Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

55. fundur
18. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Starfshópur um almenningssamgöngur / Aðalmál
Málsnúmer 1101197
Lagðar fram hugmyndir af gjaldskrá vegna ?Skipulagðra samganga?, en verið er að breyta gjaldskrá þannig að hún virki á öllu Austurlandi og sé í sem mestu samræmi við gjaldskrá Strætó á landsvísu.

Nefndin felur sviðinu að vinna málið áfram og tekur fram að kynna skuli allar breytingar vel, hvort sem það eru almennur akstur eða íþróttaakstur.
2.
Skilgreind hundasvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1004150
Lagðar fram athugasemdir vegna skilgreinda hundasvæða í Fjarðabyggð er varða aðgengi að skilgreindu hundasvæði og staðsetningu á Norðfirði, dagsett 14. maí 2012 og um að skilgreint hundasvæði takmarki reiðleiðir á Fáskrúðsfirði dagsett 18. maí 2012. Þá er einnig lögð fram umsögn framkvæmdasviðs við athugasemdum dagsett 16. janúar 2013. Málið var áður tekið fyrir á 40. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.

Nefndin samþykkir að aðgengi gangandi vegfarenda að skilgreindu hundasvæði á Norðfirði verði bætt en telur jafnframt að skilgreint hundasvæði á Fáskrúðsfirði takmarki ekki reiðleiðir á svæðinu. Málinu vísað til endanlegrar staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Myglusveppir í íbúðahúsum
Málsnúmer 1212069
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dagsett 17. desember 2012, vegna myglusveppa í íbúðahúsi að Melbrún 7, en þar var búið að tilkynna byggingafulltrúa um vandmálið og biðja um úttekt. Einnig er grunur um að rakaskemmdir / myglusveppur sé líka í öðrum eigum á Breiðamel, við Melbrekku og Melbrún. Jafnframt eru lögð fram bréf byggingaraðila ÍAV til íbúa á Breiðamel, dagsett 5. nóvember og 3. desember 2012, þar sem byggingaraðili fer yfir rannsóknir sýnar á vandamálinu og upplýsir íbúa um bráðbirgða niðurstöður þeirra.

Nefndin felur mannvirkjastjóra og byggingarfulltrúa að bjóða íbúum á Breiðamel upp á fund, þar sem fólk gæti komið áframfæri sínum áhyggjum við bæjaryfirvöld.
4.
740 Blómsturvellir 41 - Hlaða
Málsnúmer 1205104
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 17. janúar 2013, vegna umsóknar um að fá að breyta húsnæðinu að Blómsturvöllum 41 í íbúðarhúsnæði. Málið var grenndarkynnt og er henni lokið, athugasemdir bárust frá þremur aðilum.

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur mannvirkjastjóra að ræða við lóðarhafa.
5.
Ósk um leyfi til að hafa kindur í húsum við Fagradalsbraut 4
Málsnúmer 1301194
Framlagt bréf Guðgeirs Einarssonar, dagsett 15. Janúar 2013, þar sem óskað er eftir að leyfi til að hafa kindur í húsum bréfritara að Fagradalsbraut 4.

Nefndin tekur vel í erindið enda gerir tillaga að deiliskipulagi Kolls ráð fyrir blönduðu búfjarhaldi á svæðinu.
6.
755 - Deiliskipulag hafnarsvæðis á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1301223
Lagðar fram tillögur að frágangi hafnarsvæðisins á Stöðvarfirði. Tillögurnar eru unnar af Landmótun sf.

Nefndinni lýst vel á framlagðar tillögur og samþykkir að láta deiliskipuleggja svæðið í samræmi við þær.
7.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Lögð fram tillaga að frágangi smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði unnin af Landmótun sf. ásamt gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Nefndin lýst vel á framlagðar tillögu og samþykkir að láta deiliskipuleggja svæðið í samræmi við hana.
8.
735 - Ferðaþjónustan á Mjóeyri, lóðamál
Málsnúmer 1301059
Lagður fram tölvupóstur frá Ferðaþjónustunni á Mjóeyri dagsettur 4. desember 2012 þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð um umhirðu svæða utan lóðarmarka Ferðaþjónustunnar. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Lögð fram drög að samkomulagi um afnot og umhirðu svæða utan lóða Strandgötu 120 og 122 á Mjóeyri.

Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en vísar honum til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Fjarðabyggðarhöll
Málsnúmer 2008-09-11-1450
Lagt fram uppkast af bréfi, stílað á Reiti Fasteignarfélag ehf. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar og þeirra lekavandamála sem eru í húsnæðinu. Bréfið er svarbréf Fjarðabyggðar vegna bréfs Reita, dagsett 30. október sl., vegna sama efnis.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að undirrita bréfið og senda Reitum það.

Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 18. janúar 2013, vegna stofnkostnaðar við tengingu á gólfhitakerfi Fjarðabyggðarhallarinnar. Áætlaður kostnaður við tengingu kerfisins er 6,3 mkr. Umrædd framkvæmd er ekki inn á framkvæmdaráætlun sveitarfélagsins. Gólfhitaslaufur eru ekki undir því svæði þar sem mesta hálkan í húsinu hefur verið, en þó eru líkur á því að það myndi samt duga til þess að halda öllu gólfinu frostlausu. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við kyndingu, en ljóst að hann er nokkur þar sem þak hússins er ekki einangrað og gaflar opnir.

Nefndin vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði - standsetning
Málsnúmer 1210122
Lagt fram til umfjöllunar drög að afsali/samningi á gamla barnaskólanum á Eskifirði til Veraldravina. Málið var áður til umfjöllunar á 50. fundi nefndarinnar. Afsalið er sett upp í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um ?styrki í tengslum við atvinnuuppbygginu vegna endurgerðar gamalla húsa og fasteigna í eigu Fjarðabyggðar?.

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umræðu og afgreiðslu bæjarráð. Nefndin leggur áherslu á að breytt notkun á húsnæðinu verði grenndarkynnt, þegar hún liggur fyrir.
11.
Mengun neysluvatns á Eskifirði
Málsnúmer 1211098
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 17. janúar 2013, vegna málefna Vatnsveitu Fjarðabyggðar, Eskifirði. Á 317. fundi bæjarráðs og á 51. fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar, sem báðir voru haldnir þann 19. nóv. sl., var óskað eftir greinagerð um sýnatökur og verkferla hjá Vatnsveitu Fjarðabyggðar.

Forsaga málsins er að þann 15. nóvember sl. kom upp mengun í neysluvatni í Vatnsveitu Fjarðabyggðar, Eskifirði, en tilkynning þess efnis barst sveitarfélaginu klukkan 9:45 frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Ákveðið var að bera út tilkynningu í öll heimahús og að setja hana einnig á heimasíðuna, búið var að bera út bréfið í öll hús fyrir klukkan 14:00 sama dag. Það þótti tryggari leið til að ná til allra íbúa frekar en að auglýsa í fjölmiðlum

HAUST sendi tilkynningu til MAST, smitsjúkdómalæknis á Austurlandi, yfirlæknis á HSA Eskifirði o.fl.. Sveitarfélagið hafði símasamband við allmargar stofnanir og fyrirtæki, leikskóla, grunnskóla, heilsugæslustöð, matvælafyrirtæki o.fl. Í ljós kom að skýra þurfti verkaskiptingu milli HAUST og sveitarfélagsins varðandi úthringi lista og hefur það verið gert.

Yfirfarinn hafa verið samskipti við fjölmiðla og ákveðið að gefin verði út sameiginleg yfirlýsing þegar svona mál koma upp.

Vegna óvissu með vatnsgæði á Eskifirði, hefur verið ákveðið að fjölga sýnatökum þar um helming og taka átta sýni á ári, þar til frekari hreinsun verður við komið. En samkvæmt reglugerð skal taka fjögur sýni á ári. Rætt var um hvort að taka ætti sýni í pörum, en fallið var frá því, þar sem reynsla við sýnatöku er góð og sýni eru ekki að spillast við töku, eins og sést í samanburði við aðrar veitur í Fjarðabyggð.

Niðurstaða yfirferðar framkvæmdasviðs og Heilbrigðiseftirlits er að neysluvatnið á Eskifirði er viðkvæmt, enda eru brunnar allmargir á tveim svæðum ofan byggðar. Til að tryggja neysluvatnsgæði er nauðsynlegt að fara í framkvæmdir og er lagt til að farið verður í geislun vatns og að þeirri framkvæmd verði hraðað eins og hægt er.

Áætlaður kostnaður við þá framkvæmd er 7,7 mkr. Umrædd framkvæmd er ekki inn á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins.

Nefndin vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs þar sem umrædd framkvæmd rúmast ekki innan fjárheimilda veitunnar.
12.
Forkaupslisti Fjarðabyggðar 2013
Málsnúmer 1301230
Lagður fram tölupóstur frá Stefáni Má, dagsettur 18. janúar 2012, vegna forkaupslista Fjarðabyggðar.

Nefndin samþykkir að Mýragötu 2 verði bætt inn á forkaupslista Fjarðabyggðar.
13.
Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað Fjarðabyggðar í Þernunesi
Málsnúmer 1003112
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs, dagsett 18. janúar 2013, vegna kröfu um söfnun hauggas, ásamt viðmiðum og túlkun á niðurstöðum.

