengna planta lögð fram til kynningar og umræðu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að útfæra þessar hugmyndir og vinna málið áfram.
16.
Hrossabeit í landi Kollaleiru
Málsnúmer 1504164
Eigendur hrossa sem beitt hafa land Kollaleiru norðan þjóðvegar hafa ekki gætt nægilega að gripaheldni girðinga. Það hefur valdið því að hross hafa farið út úr þeim og valdið tjóni á nær liggjandi svæði s.s. golfvöllinn í Reyðarfirði sem er í rekstri Golfklúbbs Fjarðabyggðar. Samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 með vísan í samþykkt sveitarfélagsins um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búafjárhverfum í Fjarðabyggð nr. 848, 2.gr., er lausaganga búfjár bönnuð. Þetta þýðir að forráðamaður hrossa ber ábyrgð á því að girðingar séu gripheldar.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram
17.
Skýrsla starfshóps sambandsins um úrgangsmál - til kynningar og umræðu
Málsnúmer 1604022
Lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál lögð fram til kynningar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að taka saman hvar frárennsli er í læki, gera áætlun um úrlausn á þeim og taka saman upplýsingar um þær rotþrær sem eru í sveitarfélaginu.
18.
Vinnuskóli 2016 - umsóknir og önnur gögn
Málsnúmer 1604017
Lagt fyrir minnisblað umhverfisstjóra dagsett 15.apríl 2016 um fyrirkomulag Vinnuskóla Fjarðabyggðar sumarið 2016.
19.
Vorbæklingur 2016
Málsnúmer 1603039
Tillaga um efni vorbæklings 2016. lagt fram til kynningar.
Eigna- skipulags- og umhverisnefnd tekur vel í þær breytingar sem lagðar eru til.
20.
Þiljuvallarlækur í Neskaupstað
Málsnúmer 1604042
Í vatnsveðrinu sem gekk yfir austurland þann 28 desember 2016 stíflaðist ræsi í lækjarfarvegi ofan þiljuvalla. Þiljuvallarlækur liggur í ræsi frá þiljuvöllum og niður fyrir Sverristún fyrir utan smá opnun. með miklum dugnaði var komið í veg fyrir tjón á eignum og læknum beint eftir gatnakerfi til sjávar.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar undirrituðum bréfið og felur sviðstjóra að vinna að farsælli úrlausn og upplýsa íbúa um málið.