Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
99. fundur
25. ágúst 2014 kl. 16:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eiður Ragnarsson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Stefán Már Guðmundsson Varamaður
Óskar Þór Hallgrímsson Varamaður
Daði Benediktsson Varamaður
Kristjana Guðmundsdóttir Varamaður
Anna Sigríður Karlsdóttir Varamaður
Valur Sveinsson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggignarfulltrúi
Dagskrá
1.
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ástu Ragnheiðar Jóannesdóttur framkvæmdarstjóra 100 ára kostningarrétts kvenna dagsettur 5. ágúst 2014.
Sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu eru hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum.
Sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu eru hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum.
2.
730 - br. á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna br. á landnotkun við Eyri í Reyðarfirði
Nefndin frestar afgreiðslu til næsta fundar.
3.
730 Hafnargata 5, byggingarleyfi, endurbætur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Eiðssonar f.h. JDJ ehf dagsett 22. ágúst 2014,þar sem óskað er eftir heimild til að breyta innra skipulagi, fjölga útgönguleiðum og setja skilti á húsvegg Hafnargötu 5 á Reyðarfirði. Hönnuður er Trévangur ehf.
Nefndin samþykkir bygginaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Nefndin samþykkir bygginaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
740 - Grænanesbakkar - Golfklúbbur Norðfjarðar
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Ásgeirs Karlssonar f.h. Golfklúbbs Norðfjarðar dagsett 23. júlí 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 69.8 m2 og 107,5 m3 geymslu og skýli yfir æfingasvæði klúbbsins að Grænanesbökkum.
Nefndin samþykkir byggignaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Nefndin samþykkir byggignaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
5.
740 - Nesgötu 3 - Breytt notkun
Lagt fram bréf/tölvupóstur Guðnýjar Þorfinnsdóttur dagsett 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir að skráning á Nesgötu 3 verði breytt úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir að stærð lóðarinnar verði endurskoðuð.
Nesgata 3 er samkvæmt aðalskipulagi innan svæðis V3/A5 sem er blanda verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 25. ágúst 2014.
Nefndin getur ekki fallist á breytta notkun Nesgötu 3 með tilvísun í Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027.
Nesgata 3 er samkvæmt aðalskipulagi innan svæðis V3/A5 sem er blanda verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis.
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 25. ágúst 2014.
Nefndin getur ekki fallist á breytta notkun Nesgötu 3 með tilvísun í Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027.
6.
740 Skuggahlíðarháls, byggingarleyfi, niðurrif húss
Lögð fram leyfisumsókn Freysteins Bjarnasonar umboðsmanns Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. f.h. Herberts Benjamínssonar eiganda sumarhúss á lóð 9 í Skuggahlíðarhálsi í Norðfirði dagsett 22. ágúst 2014,þar sem óskað er eftir heimild til að rífa húsið sem er ónýtt eftir eldsvoða.
Umboð eiganda liggur fyrir.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Umboð eiganda liggur fyrir.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
Breytingar í Stöðvarfjarðarskóla
Lögð fram til kynningar samþykkt tillaga mannvirkjastjóra um forgangsröðun viðhaldsframkvæmda. Til að mæta 5 milljón kr. aukakostnaði vegna framkvæmda við Stöðvarfjarðarskóla hefur bæjarráð samþykkt tillögu í minnisblaði.
8.
Forkaupsréttur að húsi í Neskaupstað
Óskað hefur verið eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort Fjarðabyggð hyggist nýta sér forkaupsrétt að eigninni Egilsbraut 7 á Norðfirði, 0201 fastanúmer 216-9028.
Bæjarráð er sammála um að Fjarðabyggð nýti ekki forkaupsréttinn. Jafnframt hefur bæjarráð óskað eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til þess hvort eignin Egilsbraut 7 verði áfram á forkaupsréttarlista.
Nefndin telur rétt að taka húsið af forkaupslista með tilliti til fram lagðra tillagna um deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar.
Bæjarráð er sammála um að Fjarðabyggð nýti ekki forkaupsréttinn. Jafnframt hefur bæjarráð óskað eftir afstöðu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til þess hvort eignin Egilsbraut 7 verði áfram á forkaupsréttarlista.
Nefndin telur rétt að taka húsið af forkaupslista með tilliti til fram lagðra tillagna um deiliskipulag miðbæjar Norðfjarðar.
9.
Hugmynd að skipulagi við ytri Þverá Eskifirði
Lagt fram bréf með hugmyndum Kristins Þórs Jónassonar að framtíðar tjald-, afþreyingar- og útivistarsvæði inn í Dal á Eskifirði dagsett 22. júlí 2014. Svæðið sem um ræðir er utan við Ytri Þverá.
Nefndin þakkar bréfritara sýndan áhuga á umhverfismálum Eskifjarðar en bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem landbúnarðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og er innan grannsvæðis vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði þar sem nýbyggingar eru ekki leyfðar. Nefndin tekur undir með bréfritara að núverandi tjaldsvæði sé of lítið og huga þurfi að úrbótum.
Nefndin þakkar bréfritara sýndan áhuga á umhverfismálum Eskifjarðar en bendir á að umrætt svæði er skilgreint sem landbúnarðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 og er innan grannsvæðis vatnsveitu Fjarðabyggðar á Eskifirði þar sem nýbyggingar eru ekki leyfðar. Nefndin tekur undir með bréfritara að núverandi tjaldsvæði sé of lítið og huga þurfi að úrbótum.
10.
Lausaganga stórgripa
Lögð fram til kynningar drög að samþykkt um bann við lausagöngu stórgripa í Fjarðabyggð.
Nefndin vísar samþykktinni til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Nefndin vísar samþykktinni til umsagnar landbúnaðarnefndar.
11.
Nýting sjóvarma
Lagður fram tölvupóstur frá Varmalausnum ehf, dagsettur 18. júní 2014, varðandi vinnu fyrirtækisins við úttekt á tækifærum til að nýta sjóvarma í Norðfirði.
Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra dagsett 24. ágúst 2014.
Nefndin telur rétt að skoðuð verði hagkvæmni þess að setja upp og reka varmadælu til kyndingar fjarvarmaveitunnar á Norðfirði.
Mannvirkjastjóra falið að vinna málið áfram.
Lagt fram minnisblað mannvirkjastjóra dagsett 24. ágúst 2014.
Nefndin telur rétt að skoðuð verði hagkvæmni þess að setja upp og reka varmadælu til kyndingar fjarvarmaveitunnar á Norðfirði.
Mannvirkjastjóra falið að vinna málið áfram.
12.
Sameiginleg markaðssetning skíðasvæðanna á Austurlandi
Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dagsett 28.júlí 2014, er varðar skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal en í bréfinu kemur fram að ráðuneytið getur ekki komið að uppbyggingu á svæðunum.
13.
Starfsleyfi fyrir Samskip að Hafnargötu 5
Lagt fram ódagsett bréf Ásmundar Ásmundssonar f.h. áhugahólps um betri miðbæ þar sem fyrirhugaðri vöruflutningamiðstöð í miðbæ Reyaðrfjarðar er mótmælt. Með bréfinu fylgja undirskriftarlistar um 200 íbúa þar sem þess er krafist að miðbær Reyðarfjarðar verði deiliskipulagður til samræmis við aðalskipulag og að bæjaryfirvöld komi í veg fyrir að vörufltningamiðstöð rísi að nýju að Hafnargötu 5.
Nefndin samþykkir að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Reyðarfjarðar og deiliskipulag fiskihafnar Reyðarfjarðar til samræmis við aðalskipulag.
Nefndin samþykkir að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Reyðarfjarðar og deiliskipulag fiskihafnar Reyðarfjarðar til samræmis við aðalskipulag.
14.
Strandgata 95 - bílastæði
Lögð fram tillaga frá Agli Helga Árnasyni, dagsett 13. ágúst 2014, varðandi fjölgun bílastæða við Randulffssjóhús. Bréfritari býðst til að leggja til land undir bílastæði neðan Strandgötu 95 gegn því að Fjarðabyggð sjái um alla framkvæmdina.
Nefndin þakkar bréfritara og felur mannvirkjastjóra að ræða við lóðarhafa og aðra hagsmunaaðila um heildarskipulag á svæðinu.
Nefndin þakkar bréfritara og felur mannvirkjastjóra að ræða við lóðarhafa og aðra hagsmunaaðila um heildarskipulag á svæðinu.