Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
61. fundur
22. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði - standsetning
Lögð fram kostnaðar- og framkvæmdaáætlun auk teikninga og mynda vegna endurgerðar gamla barnaskólans á Eskifirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og vísar til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir sitt leyti og vísar til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Skólavegur 39-41, Fáskrúðsfirði og Kirkjumelur í Norðfirði, kaup á eignarhluta ríkisins.
Lagt fram svar frá Ríkiskaupum við kauptilboði Fjarðabyggðar í eignarhlut ríkisins í Skólavegi 39-41 Fáskrúðsfirði og Kirkjumel á Norðfirði. Einnig er lagt fram minnisblað til umræðu um næstu skref í málinu. Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram.
3.
735 - Deiliskipulag Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dagsett 20. apríl 2013 vegna athugasemda Skipulagsstofnunar við umhverfisskýrslu deiliskipulagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að breyta umhverfisskýrslu deiliskipulags Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði samanber tillögu skipulagsfulltrúa og vísar tillögunni til bæjarstjórnar og deiliskipulagi til auglýsingar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að breyta umhverfisskýrslu deiliskipulags Norðfjarðarvegar og nágrennis að gangamunna á Eskifirði samanber tillögu skipulagsfulltrúa og vísar tillögunni til bæjarstjórnar og deiliskipulagi til auglýsingar.
4.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Á 335. fundi bæjarráðs var eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd falið að útfæra fleiri tillögur að deiliskipulögum og jafnframt að ræða við hlutaðeigandi aðila tengdum uppbyggingu nýs leikskóla á Norðfirði.
Nefndin mun fara í vettvangsskoðun á Norðfirði kl 15:00 mánudaginn 29. apríl og ræða við stjórnendur leik- og grunnskóla á Norðfirði ásamt fulltrúum foreldrafélaga skólastigana og björgunarsveitarinnar.
Nefndin mun fara í vettvangsskoðun á Norðfirði kl 15:00 mánudaginn 29. apríl og ræða við stjórnendur leik- og grunnskóla á Norðfirði ásamt fulltrúum foreldrafélaga skólastigana og björgunarsveitarinnar.
5.
Stuðlar - framkvæmdir Landsnets
Lögð fram umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi dagsett 18. apríl 2013 vegna efnistöku í Stuðlaá í Reyðarfirði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Áformað er að taka allt að 10.000 m3 af malarefni úr áreyrum Stuðlaár á allt að 10.000 m2 svæði.
Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 um efnistöku úr árfarvegum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistökunnar og felur nefndin skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll skilyrði leyfisveitingar hafa verið uppfyllt.
Áformað er að taka allt að 10.000 m3 af malarefni úr áreyrum Stuðlaár á allt að 10.000 m2 svæði.
Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 um efnistöku úr árfarvegum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistökunnar og felur nefndin skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll skilyrði leyfisveitingar hafa verið uppfyllt.
6.
Grisjun og snyrtingar á svæði skógræktar Neskaupstaðar
Lagt fram bréf dagsett 14. mars 2013 frá Skógræktarfélagi Neskaupstaðar vegna grisjunar og snyrtingar Fjarðabyggðar á skógræktarsvæðinu. Nefndin felur mannvirkjastjóra að ræða við fulltrúa skógræktarfélagsins.
7.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða - 2013
Upplýsingar um styrkþega í þriðju úthlutun Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða í apríl 2013. Helgustaðanáma við Reyðarfjörð fékk 10.000.000 kr. styrk. Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna málið áfram og hafa samband við Vegagerðina í sambandi við rútustæði.
8.
Varðar mengunarvarnir fráveitu
Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett í apríl 2013. Í bréfinu kemur m.a. eftirfarandi fram: Á fundi sem haldinn var þann 14.01.2013 var samþykkt að gefa öllum þeim fyrirtækjum sem eiga að hafa hreinsivirki á fráveitum sínum frest til 5 ára til að setja upp hreinsivirki (olíu- eða fituskiljur) á fráveitur sínar. Einnig fylgdi listi yfir þær byggingar/stofnanir í Fjarðabyggð þar sem ekki er vitað til að þessi búnaður sé fyrir hendi.
9.
Átaksverkefni til að fjölga tímabundum störfum fyrir námsmenn
Bréf forstjóra Vinnumálastofnunar frá 15. apríl þar sem fjallað er um átaksverkefni til að fjölga tímabundnum verkefnum fyrir námsmenn. Nefndin felur mannvirkjastjóra að sækja um fyrir hönd sveitarfélagsins.
10.
Aðstaða við íþróttavöllinn í Neskaupstað
Lagt fram bréf frá formanni knattspyrndudeildar Þróttar dagsett 5. apríl 2013 vegna vatns- og salernisaðstöðu við Norðfjarðarvöll.
11.
Kerfisáætlun 2013 - 2017
Landsnet gefur árlega út Kerfisáætlun til fimm ára í senn. Auk þess er það markmið Landsnets að skoða á að
minnsta kosti fjögurra ára fresti þróun flutningskerfisins fimmtán ár fram í tímann. Að þessu sinni nær áætlunin yfir árin 2013 -2017.
Lagt fram til kynningar.
minnsta kosti fjögurra ára fresti þróun flutningskerfisins fimmtán ár fram í tímann. Að þessu sinni nær áætlunin yfir árin 2013 -2017.
Lagt fram til kynningar.