Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
158. fundur
2. nóvember 2016 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Náttúrustofa Austurlands - kerfisbundin úttekt á villtu dýralífi í Fólkvanginum Neskaupstað
Tillaga umhverfisstjóra um úttekt og vöktun á fánu og flóru í fólkvöngum Fjarðabyggðar - Hólmanesi og Fólkvanginum Neskaupstað.
Nefndin lagði til á fundi sínum 12. ágúst sl. að leita tilboða hjá Náttúrustofu Austurlands varðandi úttekt og vöktun á villtu dýralífi í Fólkvanginum Neskaupstað. Nefndinni líst vel á tillögu umhverfisstjóra og felur honum að vinna frekari útfærslu og leita styrkja.
Nefndin lagði til á fundi sínum 12. ágúst sl. að leita tilboða hjá Náttúrustofu Austurlands varðandi úttekt og vöktun á villtu dýralífi í Fólkvanginum Neskaupstað. Nefndinni líst vel á tillögu umhverfisstjóra og felur honum að vinna frekari útfærslu og leita styrkja.
2.
735 Bleiksárhlíð 60 - byggingarleyfi, gönguhurð
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Grétars Rögnvarssonar, fh. Gerðisbrúar ehf, dagsett 25. október 2016, þar sem sótt er um leyfi til að setja gönguhurð á vesturstafn húss félagsins að Strandgötu 68 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
3.
755 Sævarendi 1 - byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Alberts Ó. Geirssonar fh. kross ehf, dagsett 31. október 2016, þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á breytingu hluta hússins að Sævarenda 1 á Stöðvarfirði í íbúðir. Samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 er Sævarendi 1 innan reits I1 sem er iðnaðarsvæði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 31. vegna skipulagsmála.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt breytta notkun miðað við gildandi aðalskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda og skoða hugsanlega breytingu á aðalskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt breytta notkun miðað við gildandi aðalskipulag og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda og skoða hugsanlega breytingu á aðalskipulagi.
4.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Farið yfir stöðu stöðuleyfa fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra, dagsett 31. október 2016, vegna stöðuleyfa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur varaformanni, skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna málið frekar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur varaformanni, skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna málið frekar.
5.
730 Sunnugerði - botnlangi
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er að vinna með hugmyndir um að Sunnugerði á Reyðarfirði, verði gerð að botnlangagötu til bráðabirgða. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna íbúum götunnar fyrirhugaðar breytingar og fá afstöðu þeirra til málsins.
6.
Goðatindur - ljósleiðari
Lagður fram tölvupóstur Eyjólfs Jóhannssonar hjá Rafey ehf fh. Mílu ehf, dagsettur 27. október 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að leggja ljósleiðara að tækjahúsinu á Goðatindi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir ítarlegri upplýsingum um framkvæmdina. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir ítarlegri upplýsingum um framkvæmdina. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7.
Strenglagning um Brekkugjá - beiðni um umsögn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 21. október 2016, þar sem í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum, er óskað eftir umsögn um strenglögn um Brekkugjá milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Óskað er umsagnar á því hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld lagnaleið í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki umhverfismatsskyld lagnaleið í Fjarðabyggð.
8.
Göngustígar í Fjarðabyggð
Lagðar fram teikningar af göngu- og hjólastígum í Fjarðabyggð.
9.
Ársfundur náttúruverndarnefnda og umhverfisstofnunar 2016
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 verður haldinn 19. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Gestgjafi að þessu sinni er Hvalfjarðarsveit. Fundurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en yfirskriftin að þessu sinni er Tökumst á við áskoranir - verkfæri í náttúruvernd. Umhverfisstjóra falið að sækja fundinn fyrir hönd Fjarðabyggðar og ganga frá skýrslu náttúruverndarnefndar.
10.
Kirkjustígur 7 - Fyrirhugaðar framkvæmdir við Lambeyrará
Bréf frá Nordik lögfræðiþjónustu slf. fyrir hönd eiganda fasteignararinnar að Kirkjustíg 7 Eskifirði.
Nefndin felur sviðstjóra að svara bréfinu og vísar málinu jafnframt til staðfestingar bæjarráðs.
Nefndin felur sviðstjóra að svara bréfinu og vísar málinu jafnframt til staðfestingar bæjarráðs.
11.
Snjómokstur í Fjarðabyggð 2016/2017
Farið að nýju yfir skipulag og verklagsreglur er varðar snjómokstur í Fjarðabyggð.
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi skipulag og verklagsreglur og vísar til staðfestingar bæjarráðs.
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi skipulag og verklagsreglur og vísar til staðfestingar bæjarráðs.