Fara í efni

Fræðslunefnd

11. fundur
13. janúar 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Endurskoðun á samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluti
Málsnúmer 1412062
Bæjarráð óskar eftir umsögn fræðslunefndar um drög að endurskoðuðum samningi um Skólaskrifstofu Austurlands A-hluta. Fræðslunefnd fór yfir drögin og samþykkir þau fyrir sitt leyti.
2.
Orðsporið 2015
Málsnúmer 1412094
Borist hefur bréf frá samstarfshópi um dag leikskólans. Í bréfinu kemur fram að tvö síðastliðin ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið afhent þeim sem skarað hafa framúr í að efla orðspor leikskólastarfs. Í ár hefur verið ákveðið að viðurkenningin fari til þess sveitarfélags eða rekstraraðila sem skarað hefur framúr við að auka menntunarstig starfsmanna í leikskóla og óskað er eftir tilnefningum. Fræðslunefnd lýsir ánægju með þessa ákvörðun samstarfshópsins. Fræðslunefnd ítrekar afstöðu sína um breytingu á reglum um námsstyrki sem veittir eru starfsmönnum Fjarðabyggðar, þar sem áhersla verði lögð á menntun starfsmanna leikskóla.
3.
Sumarlokun leikskóla sumarið 2015
Málsnúmer 1501034
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem fram er sett eftirfarandi tillaga að sumarlokun leikskóla 2015.
Stöðvarfjarðarskóli 13.07-07.08 báðir dagar meðtaldir
Kæribær 13.07-07.08
Lyngholt 25.06-23.07
Dalborg 15.07-11.08
Sólvellir 06.07-31.07
Fræðslunefnd samþykkir framlagða tillögu.
4.
Námskeið fyrir skólanefndir á Austurlandi
Málsnúmer 1501104
Formaður fræðslunefndar vakti athygli á námskeiði fyrir skólanefndir á Austurlandi sem haldið verður á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar frá kl. 9 - 17. Fræðslunefnd ákveður að senda fulltrúa á fundinn.