Fjölskyldunefnd
39. fundur
22. september 2025 kl. 16:15 - 17:30
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Líneik Anna Sævarsdóttir
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóli starfsemi leikskóla
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir starfsemi leikskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla gagnvart núverandi skólaári. Samráðsferli er yfirstandandi og munu stjórnendur upplýsa nefndina um það sem þar kemur fram.
2.
Skóladagatöl 2025-2026
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu leggur til breytingar á skóladagatali Leikskólans Kærabæjar: Starfsmannafundur sem áætlaður var föstudaginn 14. nóvember frá 14:00-16:00 færist til fimmtudagsins 13. nóvember og starfsmannafundur sem áætlaður var föstudaginn 17. apríl frá 14:00-16:00 færist til fimmtudagsins 16. apríl. Leikskólinn lokar þá kl. 14:00 þessa fimmtudaga í stað föstudaga. Fjölskyldunefnd samþykkir framlagðar tillögur.
3.
Samstarf Fjarðabyggðar við Eyrina Heilsurækt
Lagður fyrir fjölskyldunefnd samningur á milli Fjarðabyggðar og Eyrarinnar ehf. Fjölskyldunefnd samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
4.
Geðverndar og virkni úrræði
Sviðstjóri fjölskyldusviðs fjallar um geðræktarmiðstöð Austurlands og biður um afnot af húsnæði Fjarðabyggðar að Melgerði 13 frá 13:00-17:00 tvo daga í viku fyrir starfsemina. Fjölskyldunefnd samþykkir afnotin fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
5.
Skólafrístund
Lögð fram tillaga sviðstjóra um breytt fyrirkomulagi skólafrístundar frá og með áramótum 2026.Fjölskyldunefnd samþykkir að frístund grunnskóla Fjarðabyggðar færist yfir til fræðslumála. Innleiðing frístundar til íþrótta- og tómstundamála var eingöngu búin að eiga sér stað í Grunnskóla Reyðarjarðar en áður hafði öðrum innleiðingum verið frestað.
6.
Fjölmenningarráð - 3
3. fundur Fjölmenningaráðs lagður fyrir nefndina
7.
Íbúaþing
Fjölmenningarráð óskar eftir fjárheimild fyrir árið 2026 til að halda íbúaþing fyrir einstaklinga af erlendum uppruna. Fjölskyldunefnd fagnar framtakinu og vísar áfram til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2026.