Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

147. fundur
15. júní 2016 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
715 Úrskurður í kærumáli - Fjörður 1 í Mjóafirði
Málsnúmer 1502071
Farið yfir stöðu mála Fjarðar í Mjóafirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar töku ákvörðunar um framkvæmdir í Firði.
2.
750 Notkun fjöleignarhússins að Búðavegi 35
Málsnúmer 1510182
Farið yfir stöðu mála Búðavegar 35
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að í ljósi álits kærunefndar húsamála, dags. 11. apríl 2016, að byggingarleyfi sem samþykkt var á fundi nefndarinnar, dags. 20. apríl 2015, um breytta notkun á efri hæð Búðavegar 35, fastanr. 217-7808 , kunni að vera ógildanlegt, þar sem eigandi efri hæðar hafi ekki haft eignarréttarlegar heimildir til breyttrar notkunar eignarinnar samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994.
Jafnframt komi til álita að byggingarleyfið sé nú þegar fallið úr gildi þar sem úrbætur sem byggingarleyfið vísar til er ólokið, innan þeirra fresta sem byggingarleyfið hvíldi á.
Byggingarfulltrúa er falið að tilkynna eigendum efri hæðar Búðavegar 35 um mögulega ákvörðun nefndarinnar og veita rétt til andmæla vegna þess, áður en nefndin tekur ákvörðun í málinu.
3.
730 - Deiliskipulag aksturs- og skotíþróttasvæða vestan Bjarga
Málsnúmer 1109100
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst að nýju. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar. Nefndin samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna skipulagsins í starfshóp um göngu- og hjólreiðastíga. Mótvægisaðgerðir felist í tengingu göngustíga, göngustígagerðar og áningastaða innan Búðarár. Nefndin felur skipulags- og byggignarfulltrúa að kynna áformin fyrir Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar áður en til auglýsingar kemur.
4.
730 Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun akstursíþróttasvæðis og nýs skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði
Málsnúmer 1403113
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breytingartillagan verði auglýst að nýju. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar. Nefndin samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna skipulagsins í starfshóp um göngu- og hjólreiðastíga. Mótvægisaðgerðir felist í tengingu göngustíga, göngustígagerðar og áningastaða innan Búðarár. Nefndin felur skipulags- og byggignarfulltrúa að kynna áformin fyrir Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar áður en til auglýsingar kemur.
5.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Málsnúmer 1306026
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Kirkjubóls, hesthúsa og búfjársvæði ásamt greinagerð dagsett 13. júní 2016. Skipulagssvæðið er um 20 ha að stærð og afmarkast af Merkjalæk, Norðfjarðarvegi og Norðfjarðará. Tillagan gerir ráð fyrir fimmtán hest- og búfjárhúsum sem standa munu við Kirkjubólseyri. Einnig er gert ráð fyrir reiðhöll, skeiðvelli, hólfi, gerðum og athafnarsvæðum innan skipulagsmarka.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi fyrir næsta fund nefndarinnar.
6.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirð
Málsnúmer 1510155
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, vegna stækkunar reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.
7.
740 Deiliskipulag miðbæjar Neskaupstaðar - breyting innan íþróttasvæðis
Málsnúmer 1605098
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar þar sem gert er ráð fyrir vallarhúsi ofan íþróttavallar, skipulagsuppdráttur með greinargerð dagsettur 6. júní 2016.
Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
8.
740 Mýrargata við íþróttavöll - umsókn um lóð
Málsnúmer 1604157
Lögð fram lóðarumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 28. apríl 2016, þar sem sótt er um lóð fyrir aðstöðuhús ofan við Norðfjarðarvöll.
Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Mýrargötu 4 og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu þegar breyting á deiliskipulagi hefur verið staðfest.
9.
740 Mýrargata 4- byggingarleyfi - vallarhús
Málsnúmer 1606079
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Marinós Stefánssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 13. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 17.5 m2 og 47,1 m3 vallarhús á nýrri lóð við Mýrargötu 4 á Norðfirði, ofan Norðfjarðarvallar. Teikningar eru frá AVH, arkitektur, verkfræði, hönnun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
730 Heiðarvegur 37- Byggingarleyfi- skilti
Málsnúmer 1606048
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Sörenssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 2. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp skilti innan lóðar Stríðsárasafnsins að Heiðarvegi 37 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
11.
730 Stekkjarholt 25 - pallur,girðing og geymslukofi
Málsnúmer 1606044
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Hafliða Sigurjónssonar, dagsett 2. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólpall, girðingu og geymsluskúr á lóð hans að Stekkjarholti 25 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
730 Tungumelur 6-Byggingarleyfi, sólpallur
Málsnúmer 1606005
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Steindórs H. Stefánssonar fh. Gunnlaugs Ragnarssonar, dagsett 31. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 14,6 m2 sólpall við hús hans að Tungumel 6 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
13.
