Fara í efni

Fjölskyldunefnd

31. fundur
14. apríl 2025 kl. 16:15 - 17:21
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Salóme Rut Harðardóttir varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Aðgerðaáætlun barnaverndar
Málsnúmer 2504110
Fjölskyldunefnd samþykkir að fela sviðstjóra fjölskyldusviðs að vinna aðgerðaráætlun barnaverndarþjónustu í samráði við starfsfólk barnaverndar.
2.
Geðverndar og virkni úrræði
Málsnúmer 2504109
Sviðstjóri fjölskyldusviðs kynnti samstarfsverkefni Fjarðabyggðar, Múlaþings, Starfa og HSA um geðræktar- og virkni úrræði. Verkefnið er styrkt af ALCOA foundation.
3.
Móttaka og innritun barna í leikskóla
Málsnúmer 2504113
Fjölskyldunefnd samþykkir eyðublað vegna umsókna um leikskólapláss. Þar komi fram nauðsynlegar upplýsingar um þarfir og stöðu barna fyrir leikskóladvöl.
4.
Frístundakerfið Vala samningur og vinnslusamningur
Málsnúmer 2502062
Fjölskyldunefnd samþykkir að taka upp Völu frístundakerfið fyrir skólafrístund að hausti 2025. Með innleiðingu kerfisins verður boðið upp á rafrænt utanumhald fyrir skráningu barna, viðveru og samskipti við foreldra. Kerfið er nú þegar notað fyrir sumarfrístund og mun innleiðing fyrir skólafrístund einfalda starfsemi og stuðla að samræmdri þjónustu í öllum hverfum Fjarðabyggðar.
5.
Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga - Skýrsla
Málsnúmer 2502156
Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga_febrúar 2025 kynnt fyrir fjölskyldunefnd. Sveitarfélagið þarf að uppfæra reglur þar sem það á við.