Fara í efni

Félagsmálanefnd

90. fundur
6. desember 2016 kl. 16:00 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Formaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Aðalmaður
Ásmundur Páll Hjaltason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Varaformaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræslustjóri
Dagskrá
1.
Aðstaða til líkamsræktunar - bréf frá íbúum Breiðabliks
Málsnúmer 1611102
Borist hefur bréf frá íbúum Breiðabliks á Norðfirði þar sem óskað er eftir að herbergi sem notað hefur verið fyrir geymslu verði nýtt undir líkamsræktartæki. Íbúar vilja með þessu stuðla að heilsusamlegra líferni og bættum lífsgæðum. Íbúarnir hyggjast sjálfir safna fyrir tækjunum. Deildarstjóri búsetuþjónustu gerði grein fyrir aðstöðunni og lagði til að vel yrði tekið í frumkvæði íbúanna og lagði til að herbergið verði tæmt svo hægt verði að útbúa þar aðstöðu fyrir líkamsrækt. Félagsmálanefnd samþykkir beiðnina með því skilyrði að íbúarnir eigi og annist þann búnað sem komið verður upp og taki ábyrgð á starfseminni.
2.
Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2017
Málsnúmer 1611063
Borist hefur bréf frá Samtökum um kvennaathvarf þar sem óskað er eftir 350.000 kr. framlagi til samtakanna. Kvennaathvarfið hefur veitt skjól, stuðning og ráðgjöf konum og börnum sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Einnig veita samtökin símaráðgjöf sem er opin allan sólarhringinn og standa fyrir öflugu forvarnarstarfi. Félagsmálanefnd samþykkir að veita samtökunum styrk upp á kr. 150.000.
3.
Félagsleg íbúð fyrir tímabundna neyðarvistun
Málsnúmer 1611090
Fræðslustjóri skýrði nefndinni frá þeirri ákvörðun að ein af íbúðum Fjarðabyggðar verði útbúin á þann hátt að hægt verði að vista þar fjölskyldur sem þurfa á tímabundinni neyðarvistun að halda. Félagsmálanefnd er sammála þessari tilhögun.
4.
Vinna við forvarnir fyrir árið 2017
Málsnúmer 1611121
Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnu við forvarnir í Fjarðabyggð. Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur í samstarfi við forstöðumenn stofnana verið að skrá forvarnarverkefni sem framkvæmd hafa verið á fjölskyldusviði árið 2016. Í framhaldi af þeirri vinnu verður gerð áætlun yfir sameiginleg forvarnarverkefni sem ætlunin er að framkvæma á árinu 2017 og síðan verður bætt inn þeim verkefnum sem hver og ein stofnun hyggst standa fyrir. Skráningin er liður í að gera áætlanagerð auðveldari og forvarnarstarfið markvissara.
5.
Gagnaöflun jafnréttisstofu um stöðu og þróun jafnréttismála hjá sveitarfélögum
Málsnúmer 1611122
Fræðslustjóri kynnti gagnaöflun Jafnréttisstofu um stöðu og þróun jafnréttismála hjá sveitarfélögum, en skilafrestur er 31. desember.
6.
Öldungaráð
Málsnúmer 1610001
Fræðslustjóri lagði fram drög að samþykkt fyrir Öldungaráð Fjarðabyggðar. Félagsmálanefnd fór yfir drögin og samþykkti þau með lítilsháttar breytingum og vísar þeim til bæjarráðs til frekari umræðu og staðfestingar.
7.
Áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar gagnvart sveitarfélögum
Málsnúmer 1608100
Tekin voru til umræðu drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Reglurnar taka mið af leiðbeinandi reglum sambandsins og samþykktum reglum Fjarðabyggðar um sérstakar húsaleigubætur. Félagsmálanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til frekari umræðu og samþykktar.
8.
Reglur um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 1009112
Félagsmálanefnd fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð og leggur til ákveðnar breytingar á grein 22, en hún fjallar um greiðslu sérfræðiaðstoðar.
9.
Málefni flóttafólks 2015
Málsnúmer 1406154
Bæjarráð Fjarðabyggðar vísaði erindi frá Velferðarráuneytinu til félagsmálanefndar til frekari umfjöllunar. Jafnframt er erindinu vísað til frekari vinnslu á fjölskyldusviði. Í erindinu fer Velferðarráðuneytið þess góðfúslega á leit við Fjarðabyggð að sveitarfélagið taki þátt í tilraunaverkefni sem snýr að móttöku flóttafólks, sem tilbúið er að flytjast austur, ef því býðst húsnæði og atvinnutækifæri á landsvæðinu. Í þessu felst að veita félagslega þjónustu og aðra almenna velferðarþjónustu ásamt menntun barna, íslenskukennslu og fleiru tilfallandi. Einnig liggur fyrir greinargerð um móttöku flóttafólks í Fjarðabyggð - innviðir samfélagsins frá árinu 2015 sem unnin var af félagsmálastjóra og fræðslustjóra. Félagsmálanefnd tekur vel í erindið og vísar því til fjölskyldusviðs til frekari vinnslu.
10.
Framtíðarskipan húsnæðismála
Málsnúmer 1612002
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnu við gerð húsnæðisáætlana vegna íbúðarhúsnæðis og nýtingu áætlana sem stjórntækis í skipan húsnæðismála. Lagt fram til kynningar.