Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

53. fundur
7. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Starfshópur um almenningssamgöngur / Aðalmál
Málsnúmer 1101197
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 4. janúar 2013, vegna breytinga á skipulögðum samgöngum um sl. áramót og þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru í ár.
2.
Yfirlýsing sveitafélaga á Austurlandi um Almenningssamgöngur - 2012
Málsnúmer 1301049
Framlagður til athugasemda og ábendinga samningur sveitarfélaga á Austurlandi og SSA um framkvæmd almenningssamgangna á Austurlandi ásamt yfirlýsingu þar um. Samningur og yfirlýsing hefur áður verið til umræðu í bæjarráði, þar sem mannvirkjastjóra og bæjarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna áfram að málinu og koma áherslum nefndarinnar á framfæri.
3.
Biðstöðvar vegna almenningssamgangna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1210172
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ákvað á 50. fundi sínum 7. nóvember 2012 að grenndarkynna tillögu að hringakstri á Strandgötu á Eskifirði. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. nóvember 2012 til og með 11. desember 2012. Tvær athugasemdir bárust.

Húseigendur sem komu fram með athugasemdir telja að með fyrirhuguðu snúningsstæði sé fyrirséð að aukin umferð verði við húsin, snúningsstæðið sé of nálægt húsunum, aukið ónæði verði og að söluverð eignanna muni rýrna.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við húseigendur og kynna fyrir þeim aðra tillögu þar sem búið er að taka tillit til ábendinga þeirra.
4.
740 Blómsturvellir 41 - Hlaða
Málsnúmer 1205104
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ákvað á 43. fundi sínum 11. júní 2012 að grenndarkynna byggingarleyfi Blómsturvalla 41. Tillagan var grenndarkynnt frá 5. desember 2012 til og með 2. janúar 2013. Þrjár athugasemdir bárust.

Húseigendur sem athugasemdir gerðu telja að fyrirhugaður bílskúr þurfi að vera lengra frá götu, staðsetning sé óheppileg miðað við línu annarra húsa við götuna, hús/hlað standi of langt út í götuna og byrgi því útsýni til beggja átta fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Ekki er gerð athugasemd við að byggt sé á lóðinni ef bygging er ofar á lóðinni.

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar og þá mun liggja fyrir greinagerð framkvæmdasviðs.
5.
730 - Deiliskipulag fiskihafnar austan Búðarár
Málsnúmer 1111006
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur með áorðnum breytingum skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
6.
730 - Deiliskipulag vöruflutningahafnar - breyting
Málsnúmer 1111042
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
7.
730-Deiliskipulag Bakkagerði 1, breyting
Málsnúmer 1111058
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
8.
730-Deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Kollaleiru, breyting
Málsnúmer 1111041
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
9.
730-Deiliskipulag Melur 1, breyting
Málsnúmer 1111034
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
10.
735 - Deiliskipulag Símonartúns, hesthúsahverfi
Málsnúmer 1103183
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
11.
735-Deiliskipulag Dalbraut 1, Eskifirði
Málsnúmer 1011197
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
12.
735-Deiliskipulag Dalur 1, íþróttasvæði og leikskóli ásamt br. á aðalskipulagi
Málsnúmer 1109006
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
13.
735-Deiliskipulag, Ljósá 1
Málsnúmer 1109225
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
14.
740 Deiliskipulagið Hof II, Norðfirði
Málsnúmer 1207032
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 18. október 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hofs II.

Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 26. október til og með 7. desember 2012. Athugsemdafrestur var til sama tíma. Engar athugasemdir bárust.

Nefndin samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti og vísar því til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
15.
735 - Deiliskipulag, Helgustaðarnáma
Málsnúmer 1111129
Í framhaldi af bréfi Skipulagsstofnunar 9. nóvember 2012 þar sem sagt er að eftir úrskurð Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012, í máli 80/2011 eru deiliskipulög þar sem meira en þrír mánuðir líða frá staðfestingu bæjarstjórnar að birtingu í B-deild Stjórnartíðinda ógild sbr. 3. mgr. 42. skipulagslaga og þarf því að auglýsa aftur.

Breytingar í samræmi við athugsemdir Fornleifaverndar ríkisins hafa verið færðar inn á uppdráttinn.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan verði auglýst aftur skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Þeir sem skiluðu inn athugasemdum þegar skipulagstillagan var auglýst síðast, þurfa ekki að skila inn athugasemdum aftur.
16.
Skólavegur 39-41, Fáskrúðsfirði og Kirkjumelur í Norðfirði, kaup á eignarhluta ríkisins.
Málsnúmer 1212073
Fjarðabyggð á í sameign með ríkissjóði Íslands skólahúsnæði á Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Ekki hefur verið rekinn grunnskóli í umræddum byggingum í allmörg ár. Um er að ræða húsnæði að Skólavegi 39-41 á Fáskrúðsfirði ásamt húsnæðinu á Kirkjumel í Norðfirði.

Nefndin samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar endalegri afgreiðslu til bæjarráðs.
17.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
Lagt fram bréf Reita, dagsett 30. október 2012, vegna ástands Fjarðabyggðarhallarinnar, ásamt úttektarskýrslu Mönduls verkfræðistofu, dagsett 21. september 2011. Jafnframt lagt fram svarbréf framkvæmdasviðs, dagsett 1. desember 2011, vegna úttektarskýrslu.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að koma með frekari gögn á næsta fund, þar sem málið verður tekið fyrir aftur.
18.
Breyting á niðurgreiðslum kr/kWst
Málsnúmer 1301016
Lögð fram til kynningar auglýsing, dagsett 28. desember 2012, vegna niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði á köldum svæðum. En niðurgreiðslur samkvæmt auglýsingu tóku gildi 1. janúar 2013. Samkvæmt auglýsingu þá dekka niðurgreiðslur 70,3 % af flutnings- og dreifikostnaði hverrar veitu.
19.
Tilmæli Samkeppniseftirlits vegna leigu húsnæðis
Málsnúmer 1212028
Lagður fram til kynningar álit Samkeppniseftirlits, dagsett 25. september 2012, vegna útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera. Einnig lagt fram bréf, með sömu dagsetningu til mennta- og menningarmálaráðuneyti, sem og bréf, dagsett 29. nóvember 2012, til sveitarfélaga. Í bréfi til sveitarfélaga fer Samkeppniseftirlitið yfir tilmæli vegna útleigu og sölu eigna.
20.
Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2008-10-02-1590
Lögð fram til umfjöllunar og ábendinga Brunnavarnaráætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar, dagsett janúar 2013. Áætlunin hefur verið send til umsagnar Mannvirkjastofnunar.

Nefndin frestar afgreiðslu þar til að umsögn Mannvirkjastofnunar liggur fyrir.
21.
Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Eskifirði
Málsnúmer 1210006
Fram lögð til kynningar staðfest viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Eskifirði, málið var áður tekið fyrir í bæjarráði á 320. fundi, þar sem því var vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
22.
Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2012
Málsnúmer 1202036
Lögð fram til kynningar fundargerð 106. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sem haldinn var símleiðis þann 12. desember sl.
23.
735 - Ferðaþjónustan á Mjóeyri, lóðamál
Málsnúmer 1301059
Lagður fram tölvupóstur frá Ferðaþjónustunni á Mjóeyri dagsettur 4. desember 2012 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð um umhirðu svæða utan lóðarmarka Ferðaþjónustunnar.

Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að gera drög að samningi vegna málsins og leggja fyrir nefndina.
24.
730 Búðargata 2 - breyting/stækkun á húsnæði
Málsnúmer 1212006
Lögð fram teikning dagsett 27. desember 2012 unnin af Verkfræðistofu Austurlands sem sýnir lóð og bílastæði fyrirhugaðs gistihúss við Búðargötu 2. Tillagan gerir ráð fyrir 22 bílastæðum á lóðinni eða eitt fyrir hvert herbergi. Átta bílastæði samsíða Nesbraut og Búðargötu eru að hluta eða öll utan lóðar. Önnur bílastæði innan lóðar eru með aðkomu í gegnum lóð Búðargötu 4.

Nefndin samþykkir uppdráttinn, en vill að lóðin verði stækkuð þannig að öll bílastæði sem þarf verði innan hennar, jafnframt að kvöð verði gerð með aðgengi að bílastæðum á lóð Búðargötu 2 í gengum lóð Búðargötu 4,sem og að spennistöð.