Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
57. fundur
25. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Endurvinnsla og úrgangsmál í Fjarðabyggð 2013
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dagsett 14. febrúar 2012, vegna úrgangsmagns í Fjarðabyggð árið 2012 ásamt skýrslu frá Íslenska gámafélaginu ehf. sama efnis. Jafnframt er lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa, dagsett 14. febrúar 2013, um aukna flokkun í sveitarfélagnu.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði að vinna samkvæmt meðfylgjandi áætlun sem fyrst, þannig að þessari þróun í flokkun verði snúið við sem allra fyrst. En í heldina hefur hlutfall úrgangs grænu tunnunnar í Fjarðabyggð dregist saman um 2%, var 16% árið 2011 en 14 % árið 2012.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði að vinna samkvæmt meðfylgjandi áætlun sem fyrst, þannig að þessari þróun í flokkun verði snúið við sem allra fyrst. En í heldina hefur hlutfall úrgangs grænu tunnunnar í Fjarðabyggð dregist saman um 2%, var 16% árið 2011 en 14 % árið 2012.
2.
Vorbæklingur 2013
Lögð fram tillaga framkvææmdasviðs, dagsett 21. febrúar 2013, um uppsetningu á vorbækilninig sviðsins 2013.
Nefndin óskar eftir því að í bæklingnum verði einnig fjallað um umhverfisviðurkenningar fyrir fyrirtæki. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við efni Vorbæklings 2013.
Nefndin óskar eftir því að í bæklingnum verði einnig fjallað um umhverfisviðurkenningar fyrir fyrirtæki. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við efni Vorbæklings 2013.
3.
Starfshópur um almenningssamgöngur / Aðalmál
Framkvæmdastjórn SSA samþykkti í desember 2012 að auglýsa eftir tillögum að merki (logo) og nafni fyrir almenningssamgöngukerfi á Austurlandi. Starfshópur á vegum allra sveitarfélaga á Austurlandi skipaði dómnefnd sem valdi úr innsendum tillögum. Dómnefndin hefur lokið störfum sínum og valið tillögu að merki (logo) og nafni fyrir almenningssamgöngurnar á Austurlandi. Vinningstillagan er hér með lögð fram kynningar og staðfestingar.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að nota þessar tillögur fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að nota þessar tillögur fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi.
4.
Myglusveppir í íbúðahúsum
Lagt fram til kynningar svarbréf mannvirkjastofnuar, dagsett 14. febrúar 2013, vegna bréf byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar varðandi myglusveppi í íbúðarhúsnæðum á Reyðarfirði. Einnig lögð fram úttektarskýrsla, dagsett desember 2012, sem unnin var fyrir ÍAV hf. af starfsmönnum fyrirtækisins.
5.
Mæling á lóð við Hafnarbraut 22
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 7. maí 2012, frá Tónspil ehf., þar sem farið er fram á að skoðað verði misræmi í lóðamörkum Hafnarbrautar 22 og 24. Einnig lagt fram minnisblað frá Sókn lögmannsstofu, dagsett 21. febrúar 2013, vegna lóðarleigusamninga almennt.
Nefndin felur sviðinu að hefja deiliskipulagsgerð miðbæjarsvæðis á Norðfirði, þar sem farið verður yfir lóðarmörk allra lóða á svæðinu í því ferli. Skipulagssvæðið er neðan Melagötu að sundlaugarlóð og Safnahúsi í austri og neðan Miðstrætis.
Nefndin felur sviðinu að hefja deiliskipulagsgerð miðbæjarsvæðis á Norðfirði, þar sem farið verður yfir lóðarmörk allra lóða á svæðinu í því ferli. Skipulagssvæðið er neðan Melagötu að sundlaugarlóð og Safnahúsi í austri og neðan Miðstrætis.
6.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Stöðvarfjörð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Stöðvarfirði. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
7.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskyldu
Lögð fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 13. febrúar 2013 vegna ákvörðunar um matskyldu. Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að stækkun Norðfjarðarhafnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
8.
755 - Beiðni um framlengingu á húsaleigu
Lagður fram tölvupóstur, dagsetttur 21. febrúar 2013, frá Rósu Valtingojer verkefnastjóra Sköpunarmiðstöðvarinnar svf. Þar fer hún fram á framlengingu á húsaleigusamningi um íbúðarhúsnæði að leynimel 11, 755 Stöðvarfirði. Óskar hún eftir því að sá samningur verði byggður á sömu kjörum og eldri samningur.
Nefndin hefur ekki heimild til að fella niður leigu umfram það sem samþykkt er í reglum um leiguíbúðir Fjarðabyggðar til íþróttafélaga og félagasamtaka. Nefndin vísar erindinu þar af leiðandi til bæjarráðs.
Nefndin hefur ekki heimild til að fella niður leigu umfram það sem samþykkt er í reglum um leiguíbúðir Fjarðabyggðar til íþróttafélaga og félagasamtaka. Nefndin vísar erindinu þar af leiðandi til bæjarráðs.
9.
Ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð - næstu skref
Lagt fram til kynningar bréf mannvirkjastjóra, dagsett 20. febrúar sl., til Ofanflóðasjóðs vegna næstu verkefna sjóðsins í Fjarðabyggð. Fyrir liggur að fara verður í frumathuganir næstu varna á Norðfirði og að hanna verður krapa- og aurflóðavarnir á Eskfirði.
10.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 37
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.