Fræðslunefnd
10. fundur
9. desember 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands og skýrsla stjórnarformanns lagðar fram til kynningar.
2.
Endurskoðun á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluti
Fræðslustjóri kynnti drög að endurskoðuðum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluta, sem tekur yfir stoðþjónusta við leik- og grunnskóla á Austurlandi. Í drögunum er gert ráð fyrir svipuðum rekstri A-hluta Skólaskrifstofu Austurlands eins og nú er en samningurinn lagaður að þeim þjóðfélagslegu breytingum sem átt hafa sér stað og breytingum á lögum og reglugerðum. Eftir sem áður verður megináhersla lögð á forvarnir, skimanir, snemmtækt mat, greiningar, ráðgjöf, eftirfylgd og meðferð. Fræðslunefnd kynnti sér drög að samningnum og er sátt við megininntak hans og felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir.
3.
Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka
Fyrir liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla. í bréfinu er rætt um mikilvægi þess að styðja við bakið á starfsþróun starfsfólks sveitarfélaga og sérstaklega skuli hugað að því að efla fagmenntun starfsfólks leikskóla með fjölbreyttum námskeiðum og áfangaskiptu leikskólakennaranámi. Fram kemur að frá haustinu 2014 bjóði háskólar upp á áfangaskipt leikskólakennaranám og sambandið fer þess á leit við sveitarfélög í landinu að þau hvetji starfsfólk leikskóla til að afla sér viðbótarmenntunar og auka svigrúm leikskólastjóra til hvatningar og stuðnings við starfsfólk. Fræðslunefnd hvetur leikskólastjóra til að nýta vel reglur Fjarðabyggðar um námstyrki þannig að fjölga megi fagmenntuðum starfsmönnum skólanna. Jafnframt hvetur fræðslunefnd bæjarráð til að leggja sérstaka áherslu á endurmenntun starfsmanna leikskóla árið 2015. Þá hvetur fræðslunefnd framhaldsskólana á Austurlandi og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar að kynna leikskólakennaranámið og leikskólakennarastarfið fyrir framhaldsskólanemendum.
4.
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018
Lögð var fram til kynningar stefnumörkun Sambands ísenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018, sem samþykkt var af stjórn sambandsins 21. nóvember 2014 á grundvelli umfjöllunar á XXVIII landsþingi sambandsins. Sérstaklega var farið yfir kaflann um fræðslu- og uppeldismál.
5.
Ytra mat á leikskólum- umsókn fyrir 2015
Til umfjöllunar er auglýsing frá Námsmatsstofnun um ytra mat á leikskólum. Fram kemur í auglýsingunni að Námsmatsstofnun mun framkvæma ytra mat á 6 leikskólum árið 2015. Vakin er athygli á því að sveitarfélög sem áhuga hafa á að fá ytra mat á leikskólum sæki um fyrir 31. desember 2014. Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.
Fyrir tveimur árum var framkvæmt ytra mat á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði og fræðslunefnd leggur til að nú verði sótt um ytra mat á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði og leikskólanum Dalborg á Eskifirði, en beðið með að sækja um fyrir leikskólann Sólvelli í Neskaupstað þar til hann verður kominn í nýtt húsnæði á Neseyrinni. Nefndin felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir með umsókn en í henni verður m.a. að koma fram afstaða foreldraráða skólanna til umsóknarinnar.
Fyrir tveimur árum var framkvæmt ytra mat á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði og fræðslunefnd leggur til að nú verði sótt um ytra mat á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði og leikskólanum Dalborg á Eskifirði, en beðið með að sækja um fyrir leikskólann Sólvelli í Neskaupstað þar til hann verður kominn í nýtt húsnæði á Neseyrinni. Nefndin felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir með umsókn en í henni verður m.a. að koma fram afstaða foreldraráða skólanna til umsóknarinnar.
6.
Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðningur við innleiðingu námskrár
Fyrir liggur bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og stuðning við innleiðingu námskrár. í bréfinu er gert ráð fyrir einstökum þáttum breytinganna og ákvörðunum sem liggja fyrir. Þessir þættir eru lykilhæfni, breyting á námsmatskvarða við lok grunnskóla, stig á bak við einkunnir og stuðningur við innleiðinguna. Á næstunni mun ráðuneytið senda frá sér nánari upplýsingar um tilhögun styrkveitinga. Lagt fram til kynningar.
7.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Fræðslustjóri fór yfir nýjustu upplýsingar sem fram koma í Skólavoginni, en þær varða fjölda- og rekstrartölur leik- og grunnskóla frá árinu 2013 og niðurstöður úr nemendakönnun í grunnskólum, Skólapúlsinum, frá haustinu 2014. Lagt fram til kynningar.