Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
63. fundur
6. maí 2013 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Agnar Bóasson Formaður
Gunnar Ásgeir Karlsson Aðalmaður
Líneik Anna Sævarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Aðalmaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
740 - Deiliskipulag Neseyri
Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra dagsett 3. maí vegna vettvangsferðar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar á Neseyri, umsögn fræðslu- og frístundanefndar og teikningar af mögulegum vegstæðum. Nefndin fór yfir ýmsa möguleika og ætlar að halda áfram með upplýsingaöflun.
2.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - beiðni um umsögn
Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dagsett 22. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á því hvort og á hvaða forsendum fyrirhugaðar ofanflóðavarnir á Eskifirði skulu háðar mati á umhverfisáhrifum. Mannvit hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu f.h. Fjarðabyggðar um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum og vísar henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Nefndin samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu ekki háðar mati á umhverfisáhrifum og vísar henni til afgreiðslu og umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.
3.
Umsókn um lóð - Kirkjubólseyrar
Lögð fram umsókn um byggingarlóð undir hesthús á Kirkjubólseyrum í Norðfirði frá Ástvaldi Sigurðssyni dagsett 30. apríl 2013.
Þar sem ekkert deiliskipulag er til af hesthúsasvæði á Kirkjubólseyrum í Norðfirði getur nefndin ekki lagt til að lóðum undir hesthús verði úthlutað að svo stöddu. En leggur áherslu á að hraðað verði vinnu deiliskipulags eins og kostur er.
Þar sem ekkert deiliskipulag er til af hesthúsasvæði á Kirkjubólseyrum í Norðfirði getur nefndin ekki lagt til að lóðum undir hesthús verði úthlutað að svo stöddu. En leggur áherslu á að hraðað verði vinnu deiliskipulags eins og kostur er.
4.
740 - deiliskipulag vinnubúða við Kirkjuból
Lagður fram tölvupóstur með afstöðumynd frá Vegagerðinni, dagsettur 3. maí 2013 þar sem óskað er eftir heimild Fjarðabyggðar til að láta deiliskipuleggja svæði undir vinnubúðir neðan við Kirkjuból.
Nefndin samþykkir að Vegagerðin láti vinna deiliskipulag fyrir vinnubúðir neðan við Kirkjuból í Norðfirði.
Nefndin samþykkir að Vegagerðin láti vinna deiliskipulag fyrir vinnubúðir neðan við Kirkjuból í Norðfirði.
5.
740 - Deiliskipulag vinnubúða við gangamunna á Norðfirði
Lagður fram tölvupóstur með afstöðumynd frá Vegagerðinni, dagsettur 3. maí 2013 þar sem óskað er eftir heimild Fjarðabyggðar til að láta deiliskipuleggja svæði undir vinnubúðir við gangamunna Norðfjarðarganga Norðfjarðarmegin.
Nefndin samþykkir að Vegagerðin láti vinna deiliskipulag fyrir vinnubúðir við gangamunna Norðfjarðarganga Norðfjarðarmegin.
Nefndin samþykkir að Vegagerðin láti vinna deiliskipulag fyrir vinnubúðir við gangamunna Norðfjarðarganga Norðfjarðarmegin.