Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
143. fundur
25. apríl 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Umsókn um stækkun á lóð
Lagt fram bréf Andra Martin Sigurðssonar, dagsett 20. apríl 2016, þar sem sótt er um stækkun lóðar hans, að Holtagötu 2 á Reyðarfirði, um rúma þrjá metra til austurs. Gert er ráð fyrir byggingu bílskúrs að nýjum lóðarmörkum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Holtagötu 2 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðarinnar að Holtagötu 2 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
735 Strandgata 1a - byggingarleyfi, breytt notkun
Lagt fram bréf Jaroslaw Grzegorz Zajaczkowski, dagsett 10. apríl 2016, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um að breyta notkun húsnæðis hans að Strandgötu 1a á Eskifirði úr geymslu í einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið enda eru fyrirhugaðar breytingar í samræmi við gildandi skipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið enda eru fyrirhugaðar breytingar í samræmi við gildandi skipulag.
3.
740 Naustahvammur 54 - Byggingarleyfi, niðurrifs á einbýlishúsi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgunarsveitarinnar Gerpis, dagsett 25. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að leyfi til að rífa hús félagsins að Naustahvammi 54 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.
4.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2016
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 5. apríl 2016, um forkaupsréttarlista Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að forkaupslista verði breytt til samræmis við minnisblað fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að forkaupslista verði breytt til samræmis við minnisblað fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
5.
Áhaldahús Neskaupstað - stöðumat
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna áfram að málinu í tenglsum við úttektir við á öðrum stofnunum og vísar jafnframt til fjárlagagerðar.
6.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Lagtt fram til kynningar
7.
Stofnun starfshóps um göngu- og hjólreiðastíga
Farið yfir núverandi stígakerfi og gerðar tillögur að framtíðarskipulagi stígakerfisins.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna að kostnaðarmati hjóla og göngustígs frá þéttbýlinu á Reyðarfirði út að Álveri á grunni eldri vegar. Einnig að hyggja að lagfæringum á eldri stígum í sveitarfélaginu og frekari útfærslum á þeim.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna að kostnaðarmati hjóla og göngustígs frá þéttbýlinu á Reyðarfirði út að Álveri á grunni eldri vegar. Einnig að hyggja að lagfæringum á eldri stígum í sveitarfélaginu og frekari útfærslum á þeim.
8.
Verkefni framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs 2016
Farið yfir þau verkefni sem eru í gangi, helstu verkefni eru bygging leikskóla, útboð klæðningar og gluggaskipta í Egilsbúð, verkefni á höfnum og verkefni tengd framkvæmdum hjá Eskju og Loðnuvinnslunnar.
9.
Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar 2016
Framlagt fundarboð ársfundar Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar á Austurlandi sem haldinn verður 3.maí nk. milli kl 14:00 og 18:00 í Valaskjálf á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.