Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

146. fundur
30. maí 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Málsnúmer 1502042
Lagðar fram til kynningar hugmyndir Kömmu Daggar Gísladóttur að safnasvæði með lifandi tengingu við samfélagið og hugmyndavinna nemenda og kennara í safnafræði um framtíð og skipulag safnastarfs á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýst vel á framkomnar tillögur og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið milli fundi.
2.
730 Vallagerði 15 - Byggingarleyfi,sólpallur
Málsnúmer 1605146
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Andra Martins Sigurðssonar fh. Ísaks Fannars Sigurðssonar, dagsett 23. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 50 m2 sólpall/stækkun svala við hús hans að Vallargerði 15 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
3.
735 Túngata 8 - Byggingarleyfi,bílskúr
Málsnúmer 1605130
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgvins Björgvinssonar, dagsett 23. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að klæða bílskúr hans að Túngötu 8 á Eskifirði að utan með báruklæðningu og einangra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
750 Skólavegur 84 Byggingarleyfi - Sólpallur
Málsnúmer 1605096
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Birgis Kristmundssonar, dagsett 16. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 12.5 m2 sólpall/stækkun svala við hús hans að Skólavegi 84 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
Umsókn um stöðuleyfi - gámur
Málsnúmer 1605136
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Björgvins Sveinssonar fh. Útgerðarfélagsins Þórs ehf, dagsett 24. maí 2016, þar sem óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir gám undir hákarlaverkun ofan Norðfjarðarvegar við Naustahverfi á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að stöðuleyfi verði veitt til allt að 8 mánaða eða þegar verkun hákarls likur. Leyfið er einnig skilyrt því að umhverfi gámsins verði gert snyrtilegt og ella verði leyfið afturkallað.
6.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Málsnúmer 1510182
Lagt fram til kynningar bréf eiganda efri hæðar Búðavegar 35, dagsett 24. maí 2016, vegna álits kærunefndar húsamála í máli 53/2015.
7.
735 Strandgata 12 - lóðamál
Málsnúmer 1301195
Lagt fram til kynningar bréf vegna lóðarmála Strandgötu 12 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til umfjöllunar.
8.
Eskjutún - tenging við rafmagn
Málsnúmer 1605125
Íbúasamtök Eskifjarðar óska eftir gengið verði frá rafmagni við Eskju túnið svo hægt sé að nýta það fyrir
viðburði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá sviðstjóra framkvæmda-umhverfis og veitusviðs.
9.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - eigna-,skipulags og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1605156
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda-umhverfis og veitusviðs að lista upp verkefni sem nefndin hefur rætt um að setja í forgang.
10.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2016
Málsnúmer 1602074
Lögð fram til kynningar
11.
Setubekkur við göngustíg á Eskifirði
Málsnúmer 1605124
Íbúasamtök Eskifjarðar óska eftir í samvinnu við Fjarðabyggð að setja upp setubekk við göngustíg
meðfram sjónum, fyrir utan lögreglustöðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til úrvinnslu hjá sviðstjóra framkvæmda-umhverfis og veitusviðs.
12.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2015
Málsnúmer 1510008
Lagðir voru fram tveir samningar við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Fólkvangsins í Neskaupstað annars vegar og Hólmanes - Fólkvangur og friðland hins vegar.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samningana fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að koma þeim í framkvæmd.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skoða framtíðar skipulaga Fólkvangsins og friðlandsins í Hólmanesi og umsjón þeirra.