Fara í efni

Félagsmálanefnd

86. fundur
6. september 2016 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Bæjarráð vísaði til kynningar samantekt Sambandsins vegna áhrifa nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum til félagsmálanefndar. Jafnframt var samantektinni vísað til vinnslu hjá fjármálastjóra, félagsmálastjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa. Lagt fram til kynningar og verður aftur tekið fyrir í nefndinni þegar búið verður að meta áhrif löggjafarinnar fyrir sveitarfélagið.
2.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - félagsmálanefnd
Málsnúmer 1605160
Fyrir liggur fjárhagsrammi félagsmála utan barnaverndar sem bæjarráð úthlutaði á fundi 5. september. Fjárhagsramminn gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Tekjur 67.986.000 kr.
Laun og launatengd gjöld 223.583.000 kr.
Millifærð húsa- og vélaleiga 82.656.000 kr.
Annar rekstrarkostnaður 143.078.000 kr.
Gert er ráð fyrir verðlagsbreytingum upp á 2%. Bæjarráð gerir ráð fyrir að félagsmálanefnd skili launaáætlun 25. september og endanlegri fjárhagsáætlun fyrir 14. október. Starfsmönnum fjölskyldusviðs er falin vinna við gerð launa- og fjárhagsáætlunar. Skila skal launaáætlun fyrir fund nefndarinnar 20. september og fjárhagsáætlun fyrir fund nefndarinnar 11. október.