Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

52. fundur
6. desember 2012 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Endurskoðun á umferðarsamþykkt
Málsnúmer 1009017
Umferðasamþykkt var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar og var vísað þar til seinni umræðu í bæjarstjórn. Nefndinni hafa borist ábendingar frá Óskari Hallgrímssyni varabæjarfulltrúa á Fáskrúðsfirði, ásamt ábendingum frá bæjarstjóra er varða lýsingu við gangbrautir, sérstaklega við leik- og grunnskóla, ásamt íþróttamannvirkjum, þar sem börn eru einkum á ferðinni.

Nefndin fór yfir athugasemdir og felur mannvirkjastjóra að færa inn þær breytingar sem fjallað var um. Nefndin mun fara sérstaklega yfir lýsingarmál í kringum gangbrautir og stofnanir í framhaldi af samþykkt umferðasamþykktar. Samþykktinni er vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn með breytingum.
2.
Áríðandi tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012
Málsnúmer 1211073
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember 2012 þar sem bent er á að yfirfara þurfi öll deiliskipulög og deiliskipulagsbreytingar sem gerðar voru frá gildistöku nýrra skipulagslaga eða frá áramótum 2010-2011. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur úrskurðað að deiliskipulög og deiliskipulagsbreytingar þar sem meira en þrír mánuðir liðu frá samþykkt sveitastjórnar til þess tíma að þær voru auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda séu ógildar. Erindið var tekið fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og í bæjarráði.

Í Fjarðabyggð eru átta deiliskipulög sem hafa ekki tekið gildi miðað við bréf Skipulagsstofnunar. Farið verður með tillögurnar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og í samráði við Skipulagsstofnun.
3.
735 - Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði
Málsnúmer 1208085
Framlagður uppdráttur og umhverfisskýrsla unninn af Landmótun ehf dagsett 6. desember 2012 af deiliskipulagstillögu Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði.

Nefndin samþykkir framlagðan uppdrátt ásamt umhverfisskýrslu fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu auglýsingar til bæjarstjórnar.
4.
Umsókn um skipulag fyrir Óseyri Stöðvarfirði
Málsnúmer 1211164
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. nóvember 2012 frá Ívari Ingimarssyni landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði þar sem hann óskar eftir heimild til að láta deiliskipuleggja jörðina.

Nefndin samþykkir að landeigandi láti vinna deiliskipulag fyrir jörðina Óseyri í Stöðvarfirði.
5.
Norðfjarðargöng - undirbúningur 2012, aðalmál
Málsnúmer 1207029
Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 6. september 2012 og 23. nóvember 2012 af fundum Fjarðabyggðar og Vegagerðarinnar vegna undirbúnings Norðfjarðarganga.
6.
730 Búðargata 2 - breyting/stækkun á húsnæði
Málsnúmer 1212006
Tærgesen ehf sækir um að breyta húsinu við Búðargötu 2 á Reyðarfirði í hótel. Um er að ræða hótel með 22 herbergjum með baði, ekki er gert ráð fyrir öðru en herbergjum í húsinu en reksturinn mun tengjast Tærgesen. Í aðalskipulagi Fjarðabyggðar er svæðið skilgreint sem miðsvæði og er hótelrekstur í samræmi við bæði aðalskipulagið og ákvæði í deiliskipulagi.

Nefndin tekur vel í erindið og líst vel á hugmyndina. Nefndin felur framkvæmdasviðið að ræða útfærslu við umsækjenda og leggja aftur fyrir nefndina.
7.
740 Naustahvammur 19 - klæðning á stálgrind
Málsnúmer 1212011
Síldarvinnslan hf sækir um að klæða húsið við Naustahvamm 19 með bárustáli í samræmi við teikningar.

Nefndin samþykkir framlögð gögn og felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfið.
8.
740 Naustahvammur 67-69 - Lyktareyðingarbúnaður
Málsnúmer 1212010
Síldarvinnslan hf sækir um leyfi til að byggja lyktareyðingarbúnað austan við verksmiðjuhúsið.

Nefndin samþykkir framlögð gögn og felur byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfið.
9.
Aðgengi að íþróttavelli Ungmennafélagsins Leiknis
Málsnúmer 1211101
Framlagt bréf Steins Jónassonar dagsett 15. nóvember 2012 fyrir hönd stjórnar Ungmennafélagsins Leiknis þar sem óskað er eftir lagfæringum á bílastæðum við knattspyrnuvöllinn á Fáskrúðsfirði. Vísað til afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði.

Nefndin tekur vel í erindið og mun skoða lagfæringar á svæðinu í vor, með þá möguleika á framkvæmdum.
10.
Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélagi Íslands 2012
Málsnúmer 1212009
Lagt fram bréf til kynningar, dagsett 30. nóvember 2012, frá Skógræktarfélagi Íslands, vegna ályktunar sem samþykkt var á aðalfundi félagsins á Blönduósi í september sl..

"Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn Blönduósi 24-26. ágúst 2012, hvetur aðildarfélög sín, sveitarfélög, stofnanir og einstaklinga til að nýta sé þá frjósemi sem lúpína skapar í ófrjósömu landi og rækta skóg í lúpínubreiðum."
11.
Mjóeyrarhöfn - lestunarskýli við hafnarsvæði
Málsnúmer 1211143
Lagt fram bréf, dagsett 16. nóvember 2012, frá Eimskip um byggingu á lestunarskýli á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn. Málið var áður tekið fyrir á 318. fundi bæjarráðs, þar sem því var vísað til framkvæmdastjóra hafna og mannvirkjastjóra og til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Hafnarstjórn tók málið fyrir á 107. fundi, þar sem jákvætt var tekið í erindið.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram.
12.
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014
Málsnúmer 1207043
Lagt fram til kynningar minnisblað mannvirkjastjóra, dagsett 22. nóvember 2012, vegna framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.
13.
Hreindýraarður 2012
Málsnúmer 1211166
Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 28. nóvember 2012, frá Umhverfisstofnun vegna úthlutunar á hreindýraarði fyrir árið 2012 á ágangssvæði / jarðir í sveitarfélaginu. Gögnin hafa legið frami á skrifstofu sveitarfélagsins frá 28. nóvember og er athugasemda frestur til 11. desember nk.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að skoða athugasemdir nefndarmanna.
14.
Nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði
Málsnúmer 0903017
Lögð fram til kynningar Framvinduskýrsla fyrir Hjúkrunarheimili á Eskifirði, dagsett október 2012.

Jafnframt lagt fram minnisblað hönnuða, dagsett 5. nóvember 2012, vegna möguleika á aðgengi að risrými, þ.e. áhrif aðgengis og notkunar á því á hönnun og þá þeim breytingum sem þyrfti að fara í ætti að nota rýmið. Einnig lagður fram tölvupóstur, dagsett 15. nóvember 2012, frá velferðarráðuneytinu vegna sama máls, en þar kemur fram að ráðuneytið hafnar þessu breytingum, þar sem um umtalsverðan kostnaðarauka yrði um að ræða. Málið var áður á dagskrá 317. fundar bæjarráðs, þar sem því var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til kynningar í félagsmálanefnd.

Nefndin tekur undir afstöðu ráðuneytis og þau rök sem hönnuðir benda á og hafnar því að horft verði til nýtingar á risrými heimilisins.
15.
Seeds - Sjálfboðaliðar umhverfis landið í sjö ár
Málsnúmer 1211149
Lagt fram bréf frá SEEDS sjálfboðaliðum en samtökin hafa verið starfandi á Íslandi í sjö ár.

Nefndin sér ekki möguleika á samstarfi við SEEDS samtökin, þar sem nefndin er í samstarfi við Worldfriends varðandi sambærileg verkefni.
16.
Umsókn um lóð - Leirukrók 11a
Málsnúmer 1211172
Lögð fram umsókn frá Ólafi Birgissyni fyrir hönd RARIK ohf, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstöðum um byggingarlóð fyrir spennistöð að Leirukrók 11a á Eskifirði dags. 28. nóvember 2012.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
17.
Umsókn um lóð - Miðdalur 1a
Málsnúmer 1211171
Lögð fram umsókn frá Ólafi Birgissyni fyrir hönd RARIK ohf, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstöðum um byggingarlóð fyrir spennistöð að Miðdal 1a á Eskifirði dags. 28. nóvember 2012.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
18.
Umsókn um lóð fyrir hesthús við Kirkjubólseyri í Neskaupstað
Málsnúmer 1211155
Lögð fram umsókn frá Einari Sverri Björnssyni, Skammadal 2, 735 Eskifirði um byggingarlóð fyrir hesthús á svæði Blæs í Norðfirði dags. 26. nóvember 2012.

Þar sem ekkert deiliskipulag er til af hesthúsasvæði við reiðskemmu Blæs í Norðfirði getur nefndin ekki lagt til að lóðum undir hesthús verði úthlutað að svo stöddu. En leggur áherslu á að hraðað verði vinnu deiliskipulags eins og kostur er.
19.
Uppsjávarsmiðja á Austfjörðum
Málsnúmer 1211141
Lögð fram til kynningar umsókn í IPA - verkefni Evrópusambandsins vegna uppsetingar á uppsjávarsmiðju á Austfjörðum, en Fjarðabyggð er samstarfsaðili vegna verkefnisins. Verkefnið er unnið af Matís.
20.
Vatnsveita Fjarðabyggðar - vatnsból Norðfirði
Málsnúmer 1103156
Framlagt bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dagsett 6. nóvember 2012, þar sem Lex lögmannsstofa leggur fram kæru á hendur Orkustofnun fyrir hönd Guðröðar Hákonarsonar vegna leyfis til nýtingar á grunnvatni í landi Tandrastaða. Málið var áður tekið fyrir á 318. fundi bæjarráðs þar sem því var vísað til mannvirkjastjóra til yfirferðar m.t.t. athugasemda og jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnframt lagt fram bréf til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 6. desember 2012, þar sem farið er yfir málið frá sjónarhóli sveitarfélagsins.

Nefndin samþykkir bréfið fyrir sitt leyti og felur mannvirkjastjóra að senda það.