Fræðslunefnd
15. fundur
28. apríl 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Skóladgatöl 2015-2016
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð auk samanburðarblaðs þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Reynt er að samræma frídaga nemenda í hverjum byggðarkjarna eftir því sem kostur er. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
2.
Fjarðabyggð til framtíðar
Umræða fór fram um skýrslu Skólastofunnar, mat á tillögum um skipan skólamála í Fjarðabyggð og skýrsla KPMG, Fjarðabyggð til framtíðar og íbúafundi sem haldnir voru 22. apríl.
3.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Farið yfir vinnu vegna Fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar.
4.
Börn án íslenskrar kennitölu og leikskólaþjónusta
Tekið var til umræðu bréf þar sem spurt er hvort leikskólar í Fjarðabyggð heimili börnum án íslenskrar kennitölu leikskólaþjónustu og jafnframt óskað eftir þjónustu fyrir barn í fyrrgreindri stöðu. Í reglum um leikskóla segir að sækja megi um vist í leikskóla um leið og kennitala barns hefur verið skráð. Fræðslunefnd lýsir yfir vilja til að bjóða þeim börnum leikskólaþjónustu sem eru án kennitölu eða skráð utangarðs í þjóðskrá og eiga fyrirliggjandi umsókn um kennitölu. Fræðslunefnd beinir því til fræðslustjóra að leggja til við fræðslunefnd nauðsynlegar breytingar á reglum um leikskóla ásamt verklagi. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að fylgja málinu eftir. Trúnaðarmál.
5.
Ósk um launalaust leyfi
Borist hefur bréf frá Lilju Guðnýju Jóhannesdóttur, þar sem hún óskar eftir að fá launalaust leyfi frá Nesskóla skólaárið 2015-2016, en hún var í launalausu leyfi frá skólanum 2014-2015. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina.