Fara í efni

Fræðslunefnd

12. fundur
9. febrúar 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjarðabyggð til framtíðar - Ingvar Sigurgeirssonar
Málsnúmer 1502002
Ingvar Sigurgeirsson prófessor á menntavísindasviði HÍ var í síma á fund fræðslunefndar. Ingvar vinnur að stefnumótunarverkefninu Fjarðabyggð til framtíðar og er ráðgefandi um skipan skólamála í Fjarðabyggð. Góðar umræður voru á fundinum og þakkar nefndin Ingvari fyrir fundinn og vonast til að vinna hans megi skila góðum hugmyndum inn í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins.
2.
456. mál til umsagnar um Menntamálastofnun
Málsnúmer 1501295
Mál 456 um Menntamálastofnun er lagt fram til umsagnar. Um er að ræða frumvarp til laga um Menntamálastofnun, sem verður stjórnsýslustofnun á sviði menntamál. Stofnunin mun m.a. fara með núverandi verkefni Námsmatsstofnunar og Námsgagnastofnunar en þær munu hætta störfum í núverandi mynd. Nefndin gerir ekki athugasemdir við málið.
3.
426.mál til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.)
Málsnúmer 1501304
Mál 426, frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skóla o.fl), lagt fram til umsagnar. Nefndin gerir ekki athugasemdir við málið.
4.
Námskeið fyrir skólanefndir á Austurlandi
Málsnúmer 1501104
Námskeið fyrir skólanefndir verður haldið á Egilsstöðum laugardaginn 21. febrúar. Fræðslunefnd sendir tvo fulltrúa á námskeiðið.