Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

57. fundur
25. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Endurvinnsla og úrgangsmál í Fjarðabyggð 2013
Málsnúmer 1302103
Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa, dagsett 14. febrúar 2012, vegna úrgangsmagns í Fjarðabyggð árið 2012 ásamt skýrslu frá Íslenska gámafélaginu ehf. sama efnis. Jafnframt er lögð fram áætlun umhverfisfulltrúa, dagsett 14. febrúar 2013, um aukna flokkun í sveitarfélagnu.

Nefndin leggur áherslu á að farið verði að vinna samkvæmt meðfylgjandi áætlun sem fyrst, þannig að þessari þróun í flokkun verði snúið við sem allra fyrst. En í heldina hefur hlutfall úrgangs grænu tunnunnar í Fjarðabyggð dregist saman um 2%, var 16% árið 2011 en 14 % árið 2012.
2.
Vorbæklingur 2013
Málsnúmer 1302141
Lögð fram tillaga framkvææmdasviðs, dagsett 21. febrúar 2013, um uppsetningu á vorbækilninig sviðsins 2013.

Nefndin óskar eftir því að í bæklingnum verði einnig fjallað um umhverfisviðurkenningar fyrir fyrirtæki. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við efni Vorbæklings 2013.
3.
Starfshópur um almenningssamgöngur / Aðalmál
Málsnúmer 1101197
Framkvæmdastjórn SSA samþykkti í desember 2012 að auglýsa eftir tillögum að merki (logo) og nafni fyrir almenningssamgöngukerfi á Austurlandi. Starfshópur á vegum allra sveitarfélaga á Austurlandi skipaði dómnefnd sem valdi úr innsendum tillögum. Dómnefndin hefur lokið störfum sínum og valið tillögu að merki (logo) og nafni fyrir almenningssamgöngurnar á Austurlandi. Vinningstillagan er hér með lögð fram kynningar og staðfestingar.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að nota þessar tillögur fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi.
4.
Myglusveppir í íbúðahúsum
Málsnúmer 1212069
Lagt fram til kynningar svarbréf mannvirkjastofnuar, dagsett 14. febrúar 2013, vegna bréf byggingarfulltrúa Fjarðabyggðar varðandi myglusveppi í íbúðarhúsnæðum á Reyðarfirði. Einnig lögð fram úttektarskýrsla, dagsett desember 2012, sem unnin var fyrir ÍAV hf. af starfsmönnum fyrirtækisins.
5.
Mæling á lóð við Hafnarbraut 22
Málsnúmer 1205035
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 7. maí 2012, frá Tónspil ehf., þar sem farið er fram á að skoðað verði misræmi í lóðamörkum Hafnarbrautar 22 og 24. Einnig lagt fram minnisblað frá Sókn lögmannsstofu, dagsett 21. febrúar 2013, vegna lóðarleigusamninga almennt.

Nefndin felur sviðinu að hefja deiliskipulagsgerð miðbæjarsvæðis á Norðfirði, þar sem farið verður yfir lóðarmörk allra lóða á svæðinu í því ferli. Skipulagssvæðið er neðan Melagötu að sundlaugarlóð og Safnahúsi í austri og neðan Miðstrætis.
6.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1302123
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdrætti fyrir Stöðvarfjörð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina á Stöðvarfirði. Jafnframt samþykkir nefndin fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga.

Nefndin vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
7.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskyldu
Málsnúmer 1301238
Lögð fram til kynningar niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 13. febrúar 2013 vegna ákvörðunar um matskyldu. Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að stækkun Norðfjarðarhafnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
8.
755 - Beiðni um framlengingu á húsaleigu
Málsnúmer 1302151
Lagður fram tölvupóstur, dagsetttur 21. febrúar 2013, frá Rósu Valtingojer verkefnastjóra Sköpunarmiðstöðvarinnar svf. Þar fer hún fram á framlengingu á húsaleigusamningi um íbúðarhúsnæði að leynimel 11, 755 Stöðvarfirði. Óskar hún eftir því að sá samningur verði byggður á sömu kjörum og eldri samningur.

Nefndin hefur ekki heimild til að fella niður leigu umfram það sem samþykkt er í reglum um leiguíbúðir Fjarðabyggðar til íþróttafélaga og félagasamtaka. Nefndin vísar erindinu þar af leiðandi til bæjarráðs.
9.
Ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð - næstu skref
Málsnúmer 1302105
Lagt fram til kynningar bréf mannvirkjastjóra, dagsett 20. febrúar sl., til Ofanflóðasjóðs vegna næstu verkefna sjóðsins í Fjarðabyggð. Fyrir liggur að fara verður í frumathuganir næstu varna á Norðfirði og að hanna verður krapa- og aurflóðavarnir á Eskfirði.
10.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 37
Málsnúmer 1302003F
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.