Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
156. fundur
17. október 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Hafsteinn Pálsson Ofanflóðasjóði og Hugrún Hjálmarsdóttir verkfræðistofan EFLA kynntu fyrirhugaðir framkvæmdir við Ljósá á Eskifirði fyrir nefndinni.
2.
Skólabrekka 9 - aukið vindálag
Hafsteinn Pálsson Ofanflóðasjóði fór yfir skýrslu frá Vatnaskilum. Nefndin felur sviðstjóra að kynna skýrsluna fyrir íbúum Skólabrekku 9, 7 og 5 og næstu áfanga varðandi gróðurfrágang á svæðinu.
3.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 14. október varðandi gjöld og þjónustu sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs kynnt. Lagt fram kostnaðaráætlun við jarðgerð í Fjarðabyggð. Umræðu haldið áfram á næsta fundi.
4.
Garð- og malarefni
Tillaga um meðhöndlun garð- og malarefnis í Fjarðbyggð. Mögulegt fyrirkomulag kynnt af umhverfisstjóra og verkefnastjóra umhverfismála. Nefndin felur þeim að vinna að kostnaðarmati fyrir næsta fund og samlegðaráhrif með lífrænumheimilisúrgangi.
5.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir, framvinda og framkvæmd 2017
Tillögur umhverfisstjóra að styrkumsóknum til framkvæmdasjóða ferðamannastaða. Nefndin felur Umhverfisstjóra að sækja um styrki til að halda áfram vinnu við Fólkvang Neskaupstaðar, Hólmanes, Söxu og til frekari uppbyggingar fyrir ferðamenn í Mjóafirði. þá skal einnig sækja um styrk fyrir Völvuleiðið á Hólmanesi, Geithúsagil og Franski minningarreitinn á Fáskrúðsfirði.
5.
Umhverfisviðurkenning 2016
Umhverfisstjóri kynnti fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2016. Tilnefningar og úrvinnslu þeirra ásamt fyrirkomulag dómnefndar og dagsetning afhendingar viðurkenninganna.
Úrslit verða gerð kunn á afhendingardaginn sem er föstudaginn 21. október.
Úrslit verða gerð kunn á afhendingardaginn sem er föstudaginn 21. október.
6.
Aðgerðaráætlun um aukna úrgangsflokkun
Í framhaldi af bókun undir máli nr. 1606041 er lögð fram aðgerðaráætlun um aukna úrgangsflokkun. umræðu haldið áfram á næsta fundi.
7.
Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs
Lagt fram minniblað dags. 14. október 2016 frá verkefnastjóra umhverfismála um breytingar á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs. Verkefnastjóra falið að vinna það áfram fyrir næsta fund.
9.
755 Fjarðarbraut 1 - niðurrif Fjós - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kristínar Margrétar Ragnarsdóttur, dagsett 9. september 2016, þar sem sótt er um leyfi til að rífa fjós við Fjarðarbraut 1 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
755 Fjarðarbraut 1 - umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Kristínar Margrétar Ragnarsdóttur, dagsett 9. september 2016, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir einn til tvo gáma við Fjarðarbraut 1 vegna framkvæmda við íbúðarhús og niðurrifs á fjósi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um stöðuleyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um stöðuleyfið.
11.
730 Hraun 1 Byggingarleyfi - Reyndarteikningar fyrir deigluhreinsun,steypuskáli og málmblöndugeymslu
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Halldórs Eiríkssonar, TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 29. september 2016, þar sem sótt er um samþykki reyndarteikninga fyrir 344 Deigluhreinsun, 500 Steypuskála og 570 Málmblöndugeymslu að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
Efnistaka úr námu við Hvalnes í Stöðvarfirði
Erindi frá Vegagerðinni á Reyðarfirði um að fá leyfi til að taka efni úr námu við Hvalnes í Stöðvarfirði sem er í landi Fjarðabyggðar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að heimila efnistökuna og felur sviðstjóra ganga frá samkomulagi við Vegagerðina.