Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

56. fundur
12. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá Skipulagðra samgangna 2013
Málsnúmer 1209059
Lögð fram tillaga, dagsett 9. febrúar 2013, að samræmdri gjaldskrá fyrir Skipulagðar samgöngur í Fjarðabyggð og Austurland allt. Drög að nýrri gjaldskrá voru lögð fram til kynningar og umræðu hjá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þann 18.janúar sl. og síðan hjá bæjarráði þann 28. janúar. Síðan hefur tillagan verið útfærð frekar, m.a. hafa verið sett fram afsláttarkjör einstakra hópa eins og rætt var um. Markmiðið með þessari tillögu er að hún virki fyrir allt Austurland bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Einnig að tillagan samræmist að hluta til gjaldskrám almenningssamgangna á landsvísu.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fyrir sitt leyti framlagða tillögu og vísar henni til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.

Stefán Már bókar að hann er ekki hlynntur tillögu að gjaldskrá þar sem hann telur að Fjarðabyggð eigi að vera eitt gjaldsvæði.
2.
Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða - Hólmanes
Málsnúmer 1208094
Lagt fram bréf til kynningar, dagsett, 25. janúar 2013, undirritað af Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Bréfið er vegna 5 mkr. styrks sem Fjarðabyggð var úthlutað úr Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í verkefnið " Hólmanes friðland og fólkvangur milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar".
3.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða - 2013
Málsnúmer 1302010
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 1. febrúar sl., vegna næstu úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En umsóknarfrestur í næstu úthlutun er til 1. mars nk.

Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til uppbyggingar fyrsta áfanga Helgustaðarnámu, en ljóst er að hraða verður uppbyggingu ferðamannastaða í sveitarfélaginu. Nú þegar liggur fyrir að tvö skemmtiferðaskip munu koma í sumar og hafa fimm nú þegar staðfest komu sína sumarið 2014 og fleiri eru í farvatninu.
4.
Umsóknir um styrki til samgönguleiða 2013
Málsnúmer 1301302
Lagt fram minnisblað, dagsett 6. febrúar 2013, vegna umsóknar um styrki til samgönguleiða 2013. Nefndin leggur til að sótt verði um framlag til eftirfarandi framkvæmda.

1. Skógræktarsvæðin í Neskaupstað.
2. Seldalsvegur í Norðfirði.
3. Fannardalsvegur í Norðfirði.
4. Skógræktarsvæðin í Eskifirði.
5. Skógræktarsvæðin á Reyðarfirði.
6. Nýgræðingur-Skógræktarsvæðin á Stöðvarfirði.
7. Gönguleiðir um Kirkjuból í Fáskrúðsfirði.

Jafnframt mun nefndin skoða málið betur og taka það upp seinna verði vilji til þess.
5.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Á fundi 22. janúar sl. fjallaði hafnarstjórn um tillögu að umhverfisfrágangi við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði og samþykkti teikningarnar fyrir sitt leyti og vísaði þeim til kynningar í eigna-, skipulags-og umhverfisnefnd og atvinnu- og menninganefnd.
6.
735 - Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði
Málsnúmer 1208085
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði, skipulagsuppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla dags. 6. desember 2012 br. 12. febrúar 2013 með þeim breytingum sem fram koma á þeim gögnum og í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. febrúar 2013. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
730 Nesbraut 5 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1302045
Lögð fram umsókn frá Eimskipafélagi Íslands ehf. sem sækir um leyfi til að byggja flutningamiðstöð að stærð 667,5 m2 og 4290,3 m3, við Nesbraut 5 á Reyðarfirði. Teikningar eru frá Verkfræðistofu Suðurlands ehf - aðalhönnuður Anna B. Hansen.

Nefndin tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
8.
740 Blómsturvellir 41 - Hlaða
Málsnúmer 1205104
Málið var áður á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar, þar sem mannvirkjastjóra var falið að ræða við lóðarhafa. Mannvirkjastjóri gerði nefndinni grein fyrir fundi sem haldinn var með lóðahafa.

Nefndin samþykkir að notkun lóðarinnar verði breytt og að lóðarhafi geti breytt húsnæðinu í íbúðarhús.

