Fara í efni

Fræðslunefnd

2. fundur
12. ágúst 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Hafþór Eiríksson Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Fræðslunefnd fór yfir reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2018, en í þeim koma fram verklagsreglur og tímasetningar við undirbúning og úrvinnslu fjárhagsáætlunar hjá nefndum. Lagt fram til kynningar.
2.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Farið var yfir starfsáætlun 2014 og ræddar áherslur í starfsáætlun 2015.
3.
Yfirlit yfir stöðu fræðslumála á miðju ári 2014
Málsnúmer 1408020
Fræðslustjóri fór yfir stöðu fræðslumála og þau verkefni sem framundan eru. Fram kom m.a. að Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri í Kærabæ á Fáskrúðsfirði og Lísa Björk Bragadóttir, leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði væru í ársleyfi skólaárið 2014-2015. Í þeirra stað hefur Ásta Eggertsdóttir verið ráðin leikskólastjóri í Kærabæ og Sigríður Harpa Gunnarsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti. Þá hefur Elín Guðmundsdóttir verið ráðin sem aðstoðarleikskólastjóri í Lyngholt næsta skólaár meðan Sigrún Grétarsdóttir er í fæðingarorlofi. Í Nesskóla er Marías B. Kristjánsson, skólastjóri, kominn úr ársleyfi og hefur tekið við keflinu af Viðari H. Sveinssyni sem gegndi skólastjórastarfinu í fjarveru Maríasar. Fræðslunefnd óskar fyrrgreindum aðilum farsældar í starfi. Þá kom fram að leikskóladeild í leikskólanum Dalborg verður starfrækt í húsnæði Grunnskólans á Eskifirði næsta vetur og útlit fyrir að leikskóladeild í Lyngholti taki til starfa í Grunnskóla Reyðarfjarðar eftir áramót 2014-2015. Þá var farið yfir minnisblað mannvirkjastjóra um húsnæðismál Tónskóla Neskaupstaðar, sem lagt var fram á fundi ESU mánudaginn 11. ágúst, en viðgerðir standa yfir á húsnæðinu og sýnt að viðgerðum lýkur ekki áður en skólastarf hefst. Fræðslunefnd harmar að svo sé og felur fræðslustjóra að leita allra leiða svo hægt verði að hefja kennslu á réttum tíma þannig að skólastarf raskist sem minnst. Fræðslustjóri kynnti fjárhagsstöðu í fræðslumálum og fór yfir stöðuna í hverri stofnun. Heildarstaðan á málaflokknum er nokkurn veginn samkvæmt áætlun.
4.
Undirbúningur að stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum
Málsnúmer 1408021
Fræðslunefnd ræddi hvernig best væri staðið að stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum. Fram kom að nefndin óskar eftir víðtæku samstarfi hagsmunaaðila við gerð stefnu- og aðgerðaráætlunar. Fræðslunefnd leggur til að skólaárið 2014-2015 verði nýtt sem best og vonast til að hægt verði að ljúka við gerð nýrrar stefnu og aðgerðaráætlunar á vormánuðum 2015.
5.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Málsnúmer 1311034
Farið var yfir niðurstöður úr Skólavoginni, m.a. námsárangur í samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk frá haustinu 2013, rekstrarupplýsingar frá því í maí 2014 sem byggja á niðurstöðu ársins 2012, nemenda- og foreldrakannanir í grunnskóla frá skólaárinu 2013-2014 og foreldrakönnun leikskóla frá skólaárinu 2013-2014. Lagt fram til kynningar.