Fjölskyldunefnd
40. fundur
29. september 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2026
Launaáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2026 kynnt fyrir fjölskyldunefnd. Vísað til bæjarráðs.
2.
Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóli starfsemi leikskóla
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fer yfir stöðuna í starfsemi leikskóla Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Fjölskyldunefnd felur stjórnenda fræðslumála og skólaþjónustu í samvinnu við
stjórnendur Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla að vinna framtíðarsýn fyrir nýtingu skólahúsnæðis og lóðar á Breiðdalsvík í þágu allrar starfsemi í húsinu. Samráð verði við skólasamfélagið í þeirri vinnu. Fjölskyldunefnd vísar tillögum í minnisblaði til framkvæmdasviðs til úrlausnar eins fljótt og mögulegt er.
stjórnendur Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla að vinna framtíðarsýn fyrir nýtingu skólahúsnæðis og lóðar á Breiðdalsvík í þágu allrar starfsemi í húsinu. Samráð verði við skólasamfélagið í þeirri vinnu. Fjölskyldunefnd vísar tillögum í minnisblaði til framkvæmdasviðs til úrlausnar eins fljótt og mögulegt er.
3.
Beiðni um fjárheimild til endurnýjunar á tölvum sem uppfylla ekki öryggisviðmið
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu leggur fram beiðni um fjárheimild til endurnýjunar á 22 tölvum sem uppfylla ekki öryggisviðmið. Fjölskyldunefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar til bæjarráðs.
4.
Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli, viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnir viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði, í Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu um viðbrögð við manneklu á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði, í Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla.
5.
Undirbúningur fyrir stofnun farsældarráðs Austurlands
Fyrir hönd undirbúningshóps fyrir stofnun farsældarráðs Austurlands leggur stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fram drög að Samstarfssamningi um svæðisbundið farsældarráð á Austurlandi til umsagnar.Fjölskyldunefnd felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að skrifa umsögn og leggja fyrir næsta fund.
6.
Öldungaráð - 18
Fundagerð öldungaráðs nr. 18 lögð fram til kynningar.