Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
161. fundur
18. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs
Dagskrá
1.
Hænsnahald - drög að samþykkt
Umhverfisstjóri leggur fyrir fundinn drög að samþykkt um fiðurfé í Fjarðabyggð. Unnið var að samþykktinni í samstarfi við Heilbrigðiseftirliti Austurlands sem er eftirlitsaðili á ákvæðum samþykktarinnar sé framfylgt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að samþykkt um fiðurfé í samræmi við umræður á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að samþykkt um fiðurfé í samræmi við umræður á fundinum.
2.
NOTE - Northern Periphery and Artic Programme 2014-2020
Umhverfisstjóri kynnti fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd erindi frá dr. Sigríði Kristjánsdóttur, lektor í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hún óskaði eftir samstarfi við Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu með vinnuframlagi allt að 40 klst á ári, tengiliðir við verkefnið verða Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri og Helga Guðrún Jónasdóttir atvinnu- og þróunarstjóri.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu með vinnuframlagi allt að 40 klst á ári, tengiliðir við verkefnið verða Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri og Helga Guðrún Jónasdóttir atvinnu- og þróunarstjóri.
3.
Stjórnunar- og verndaráætlun,náttúruvættið Helgustaða, friðlandið og fólkvangurinn Hólmanes
Umhverfisstjóri kynnti drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hólmanes friðland og fólkvang. Kynningarfrestur á þessum drögum er til 29. desember nk. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur umhverfisstjóra að láta auglýsa þau til umsaganar á vef Fjarðabyggðar.
4.
Ársfundur náttúruverndarnefnda og umhverfisstofnunar 2016
Umhverfisstjóri sagði frá ferð sinni á ársfund Umhverfisstofunnar, náttúruverndarnefndar sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa. Einnig kynnti umhverfisstjóri málefni sem var rætt á ársfundi sem snýr að umsjónaraðila friðlýstrasvæða og Umhverfisstofunar.
5.
750 Skólavegur 12 - endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram bréf Heimis Hjálmarssonar, Hjálmars Heimissonar og Kristínar Hönnu Hauksdóttur, dagsett 11. október 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Skólavegi 12 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
6.
750 Skólavegur 14 - endurnýjun á lóðasamningi
Lagt fram bréf Alberts Kemp, dagsett 13. september 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 14 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Lagt fram bréf KRST lögmanna, dagsett 14. nóvember 2016, vegna lóðarmála Skólavegar 14.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
7.
740 Blómsturvellir 3 - endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram bréf Sæþórs Sigursteinssonar, dagsett 12. september 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Blómsturvöllum 3 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
740 Blómsturvellir 5 - endurnýjun á lóðarleigusamning
Lagt fram bréf Kristínar Hávarðardóttur og Ásgeirs Jónssonar, dagsett 11. október 2016, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Blómsturvöllum 5 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
735 Strandgata 78 - Byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram umsókn Emils K Thoarensen fh. Ábata ehf, dagsett 17. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta Strandgötu 78 á Eskifirði fyrir hótel og gistiaðstöðu. Strandgata 78 er innan reits Í9/A6 samkvæmt aðalskipulagi. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. október 2016. Lögð fram umsögn Veðurstofu Íslands vegna endurskoðunar á hættumati við Hlíðarendaá.
Að fenginni umsögn Veðursstofu Íslands telur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að hótel og gistiaðstaða samræmist skipulagsskilmálum svæðisins og legst ekki gegn breyttri notkun.
Að fenginni umsögn Veðursstofu Íslands telur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að hótel og gistiaðstaða samræmist skipulagsskilmálum svæðisins og legst ekki gegn breyttri notkun.
10.
Ofanflóðavarnir,frumathugun - Urðabotn, Nes- og Bakkagil
Erindi skipulagsstofnunar um frumathugun fyrir ofanflóðaframkvæmdir í Nes- og Bakkagili sem og Urðabotna og Sniðgil, lagt fram til kynningar.
11.
Ályktun frá aðalfundi KFF um málefni Eskjuvallar
Erindi frá Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar er varaðar uppbyggingaráætlun fyrir knattspyrnuleikvöll á Eskifirði vísað frá íþrótta- og tómstundarnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og mun taka það til umfjöllunar á næstunni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og mun taka það til umfjöllunar á næstunni.
12.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 2.nóvember
Fundargerð aðalfundar heilbrigðisnefnd Austurlands lögð fram til kynningar.