Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
162. fundur
2. desember 2016 kl. 16:00 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Tillaga að fyrirkomulagi jarðgerðar
Kynnt minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 2. desember 2016 um samninga um meðhöndlun lífræns úrgangs og framkvæmd á verkinu "Meðhöndlun úrgangs". Gert er ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um að hefja söfnun og jarðgerð á lífrænum úrgangi fyrir 1. febrúar 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála og bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnisstjóra umhverfismála og bæjarstjóra að vinna málið áfram.
2.
Tré til nytja
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að viljayfirlýsingu Fjarðabyggðar og Skógræktarfélags Neskaupstaðar um að koma trjám sem víkja fyrir snjóflóðavarnargörðum til nytja.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna.
3.
Fiðurfé - drög að samþykkt
Lögð fram drög að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða í Fjarðabyggð ásamt minnisblaði umhverfisstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfissnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
4.
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins"Bændur græða landið" á árinu 2016
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dagsett 24. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk að upphæð 24.000 kr. til verkefnisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk að upphæð 24.000 kr. til verkefnisins.
5.
Lagfæring á veg frá Viðfirði út að Barðsnesi sunnan Norðfjarðar
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um skilyrði og feril umsókna vegna framkvæmdaleyfa á Gerpissvæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að leita umsagna hjá Umhverfisstofnun og Náttúrustofu Austurlands vegna erindis Ingólfs S. Sveinssonar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að leita umsagna hjá Umhverfisstofnun og Náttúrustofu Austurlands vegna erindis Ingólfs S. Sveinssonar.
6.
Efnistaka í Reyðarfirði
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 22. nóvember 2016, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð efnistaka Fjarðabyggðar við Ljósá í Reyðarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Lögð fram greinagerð Alta um fyrirhugaða efnistöku Fjarðabyggðar við Ljósá í Reyðarfirði. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra dagsett 1. janúar 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. greinagerð Alta.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum sbr. greinagerð Alta.
7.
Þjónusta í þéttbýli 2016
Lagður fram samningur Vegagerðarinnar og Fjarðabyggðar um þjónustu gatna í þéttbýli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar árið 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
8.
Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu
Lögð fram til kynningar tillaga Landsnets að kerfisáætlun 2016 til 2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu auk umhverfisskýrslu. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016. Vísað til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.
9.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Fundargerðir 1. og 2. fundar um svæðisskipulag fyrir Austurland frá 20. október og 8.nóvember, lagðar fram til kynningar.
10.
Framboð á lóððum vegna uppbyggingar almennra íbúða
Lagt fram til kynningar erindi velferðarráðuneytisins frá 15.nóvember, er varðar framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða.
11.
750 Hafnarsvæði - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elís B. Eiríkssonar hjá Eflu hf. fh. Skeljungs hf, dagsett 29. júlí 2016, þar sem sótt er um leyfi til að staðsetja olíutank innan lóðar Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Teikningar eru unnar af Eflu hf. Aðalhönnuður er Sigurjón Hauksson og Elís B. Eiríksson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting - stækkun reits O5 á Kirkjubólseyrum í Norðfirð
Auglýsingartími er liðinn. Ein athugasemd barst. Athugasemd lögð fram til kynningar.
13.
740 - Deiliskipulag Kirkjuból, hesthúsa og búfjársvæði
Auglýsingartími er liðinn. Ein athugasemd barst. Athugasemd lögð fram til kynningar.
14.
735 - Deiliskipulag Hlíðarenda
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Hlíðarenda, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dags. 2. september 2016, breytt 2. desember 2016, með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í umsögn skipulagsfulltrúa dagsett 29. nóvember 2016. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa verið lagfærð í samræmi við samþykkt.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir jafnframt að unnin verði umferðaröryggisáætlun fyrir skilgreint safnasvæði.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir jafnframt að unnin verði umferðaröryggisáætlun fyrir skilgreint safnasvæði.
15.
740 deiliskipulag fólkvangs Neskaupstaðar
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Fólkvangs Neskaupstaðar, ásamt greinagerð dagsett 1. desember 2016. Skipulagssvæðið er staðsett utan við þéttbýlið í Norðfirði og er 320,4 ha að stærð. Mörk þess ná yfir fólkvang utan við Stóralæk, auk 2 ha svæðis innan hans. Stórilækur fellur til sjávar rétt utan við Norðfjarðarvita. Frá efstu drögum Stóralækjar ná mörk fólkvangsins beint upp í eggjar og þaðan út í Nípukoll og niður í sjó á Níputá.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð verði kynnt í faghóp um áætlunina og íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi 15. desember 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt greinagerð verði kynnt í faghóp um áætlunina og íbúum og hagsmunaðilum á opnum fundi 15. desember 2016.
16.
755 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 breyting, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð, reitur I1
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi, dagsett 2. desember 2016.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
17.
750 Skólavegur 14 - Framkvæmdir á lóðmörkum
Lagt fram til kynningar bréf Alberts Kemp, dagsett 3. desember 2016, vegna framkvæmda á lóðarmörkum og afmörkunar lóðar hans að Skólavegi 14.