Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

97. fundur
14. júlí 2014 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eiður Ragnarsson Formaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Daði Benediktsson Varamaður
Guðmundur Elíasson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Guðmundur Elíasson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Fundardagskrá eigna- skipulags- og umhverfisnefndar haustið 2014
Málsnúmer 1407059
Lögð fram tillaga að fundarplani eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá júlí til desember 2014. Í tillögunni er tekið tillit til fjárhagsáætlanagerðar fyrir 2015 og dagskrár bæjarstjórnarfunda.
Nefndin samþykkir framlagt fundarplan nema að fundur sem átti að vera 11. ágúst færist til 28. júlí.
2.
735 Fagrahlíð 21 - byggingarleyfi - gámur
Málsnúmer 1407017
Lögð fram ódagsett byggingarleyfisumsókn Helga Rafnssonar þar sem sótt er um heimild til að staðsetja/byggja 30 m2 og 75 m3 óupphitða geymslu úr gámaeiningu á lóð hans að Fögruhlíð 21 á Eskifirði. Gámurinn verður klæddur að utan með ljósri klæðningu og með hallandi þaki.

Nefndin samþykkir byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nefndin áréttar að allar hliðar verði klæddar og frágangur snyrtilegur.
3.
740 - Deiliskipulag Miðbær Norðfjarðar
Málsnúmer 1302169
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að deiliskipulagi Miðbæjar Norðfjarðar til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og tveimur skýringaruppdráttum dags. 9. júlí 2014. Skipulagssvæðið nær til allrar byggðar á miðsvæði Norðfjarðar ásamt aðliggjandi byggð. Tillagan felur meðal annars í sér að skilgreindar eru núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu, að bæta aðgengi að skrúðgarði og sundlaug, að skilgreina miðbæjargötu og torg og að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
750 Hafnargata 11 - byggingarleyfi - hús
Málsnúmer 1407040
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Grétars Markússonar f.h. Minjaverndar hf dagsett 3. júní 2014, móttekið 8. júlí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 21. herbergja, 677,9 m2 og 2133,8 m3 byggingu í tengslum við hótelrekstur í Franska spítalanum. Hönnuður er ARGOS ehf.

Nefndin samþykkir byggignaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
755 Fjarðabraut 21 byggingarleyfi - garðhús
Málsnúmer 1407041
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ingimars Jónssonar f.h. Steinasafns Petru ehf, Fjarðarbraut 21 á Stöðvarfirði dagsett 5. júlí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 12 m2 garðhús sunnan við húsið.

Nefndin samþykkir byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
6.
Geymslusvæði fyrir gáma í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Lögð fram tillaga að reglum og gögnum vegna stöðuleyfa og gámavalla í Fjarðabyggð.
Nefndin samþykkir tillöguna að undanskilinni 1. gr. sem fellur út og vísar endurskoðun og samræmingu gjaldskráa til fjárhagsáætlanagerðar. Einnig beinir nefndin til framkvæmdasviðs að farið verði í átak í skráningu gáma og annara stöðuleyfisskyldra lausafjármuna.
7.
Skipulag og staðsetning gáma til bráðabirgða á lóð Launafls
Málsnúmer 1407020
Lagt fram bréf frá Launafli, dagsett 2. júlí 2014, varðandi heimild til eins árs, til að staðsetja gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi til 1. mars 2015.
8.
Lúpínan - í hlíðum Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1407057
Lagður fram tölvupóstur frá Hjálmari Sigurjónssyni, dagsettur 9. júlí 2014, varðandi lúpínu í hlíðum Fáskrúðsfjarðar og minnisblað frá umhverfisstjóra, dagsett 11. júlí 2014, varðandi eyðingu ágengra plöntutegunda.
Nefndin telur að minnisblaðið skýri vel stöðu málsins og felur mannvirkjastjóra að senda Hjálmari afrit af því.
9.
Tilmæli til Vegagerðarinnar um hraðatakmarkandi aðgerðir
Málsnúmer 1407013
Lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 2. júlí 2014, varðandi hraðatakmarkandi aðgerðir á þjóðvegum við þéttbýli í Fjarðabyggð.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að senda skrifleg tilmæli til Vegagerðarinnar um að farið verði í hraðatakmarkandi aðgerðir við Neskaupstað, Reyðarfjörð og Stöðvarfjörð.
10.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða - Saxa
Málsnúmer 1208095
Lagt fram bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett 2. júní 2014, varðandi auknar fjárveitingar til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sumarið 2014. Fjarðabyggð hefur fengið styrki til uppbyggingar í Hólamahálsi og við Söxu við Stöðvarfjörð.
11.
Beiðni um samstarf umbætta aðstöðu við íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1407002
Lögð fram beiðni frá Ingólfi Hafsteini Hjaltasyni, dagsett 21. júní 2014, um samstarf um bætta aðstöðu við íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði. Auk þess lagt fram minnisblað frá mannvirkjastjóra, dagsett 10. júlí 2014, um áætlaðan kostnað. Nefndin vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2015. Einnig er erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
12.
Allt að 24.000 tonna framleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði - Beiðni um umsögn
Málsnúmer 1407037
Lagt fram bréf frá Sigmari Arnari Steingrímssyni, dagsett 3. júlí 2014, varðandi umsögn um tillögu að matsáætlun fyrir allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Nefndin felur mannvirkjastjóra að vinna umsögn um tillöguna í samráði og í samstarfi við framkvæmdastjóra hafna og senda til afgreiðslu til bæjarráðs.
13.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar um tillögu um matsáætlun fyrir 10 þúsund tonna viðbótarframleiðslu á laxi í Reyðarfirði. Lögð er fram tillaga að umsögn sveitarfélagsins, dagsett 14. júlí 2014.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti umsögnina og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
14.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 58
Málsnúmer 1407003F
Samþykkt
15.
Gjaldskrá rafveitu Fjarðabyggðar 2014
Málsnúmer 1310056
Lögð er fram tillaga frá mannvirkjastjóra og rafveitustjóra, dagsett 14. júlí 2014, varðandi hækkun á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar frá og með 1. ágúst 2014. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.
16.
735 Ofanflóðvarnir í Bleiksá
Málsnúmer 1311189
Lagður fram tölvupóstur frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 14. júlí 2014, varðandi tilboð sem bárust í ofanflóðavarnir á Eskifirði. Lagt er til að lægsta tilboði, sem er frá Héraðsverki, verði tekið. Nefndin samþykkir tillöguna og felur mannvirkjastjóra að senda svar til Framvkæmdasýslu ríkisins.