Fara í efni

Fjölmenningarráð

3. fundur
16. september 2025 kl. 16:00 - 17:20
að Búðareyri 2, fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Barbara Izabela Kubielas aðalmaður
Emilia Jadwiga Myszak aðalmaður
Patrizia Angela Sanmann aðalmaður
Katharina Termuehlen aðalmaður
Hanna Dóra Nachisichi Helgud. aðalmaður
Boudina J. G. Meijer varamaður
Starfsmenn
Sigríður Stephensen Pálsdóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Sigríður S. Pálsdóttir Félagsráðgjafi
Dagskrá
1.
Samfélagið okkar
Málsnúmer 2509096
Fundurinn fékk kynningu frá Guðrúnu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra, hjá Austurbrú og Evu Jörgensen á verkefninu Samfélagið okkar. Eva mun senda starfsmanni Fjömenningarráðs skráningarform og upplýsingar um rýnihópa sem starfsmaður kemur til nefndarmanna. Fjölmenningarráð þakkar góða kynningu.
2.
Bara tala - kynning
Málsnúmer 2505205
Starfsmenn kynna verkefnið Bara tala sem er starfstengt íslenskunám sem eykur orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku. Sagt var frá reynslu af notkun appsins í Skála, búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga á Reyðarfirði. Fjölmenningarráð hvetur til að þetta verði kynnt á fleiri stöðum, t.d. á starfsdegi starfsmanna leikskóla sem haldinn verður á Breiðdalsvík föstudaginn 26. september næstkomandi. Starfsmanni ráðsins falið að ræða við stjórnanda fræðslumála- og skólaþjónustu. Fjölmenningarráð þakkar góða kynningu.
3.
Nýr vefur fyrir Fjarðabyggð
Málsnúmer 2303098
Haraldur Líndal, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar kemur inn á fund Fjölmenningarráðs og kynnir nýja heimasíðu sveitarfélagsins. Fjölmenningarráð þakkar fyrir góða kynningu.
4.
Íbúaþing
Málsnúmer 2509128
Fjölmenningarráð óskar eftir fjárheimild árið 2026 til að halda íbúaþing fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Máli vísað til Fjölskyldunefndar.
5.
Fundaáætlun fjölmenningarráðs
Málsnúmer 2509129
Fjölmenningarráð ákveður að fundir fjölmenningarráðs verði á sex vikna fresti, á þriðjudegi kl. 16.15.