Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

145. fundur
17. maí 2016 kl. 16:00 - 00:00
Nesskóla í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
670,mál til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir)
Málsnúmer 1605051
670. mál til umsagnar frá Alþingi frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir).
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við umræddar breytingar á lögum um umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir).
2.
673.mál til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð
Málsnúmer 1605050
673. mál til umsagnar frá Alþingi frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við umræddar breytingar á lögum um Vatnajökusþjóðgarð.
3.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Málsnúmer 1502042
Lagt fram erindi Sjóminjasafns Austurlands, dagsett 11. maí 2016, þar sem tekin eru til umfjöllunar skipulagsmál í útbæ Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur málið fyrir að nýju á næsta fundi.
4.
Leikskóli Neseyri - lóðar- og gatnaframkvæmdir
Málsnúmer 1510088
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór í vettvangsferð og lýst vel á.
5.
Neskóli viðhaldsmál
Málsnúmer 1605022
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór í vettvangsferð. Ljóst er að klæða þarf skólann og komast fyrir rakaskemmdir á jarðhæð. Sérfræðingar í málefnum myglusveppa verða hafðir með í ráðum um þær aðgerðir sem farið verður í. Nefndin felur sviðstjóra að vinna áfram að undirbúningi framkvæmda og tryggja verktaka til starfsins. fjárhagsþætti verkefnisins vísað til bæjarráðs
6.
Vinna við landáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf
Málsnúmer 1605015
Erindi sambandsins frá 2.maí er varðar vinnu við landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða og innviða.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar tilnefnir umhverfisstjóra sem tengilið við verkefnið.
7.
Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi
Málsnúmer 1605077
Náttúruverndarsamtök Austurlands óska eftir samstarfi vegna átaks í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi og upplýsingum um tengilið vegna verkefnisins fyrir 31.maí nk.
Bæjarráð tók vel í erindið og vísar því til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í bókunina og felur umhverfisstjóra að halda utan um verkefnið.
8.
Landbúnaðarnefnd - 15
Málsnúmer 1604005F
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykktir fundargerðina fyrir sitt leiti.
9.
740 Miðstræti 26 byggingarleyfi - sólpallur
Málsnúmer 1605084
Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Hugrúnar Ísaksdóttur þar sem sótt er um leyfi til að byggja 40m2 pall með skjólgirðingum við hús hennar að Miðstræti 26 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.