Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

59. fundur
25. mars 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Ósk um eyðingu refa í Fólkvangi Neskaupstaðar
Málsnúmer 1303113
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 15. mars 2013, frá Sigurði Kára Jónssyni Zoëga Þar sem hann óskar eftir því að fá að veiða refi í Fólkvanginum í Neskaupstað. Jafnframt er lögð fram umsögn Náttúrustofu Austurlands dagsettur 25. mars vegna sama máls.

Nefndin hafnar erindinu þar sem stuttur tími er fram að varpi fugla á svæðinu og ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda dýra og eða grena á svæðinu. Nefndin óskar eftir að fá frekari upplýsingar um málið frá umhverfisfulltrúa þannig að hægt sé að móta stefnu um veiðar í fólkvöngum/friðlöndum í Fjarðabyggð.
2.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
Vísað til umsagnar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá hafnarstjórn 19. mars 2013 þar sem ný drög að umhvefisfrágangi á hafnarsvæðinu á Stöðvarfirði voru kynnt. Helstu breytigar eru þær að ekki er sýndur hugsanlegur framtíðarvegur austan við Bankastræti, Bankastræti 1 verður Bólsvör 7 og ný lóð sem myndast milli Bólsvarar 3 og 7 verður Bólsvör 5.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.
3.
755 - Br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna hafnarframkvæmda á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1302123
Framlagður uppdráttur dags. 13. mars 2013, unninn af Alta ehf vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Stöðvarfjörð. Breytingin er til komin vegna fyrirhugaðrar stækkunar iðnaðar og hafnarsvæðis H1/I2 inn á reit O2, opið svæði til sérstakra nota.

Nefndin samþykkir uppdráttinn fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar í auglýsingu. Kynningarfundur verði haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2013 í Grunnskóla Stöðvarfjarðar, klukkan 19:30.
4.
755 - Deiliskipulag hafnarsvæðis á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1301223
Lögð fram til kynningar og yfirferðar drög, unnin af Landmótun sf að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Stöðvarfirði dags. 22. mars 2013.

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að setja inn lóðir fyrir smáhýsi á reit O2 í samræmi við aðalskipulagið.

Kynningarfundur verði haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2013 í Grunnskóla Stöðvarfjarðar, klukkan 19:30.
5.
730 - Deiliskipulag, Skotíþróttafélagið Dreki.
Málsnúmer 1109100
Lögð fram tillaga framkvæmdasviðs að svæði fyrir Skotíþróttafélagið Dreka að Haga utan Ljósár og norðan Bjarga. Skotíþróttafélagið Dreki hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti.

Nefndinni líst vel á framlagða tillögu en hefði viljað sjá meiri samlegð með aðstöðu milli skotíþróttafélagsins og vélhjólaklúbbsins og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
6.
740 Deiliskipulagið Hof II, Norðfirði
Málsnúmer 1207032
Framlagður endurbættur deiliskipulagsuppdráttur Hofs II vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti endurbætt deiliskipulag Hofs II, skipulagsuppdráttur með greinargerð dags. 14 mars 2013 þar sem fram kemur að skipulagið er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt öðrum smávægilegum breytingum. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
Stafrænar landupplýsingar Landmælinga Íslands verða gjaldfrjálsar
Málsnúmer 1303107
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. mars 2013 frá Landmælingum Íslands þar sem fram kemur að stafrænar landupplýsingar Landmælinga Íslands verða framvegis gjaldfrjálsar.
8.
Almannavarnarnefnd - fundur 20.nóvember 2012
Málsnúmer 1303052
Lögð fram til kynningar fundargerð almannavarnarnefndar frá 20. nóvember 2012.
9.
Ofanflóðavarnir í Fjarðabyggð - næstu skref
Málsnúmer 1302105
Lagt fram til kynningar bréf frá Ofanflóðasjóð dags. 7. mars 2013.
10.
Rekstur Egilsbúðar
Málsnúmer 1012090
Lögð fram drög að yfirlýsingu um endurnýjun á samningi um rekstur félagsheimilisins Egilsbúðar.

Nefndin samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
11.
Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál.
Málsnúmer 1303080
Kynnt erindi dags. 14. mars 2013 um frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu.