Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
152. fundur
29. ágúst 2016 kl. 16:00 - 18:00
'i vinnuherbergi nýja leikskólans á Neseyri í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
Starfshópur um göngu- og hjólreiðastíga
Nefndin ákveður að leita til AKS teiknistofu um að teikna upp kort af göngu og hjólastígum. Sviðstjóra framkvæmda- umhverfis og þjónustusviðs falið að vinna málið áfram, auk þess að meta ástand göngu - og hjólastíga. Nefndin óskar eftir drögum af kortum fyrir fund þann 19. september. Nefndin felur sviðstjóra að ræða við Vegagerðina um að auka öryggi hjólreiðamanna um Fárskrúðsfjarðar- og nýju Norðfjarðargöng.
2.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Vísað frá bæjarráði. Samantekt Sambandsins vegna áhrifa nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum. Lagt fram til kynningar.
3.
Sérstakir styrkir Orkusjóðs árið 2016
Vísað frá bæjarráði. Framlögð auglýsing Orkusjóðs um sérstaka styrki á árinu 2016 vegna verkefna sem stuðla að lækkun kostnaðar vegna raf- og olíukyndingar með það að markmiði að leiða til orkusparnaðar. Nefndinni líst vel á að sótt verði um styrki á svið orkumála.
4.
Fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð, 2016
Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti gangnaboð vegna fjallskila í Fjarðabyggð árið 2016 á fundi sínum 29. ágúst. Nefndin samþykkir fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð.