Fjölskyldunefnd
27. fundur
26. febrúar 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Skóladagatöl 2025-2026
Skóladagatöl grunnskóla Fjarðabyggðar lagt fyrir fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd samþykkir skóladagatölin fyrir sitt leiti og vísar áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.
2.
Ungmennaráð - Símareglur í skólum
Fjölskyldunefnd felur sviðsstjóra að yfirfara reglur um notkun snjalltækja nemenda í grunnskólum með það fyrir augum að samræma þær í samráði við skólastjórnendur. Fjölskyldunefnd er sammála því að styðjast beri við þegar samþykktar reglur um notkun snjalltækja við yfirferðina og samræminguna. Markmiðið er að setja sameiginlegar reglur sem allir skólar taki upp frá og með næsta skólaári sem taka mið af fyrri samþykkt bæjarstjórnar.
3.
Ungmennaráð - Áhyggjur Ungmennaráðs vegna stöðu kennara og nemenda í Fjarðabyggð
Fjölskyldunefnd þakkar erindi frá ungmennaráði vegna stöðu kennara og nemenda í Fjarðabyggð. Sviðstjóra falið að funda með ungmennaráði og fara yfir stuðningsþjónustu barna í grunnskólum.
4.
Kynning á skólaþjónustu Fjarðabyggðar í nýju lagaumhverfi
Starfsfólk skólaþjónustu Fjarðabyggðar fór yfir boðaða stefnu stjórnvalda varðandi skólaþjónustu í grunn- og leikskólum. Kynning á starfsemi skólaþjónustu Fjarðabyggðar.
5.
Reglur Fjarðabyggðar um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögreglu
Fjölskyldunefnd samþykkir reglur Fjarðabyggðar um aðkomu félagsþjónustu að heimilisofbeldismálum í samstarfi við lögregu fyrir sitt leiti og vísar til bæjarstjórnar.
6.
Fjölþætt heilsuefling fyrir eldri aldurshópa
Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar samþykkir drög að samningum við íþróttafélögin vegna þjálfunar í verkefninu fjölþætt heilsuefling við eldri aldurshópa.
7.
Fjölmenningaráð
Fjölskyldunefnd samþykkir að tilnefna Hönnu Dóru Helgudóttur sem aðalmann og Beu Meijer sem varamanns í fjölmenningaráð til viðbótar við þá sem þegar hafa verið skipaðir.