730 Tungumelur 8-Byggingarleyfi,sólpallur
Málsnúmer 1606006
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Steindórs H. Stefánssonar fh. Jóhanns Sæberg, dagsett 31. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 14,6 m2 sólpall við hús hans að Tungumel 8 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
14.
735 Lambeyrarbraut 8 - Byggingarleyfi,stækkun á svölum
Málsnúmer 1606001
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hilmis Ásbjörnssonar, dagsett 31. maí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 7 m2 við svalir húss hans að Lambeyrarbraut 8 á Eskifirði og stækka baðherbergi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
15.
735 Strandgata 86b - byggingarleyfi - rífa bryggjuhús
Málsnúmer 1606046
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Sörenssonar fh. Sjóminjasafns Austurlands, dagsett 2. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa bryggjuhús í eigu safnsins að Strandgötu 86b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
16.
735 Strandgata 96- Byggingarleyfi- rífa bragga
Málsnúmer 1606047
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Péturs Sörenssonar fh. Fjarðabyggðar, dagsett 2. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa bragga í eigu sveitarfélagsins innan lóðar Sjóminjasafns Austurlands að Strandgötu 96 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
17.
740 Mýrargata 10- Byggingarleyfi- Vrkmenntaskóli Austurlands
Málsnúmer 1606066
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kristjáns Þórarinssonar fh. Ríkiseigna, dagsett 1. apríl 2016, móttekin 9. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til stækka hurð á 2. hæð verkkennsluhúss Verkmenntaskóla Austurlands að Mýrargötu 10 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
18.
750 Skólavegur 12 -Byggingarleyfi- sólpallur og skjólveggur
Málsnúmer 1606082
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Heimis Hjálmarssonar, dagsett 13. júní 2016, þar sem sótt er um leyfi til að byggja pall við hús hans að Skólavegi 12 á Fáskrúðsfirð með 1,4 m hárri skjólgirðingu á austur, vestur og suðurhlið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Skólavegar 14.
19.
715 Þingholtsvegur 5 - kauptilboð
Málsnúmer 1606043
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd legst ekki gegn sölu fasteignarinnar á lóðinni Þingholtsvegur 5 í Mjóafirði en felur bæjarráði að taka ákvörðun um málið.
20.
Almenningssamgöngur - ungmennaráð
Málsnúmer 1606037
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um málið og óskar eftir að verkefnastjóri almenningssamgangna komi á næsta fund nefndarinnar.
21.
Ástand gamla skólans á Eskifirði
Málsnúmer 1410077
Eigna- skipulags og umhvefisnefnd þakkar Þórarni Ívarssyni framkvæmdastjóra Veraldarvina senda samantekt á stöðu framkævmda við gamla skólann á Eskifirði.
22.
Endurbætur á girðingu inní "Krók" Eskifirði
Málsnúmer 1606050
Vegna lagningu nýs vegar fyrir Norðfjarðargöng var girðing inní Krók, Eskifirði, tekin í sundur. Vill undirritaður benda nefndinni á að mikilvægt er að laga girðinguna sem fyrst þar sem nú er opið fyrir aðgang sauðfjár inná veginn þar sem áður var lokað fyrir.
Egina- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða málið og gera viðeigandi ráðstafnir með girðinguna
23.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Málsnúmer 1605024
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd heldur áfram umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 á næsta fundi.
24.
Leikskóli Neseyri - lóðar- og gatnaframkvæmdir
Málsnúmer 1510088
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti um eitt ár og vísar endalegri afgreiðslu til bæjarráðs.
25.
Malbikun og kantsteinar
Málsnúmer 1606062
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögur sviðstjóra og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málin
26.
Óveðurstjón í desember 2015
Málsnúmer 1512096
Minnisblað sviðstjóra lagt fram til kynningar.
27.
Seeds og Veraldarvinir
Málsnúmer 1605158
Nefndin samþykkir samstarfssamninga Fjarðabyggðar annarsvegar og Seeds og Veraldarvina hinsvegar.
28.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs -óskað eftir upplýsingum um vinnu
Málsnúmer 1602140
Lagt fyrir minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 7. júní 2016, varðandi samvinnu við gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efna til samstarfs um endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
29.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
Málsnúmer 0903071
Lagt fram til kynningar minnisblað varðandi það sem þarf að bæta úr eftir veturinn og óveðrið sem gekk yfir í desember 2015.
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið
30.
740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1606084
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að óska eftir því við Ofanflóðsjóð að hefja vinnu við hönnun á ofanflóðamannvirkjum við Urðarbotna sem og Nes- og Bakkagil.
31.
Gjaldskrá sölu frá 1.7.2016
Málsnúmer 1606089
Vegna hækkana á raforkumarkaði samþykkir nefndin að hækka söluhluta Rafveitu Reyðarfjarðar um 1,2%