Fara í efni

Fjölskyldunefnd

40. fundur
29. september 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2026
Málsnúmer 2509150
Launaáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2026 kynnt fyrir fjölskyldunefnd. Vísað til bæjarráðs.
2.
Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóli starfsemi leikskóla
Málsnúmer 2509151
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fer yfir stöðuna í starfsemi leikskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Fjölskyldunefnd felur stjórnenda fræðslumála og skólaþjónustu í samvinnu við
stjórnendur Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla að vinna framtíðarsýn fyrir nýtingu skólahúsnæðis og lóðar á Breiðdalsvík í þágu allrar starfsemi í húsinu. Samráð verði við skólasamfélagið í þeirri vinnu. Fjölskyldunefnd vísar tillögum í minnisblaði til framkvæmdasviðs til úrlausnar eins fljótt og mögulegt er.
3.
Beiðni um fjárheimild til endurnýjunar á tölvum sem uppfylla ekki öryggisviðmið
Málsnúmer 2509201
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu leggur fram beiðni um fjárheimild til endurnýjunar á 22 tölvum sem uppfylla ekki öryggisviðmið. Fjölskyldunefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
4.
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli, viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði
Málsnúmer 2509204
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnir viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði, í Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu um viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði, í Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla.
5.
Undirbúningur fyrir stofnun farsældarráðs Austurlands
Málsnúmer 2509200
Fyrir hönd undirbúningshóps fyrir stofnun farsældarráðs Austurlands leggur stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fram drög að Samstarfssamningi um svæðisbundið farsældarráð á Austurlandi til umsagnar.Fjölskyldunefnd felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að skrifa umsögn og leggja fyrir næsta fund.
6.
Öldungaráð - 18
Málsnúmer 2506007F
Fundagerð öldungaráðs nr. 18 lögð fram til kynningar.