Gunnar Karlsson er á móti og leggur til að sveitarfélagið kaupi upp eignina til niðurrifs.
9.
750 Skólavegur 88a - vatnsflóð um lóð
Málsnúmer 1302017
Lagt fram bréf Smára Júlíussonar dagsett 28. janúar 2013 vegna vatnselgs á lóð hans að Skólavegi 88a á Fáskrúðsfirði. Bréfritari telur að vatnselgurinn sé til kominn vegna framkvæmda Fjarðabyggðar við Skólamiðstöðina á Fáskrúðsfirði.

Nefndin hefur unnið eftir þeirri reglu að ef um yfirborðsvatn er um að ræða, þá sé því veitt frá, en sé um jarðvatn að ræða þá sé það lóðarhafa að drena sína lóð, nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara bréfritara.
10.
Aðkeyrsla frá Búðarvegi að Skólavegi 91
Málsnúmer 1301121
Lagt fram bréf dags. 10 janúar 2013 frá Ólafi Reynissyni, Guðna Gestssyni og Júlíu Guðnadóttur Hjelm íbúum Skólavegs 91 á Fáskrúðsfirði þar sem óskað er eftir að skoðað verði hvað hægt sé að gera til að lagfæra vandamál vegna aðkeyrslu frá Búðavegi að bílastæði og bílskúr sem tilheyrir Skólavegi 91.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að skoða færslu á snjósöfnunarsvæði, þannig það sé innar við Búðaveg.
11.
Leigusamningur vegna urðunar í landi Þernunes - viðauki
Málsnúmer 1201003
Lagður fram til umræðu og afgreiðslu viðauki um samning vegna urðunarstaðarins í Þernunesi.

Nefndin samþykkir samningin fyrir sitt leyti og vísar honum til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
12.
Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað Fjarðabyggðar í Þernunesi
Málsnúmer 1003112
Á fundi bæjarstjórnar, þann 7. febrúar 2013, var samþykkt eftirfarandi bókun forseta bæjarstjórnar,

"Bæjarstjórn hvetur eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til þess að mynda heildstæða stefnu í sorphirðu, urðun og endurvinnslumálum fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð með hag íbúa og umhverfismála að leiðarljósi. Brýnt er að efla enn frekar vitund íbúa og fyrirtækja í endurvinnslu enda leiðir slíkt til hagsbóta fyrir alla og minnkun í urðun sorps er mikið hagsmunamál inn í framtíðina."

Nefndin felur umhverfisfulltrúa að taka saman greinagerð, um núverandi stefnu í sorpmálum í Fjarðabyggð og leggja fram fyrir nefndina.
13.
Gróðusetning til að jafna út gróðurhúsaáhrif
Málsnúmer 1210132
Gróðursetning norðan álversins í Reyðarfirði, frá Illukeldu að Sómastöðum.

Nefndin samþykkir að Skógræktarfélagi Reyðarfjarðar, í samvinnu við Fjarðaál verði heimilað að planta trjágróðri í umrætt svæði.
14.
Útbreiðsla ágengra tegunda í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1111077
Lögð fram tillaga, dagsett 21. janúar 2013, um samstarf við Náttúrustofu Austurlands um að stemma stigu við útbreiðslu ágengra plöntutegunda.

Nefndin felur mannvirkjastjóra að semja við Náttúrustofu Austurlands og leggja samning fyrir nefndina.
15.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2013
Málsnúmer 1301220
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Náttúrustofu Austurlands frá 22.ágúst 2012 og 4.janúar 2013.

Nefndin vísar fundargerðum til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs, þar sem óskað er eftir auknu fjármagni frá sveitarfélögum.
16.
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2013
Málsnúmer 1302050
Lagt fram fundarboð á Aðalfund Samtaka atvinnulífsins sem haldin verður miðvikudaginn 6. mars 2013.

Nefndin vísar málinu til bæjarráðs.
17.
Náttúruvernd(heildarlög)til umsagnar
Málsnúmer 1301219
Málið var áður tekið fyrir á 55. fundi nefndarinnar. Nefndinni hefur borist umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
18.
Til umsagnar frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.
Málsnúmer 1302061
Nefndinni hefur borist umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
19.
Til umsagnar frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál.
Málsnúmer 1302062
Nefndinni hefur borist umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
20.
Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál.
Málsnúmer 1302046
Nefndinni hefur borist umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin tekur undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.
21.
Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál.
Málsnúmer 1302021
Nefndin fagnar þessari tillögu, en gerir þá kröfu að fjármagn til uppbyggingar Hornafjarðarflugvallar verði ekki tekið af öðrum flugvöllum á landsbyggðinni.