Fjölskyldunefnd
23. fundur
20. janúar 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Sískráning barnaverndarþjónustu Fjarðabyggðar og Hafnar í Hornafirði kynnt.
2.
Sumarlokun leikskóla 2025 og 2026
Fjölskyldunefnd samþykkir framlagðar tillögur um sumarlokanir leikskóla 2024 og 2025.
3.
Ársuppgjör fjölskyldusviðs fyrir 2024
Fjölskyldunefnd fór yfir ársuppgjör fjölskyldusviðs fyrir árið 2024 ásamt skýringum. Ljóst er að rekstrarniðurstaða sviðsins er neikvæð um 155.746.528 kr., miðað við útgönguspá. Helstu frávik má rekja til aukins veikinda- og yfirvinnukostnaðar vegna manneklu í leik- og grunnskólum, auk veikinda í íþróttamiðstöðvum. Þá hefur orkukostnaður og ýmis rekstrarútgjöld hækkað umfram áætlanir.
Nefndin tekur undir að mikilvægt er að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari stöðu. Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi aðgerðir á rýni á launakostnaði sviðsins þar sem skilgreina þarf nánar áhrif veikinda og yfirvinnu á launakostnað og vinna að lausnum til að draga úr álagi á starfsfólk. Áfram verði leitast leiða við að hagræða í rekstri og rýna þá liði í rekstrarkostnaði sem hækkað hafa umfram áætlanir, s.s. orkukostnað og áskriftarþjónustu. Að endingu þarf að endurskoða áætlunargerð með það fyrir augum að auka þarf nákvæmni við gerð fjárhagsáætlana til að draga úr frávikum í framtíðinni.
Nefndin tekur undir að mikilvægt er að grípa til aðgerða til að bregðast við þessari stöðu. Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi aðgerðir á rýni á launakostnaði sviðsins þar sem skilgreina þarf nánar áhrif veikinda og yfirvinnu á launakostnað og vinna að lausnum til að draga úr álagi á starfsfólk. Áfram verði leitast leiða við að hagræða í rekstri og rýna þá liði í rekstrarkostnaði sem hækkað hafa umfram áætlanir, s.s. orkukostnað og áskriftarþjónustu. Að endingu þarf að endurskoða áætlunargerð með það fyrir augum að auka þarf nákvæmni við gerð fjárhagsáætlana til að draga úr frávikum í framtíðinni.
4.
Fundaáætlun fjölskyldunefnda vor 2025r
Fjölskyldunefnd samþykkir framlagða fundaáætlun
5.
Frístundastyrkur Fjarðabyggðar 2025
Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar fagnar þeirri hækkun sem nýverið var gerð á frístundastyrknum, sem nú nemur 18.000 kr. á hvert barn/ungmenni, með það að markmiði að auðvelda fjölskyldum þátttöku barna sinna í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Til að tryggja enn frekara aðgengi allra barna í sveitarfélaginu að styrknum leggur nefndin fram tillögu um að afnema lágmarksaldur sem skilyrði fyrir nýtingu styrksins. Með þessari breytingu munu öll börn, óháð aldri, geta notið góðs af styrknum og tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi.
Til að tryggja enn frekara aðgengi allra barna í sveitarfélaginu að styrknum leggur nefndin fram tillögu um að afnema lágmarksaldur sem skilyrði fyrir nýtingu styrksins. Með þessari breytingu munu öll börn, óháð aldri, geta notið góðs af styrknum og tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi.
6.
Reglur um stuðningsþjónustu 2025
Fjölskyldunefnd samþykkir framlagðar breytingar á stuðningsþjónustu.
7.
Árangursskýrsla UNICEF á Íslandi - Árangur innanlands í 20 ár
Árangursskýrsla UNICEF á Íslandi kynnt
8.
Fjölmenningaráð
Fjölskyldunefnd samþykkir framlagða tillögu að skipan fjölmenningarráðs Fjarðabyggðar og leggur til að fyrsti fundur ráðsins verði boðaður sem fyrst.
Jafnframt bendir nefndin á að ráðið er ekki fullskipað og leggur til að auglýst verði eftir frekari tilnefningum með það að markmiði að fullskipa ráðið, auk varamanna, í samræmi við markmið þess og hlutverk.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á mikilvægi fjölmenningarráðs í að efla fjölmenningu innan sveitarfélagsins og vonast til góðs samstarfs við ráðið í framhaldinu.
Jafnframt bendir nefndin á að ráðið er ekki fullskipað og leggur til að auglýst verði eftir frekari tilnefningum með það að markmiði að fullskipa ráðið, auk varamanna, í samræmi við markmið þess og hlutverk.
Fjölskyldunefnd leggur áherslu á mikilvægi fjölmenningarráðs í að efla fjölmenningu innan sveitarfélagsins og vonast til góðs samstarfs við ráðið í framhaldinu.
9.
Jólasjóður 2024 - samantekt
Úthlutun úr jólasjóði Fjarðabyggðar kynnt.