Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

60. fundur
8. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Ingibjörg Þórðardóttir Varamaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Jóhann Eðvald Benediktsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Jóhann Eðvald Benediktsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Málsnúmer 0904014
Lögð fram umferðaröryggisúttekt á Nesgötu vegna fyrirhugaðs leikskóla dagsett 3. apríl 2013. Úttektin var unnin af Herði Bjarnasyni vega- og umferðarverkfræðing hjá verkfræðistofunni Mannvit.

Nefndin vísar úttektinni til umræðu í bæjarráði og óskar jafnframt eftir umsögn bæjarráðs og fræðslunefndar fyrir næsta fund sem verður haldinn 22. apríl nk..
2.
755 - Deiliskipulag hafnarsvæðis á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1301223
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Stöðvarfirði unnin af Landmótun sf.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Stöðvarfirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 2. apríl 2013 og nær til svæðis neðan Fjarðarbrautar milli Fjarðabrautar 17 og 50 og felur meðal annars í sér að gert er ráð fyrir lóðum undir smáhýsi, bátaskýli, svæði fyrir smábáta, aðstöðuhúsi við smábátahöfn, göngustígum og áningastöðum ásamt torgi/bílastæðum ofl. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
3.
Norðfjarðargöng - umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1303010
Vegagerðin hefur í umsókn dagsettri 28. febrúar 2013 óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna Norðfjarðarganga skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Fyrirhugað er að byggja 7,9 km löng jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar ásamt 7,3 km löngum vegtenginum. Þá er einnig sótt um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu brúar yfir Norðfjarðará sem byggð verður á þessu ári og brúar á Eskifjarðará sem áætlað er að byggja á næsta ári. Vegagerðin hefur sótt um leyfi til Fiskistofu vegna efnistöku úr Norðfjarðará ásamt leyfi vegna brúargerðar á Norðfjarðará og Eskifjarðará.

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 og deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði, sem nú bíður staðfestingar. Mat á umhverfisáhrifum fór fram árið 2009.


Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gefa út fjögur framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra Norðfjarðaganga ásamt vegagerð, brú yfir Norðfjarðará, brú yfir Eskifjarðará og efnistöku í Norðfjarðará. Felur nefndin skipulagsfulltrúa að gefa út leyfin.
4.
Ósk um endurnýjun á lóðaleigu að Strandgötu 7, 730
Málsnúmer 1303116
Lagt fram bréf, teikningar og greinargerð dagsett 20. mars 2013 frá Sigurði Bjarnasyni vegna óskar um endurnýjun á lóðarleigusamning að Strandgötu 7 á Reyðarfirði.

Nefndin felur mannvirkjastjóra og bæjarstjóra að ræða við lóðarhafa í ljósi umræðu á fundinum.
5.
Stuðlar - framkvæmdir Landsnets
Málsnúmer 1303118
Lagðar fram ódagsettar teikningar frá Verkís vegna fyrirhugaðrar stækkunar spennivirkis Landsnets við Stuðla í Reyðarfirði.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027

Nefndin samþykkir fyrirhugaða stækkun fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6.
Vegahald í Mjóafirði
Málsnúmer 1301261
Lagt fram til kynningar svarbréf Vegagerðarinnar, dagsett 14. mars 2013, vegna veghalds í Mjóafirði.
7.
Ársskýrsla HAUST 2012
Málsnúmer 1304008
Lögð fram til kynningar Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlit Austurlands fyrir árið 2012, en ársskýrslan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar þann 20. mars sl.
8.
Reglugerð um eftirlit Umhverfisstofnunar
Málsnúmer 1304028
Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dagsett 4. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á drögum að reglugerð í samræmi við b.lið 2. mgr. 6. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
9.
Landbúnaðarnefnd - 7
Málsnúmer 1304009F
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar að fyrirkomulagi minka- og refaveiðar fyrir komandi veiðitímabil.