Fræðslunefnd
19. fundur
9. september 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Ásta Ásgeirsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Bréf vegna inntöku barns á Leikskólann Dalborg
Vísað frá bæjarráði erindi Margrétar Þórhildar er varðar inntöku barna í leikskóla. Í bók bæjarráðs segir: "Samkvæmt reglum um leikskóla Fjarðabyggðar er miðað við að börn geti hafið leikskóladvöl við eins árs aldur. Þá er boðið er upp á þjónustu dagforeldra, sé hægt að koma því við. Því miður eru ekki starfandi dagforeldra í Fjarðabyggð nema í Neskaupstað, þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir slíkri þjónustu. Ekki er boðið upp á þjónustu umfram fyrrgreindar leiðir. Bæjarráð gat því ekki orðið við beiðni. Fræðslustjóra falið að svara erindi bréfritara og umfjöllun um leikskólaþjónustu sveitarfélagsins vísað til fræðslunefndar." Fræðslunefnd vekur athygli á því að leikskólar Fjarðabyggðar miða við að taka börn frá eins árs aldri og bjóða upp á dagforeldraþjónustu fyrir yngri börn. Frekari umfjöllun um leikskóla- og dagforeldraþjónustu vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum
Fjallað var um vinnu í tengslum við fjárhags- og starfsáætlanagerð, farið yfir nemendafjölda í leik-, grunn- og tónlistarskólum og barnafjölda hjá dagforeldrum. Einnig var farið yfir breytingar sem verða með tilkomu nýrrar leikskólabyggingar á Norðfirði sem og drög að starfsáætlun fyrir árið 2016.
3.
Athugun á skólamáltíðum í Fjarðabyggð
Fyrir liggur skýrsla Elísabetar Reynisdóttur um gæði, ferskleika og næringargildi skólamáltíða í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Í skýrslunni er farið yfir ráðleggingar frá Embætti landlæknis, settar fram fræðilegar upplýsingar um heilsufar Íslendinga og tengsl þess við lífshætti og neysluvenjur, sagt frá athugun Elísabetar á matseðlum skólanna og matarskömmtum og settar fram tillögur um úrbætur. Í skýrslunni segir m.a. "Eftir að hafa skoðað matseðlana mánuðina mars og apríl er ljóst að maturinn, svokallaður heimilismatur, er oftast vel settur fram og fjölbreytni í hverjum mánuði. Sama var með leikskólana, eftir eina prufu og skoðun á mánaðarseðlum var engin ástæða að eyða tíma að svo stöddu í fleiri mælingar þar sem orkuinnihald var til fyrirmyndar." Einnig segir: "Það sem mætti laga í mötuneyti grunnskólanna er að passa upp á fitu, salt og mjólkurvörur. Grænmeti mætti vera fjölbreyttara og meira af rótargrænmeti." Í tillögum segir m.a. "það þarf þó ekki mikið til þess að laga mötuneytin í grunnskólunum, það þarf fyrst og fremst að gæðastýra þeim eða fara yfir matseðla rekstraraðila og fá þá samþykkta af menntuðum fagaðila s.s. matvælafræðingi, næringarfræðingi eða matartækni." Einnig segir: "Leikskólarnir eru með mjög góða sýn á matseðlunum þótt það væri fullkomið að hafa næringarinnihald í máltíðum." Í lokaorðum skýrslunnar segir: "Gangi ykkur vel - það þarf lítið til að gera gott betra. Síðan er það góð framtíðarsýn að gæðastýra matseðlagerð og auka fræðslu um lýðheilsu og hollustu, það eitt leiðir af sér jákvæðni sem smitar í samfélagið."
Fræðslunefnd þakkar Elísabet fyrir gott starf og felur fræðslustjóra að ræða við hana um hvernig best verði staðið að gæðastýringu á matseðlagerð og ráðgjöf til skólamötuneyta. Frekari umræðu um skýrsluna vísað til fjárhags- og starfsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
Fræðslunefnd þakkar Elísabet fyrir gott starf og felur fræðslustjóra að ræða við hana um hvernig best verði staðið að gæðastýringu á matseðlagerð og ráðgjöf til skólamötuneyta. Frekari umræðu um skýrsluna vísað til fjárhags- og starfsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
4.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Drög að fjölskyldustefnu, sem vísað var frá bæjarráði til umsagnar fræðslunefndar, voru tekin til umfjöllunar. Fræðslunefnd fór yfir drögin og felur fræðslustjóra að taka saman þær athugasemdir sem nefndin gerir.