Þann 20. júní 2012 barst sveitarfélaginu svar frá umhverfisráðuneytinu vegna umsóknar sveitarfélagsins, dagsett 14. júlí 2011, um undanþágu á gassöfnunarákvæði í starfsleyfi urðunarstaðarins að Þernunesi í Reyðarfirði.

Í svarbréfi ráðuneytisins er tekið jákvætt í veitingu á undanþágu en tekur fram að það hafi jafnframt falið Umhverfisstofnun að útbúa viðmið og leiðbeiningar um hvenær gasmyndun er það lítil að ekki sé tæknilega gerlegt að safna gasinu saman.

Einnig tilkynnir ráðuneytið að sveitarfélagið skuli tilkynna ákvörðun sína fyrir 15. febrúar n.k., þ.e. hvort gert sé ráð fyrir áframhaldandi móttöku á lífrænum úrgangi á urðunarstaðnum. Sé niðurstaða sveitarfélagsins sú að haldið verði áfram að urða lífrænan úrgang skuli það skila inn framkvæmdaáætlun um hvernig verði staðið að söfnun á hauggasi á urðunarstaðnum eftir 16.júlí 2013.

Niðurstaða líkansins sýnir að hauggasmyndun í Þernunesi verði mest 0,07 Gg árin 2009-2012 og að sú tala muni ekki hækka miðað við óbreytt magn til urðunar. Niðurstaðan er því sú að tæknilega er ekki hægt að safna saman hauggasi á urðunarstaðnum á Þernunesi og í raun ekki gerð krafa um það þar sem magnið fer aðeins upp í 0,07 Gg.

Í ljósi þess leggur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að sveitarfélagið tilkynni umhverfisráðuneyti þá ákvörðun að haldið verði áfram að taka á móti lífrænum úrgangi á urðunarstaðnum eftir 16. júlí 2013. En að jafnframt verði skoðaðar leiðir til að draga úr urðun lífræns úrgangs, t.d. með því að hvetja enn frekar til heimajarðgerðar. Einnig að sveitarfélagið muni skoða við næsta útboð málaflokksins, árið 2015, hvort að gerð verði krafa um söfnun á lífrænum úrgangi þá, en núverandi samningur við verktaka rennur út í 31. desember 2015.
14.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 15. janúar 2013, með beiðni um umsögn um fyrirhugað 10.000 tonna laxeldi Laxa fiskeldis ehf. í sjókvíum í Reyðarfirði. Einnig lögð fram greinagerða Laxa með umsókninni. Jafnframt er lögð fram umsögn, dagsett 18. ágúst 2013, mannvirkjastjóra og hafnarstjóra um sama mál.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
15.
Viðbragðsáætlun Skíðasvæðisins Oddsskarðs
Málsnúmer 1205144
Lögð fram áætlun um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Áætlunin hefur verið unnin í samkvæmt reglugerð 636/2009 um hættumat vegna snjóflóða á skíðasvæðum, en í 14. grein reglugerðarinnar er rekstraraðila gert skylt að vinna áætlun um eftirlit, viðbúnað og aðgerðir vegna snjóflóðahættu og skal hún fá samþykki viðkomandi sveitarstjórnar að fengnu áliti Veðurstofu Íslands. Endurskoða skal áætlunina á fimm ára fresti eða oftar að gefnu tilefni. Veðurstofa Íslands hefur fengið áætlunina til yfirlestrar og hefur verið tekið tillit til ábendinga þeirra um ýmis atriði.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
16.
Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands árið 2013
Málsnúmer 1301094
Lögð fram til kynningar fundargerð 107. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sem haldinn var símleiðis þann 14. janúar sl.
17.
Fyrirkomulag á refa- og minkaveiðum
Málsnúmer 1208083
Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar vinnuhóps SSA um refa- og minkaveiðar 2012. En fundurinn var haldinn þriðjudaginn 18. desember sl. á skrifstofu Fljótsdalshéraðs.
18.
Náttúruvernd(heildarlög)til umsagnar
Málsnúmer 1301219
Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 17. janúar 2013, með beiðni um umsögn um framvarp til laga um náttúravernd (heildarlög), 429. mál. Óskað er eftir að umsögnum sé skilað fyrir 8. febrúar nk..

Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
19.
Gjaldskrár Rafveitu Reyðarfjarðar 2013
Málsnúmer 1209046
Lögð fram breytt sölugjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar, en Alþingi breytti lögum um umhverfis- og auðlindaskatt, þann 28. desember sl., eftir að bæjarstjórn staðfesti gjaldskrábreytinguna. Skatturinn á hverja kWh er breytt úr 0,12 kr. í 0,126 kr., gert er ráð fyrir að skatturinn falli niður 31. desember 2015.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við gjaldskránna og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
20.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskildu
Málsnúmer 1301238
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 16. janúar 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á matsskyldu vegna stækkunar Norðfjarðarhafnar.

Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og vísar henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórnar.