Fræðslunefnd
20. fundur
20. september 2015 kl. 16:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Eftirfylgni með úttekt á Grunnskólanum á Eskifirði
Haustið 2013 gerði mennta- og menningarmálaráðuneytið úttekt á Grunnskóla Eskifjarðar og var úttektin hluti af ytra eftirliti ráðuneytisins en nokkrir skólar á landinu fara í úttekt á hverju ári. Eins og fram kom í skýrslu um úttektina sem finna má á vef ráðuneytisins kom skólinn vel út úr úttektinni en jafnframt voru settar fram hugmyndir um úrbætur. Unnið hefur verið að úrbótum og orðið við flestum hugmyndum sem fram voru settar og svar sent til ráðuneytis. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki fyrir góða vinnu.
2.
Eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Lyngholti
Haustið 2012 gerði mennta- og menningarmálaráðuneytið úttekt á leikskólanum Lyngholti og var úttektin hluti af ytra eftirliti ráðuneytisins en nokkrir leikskólar á landinu fara í úttekt á hverju ári. Eins og fram kom í skýrslu um úttektina sem finna má á vef ráðuneytisins kom skólinn vel út úr úttektinni en jafnframt voru settar fram hugmyndir um úrbætur. Unnið hefur verið að úrbótum og orðið við flestum hugmyndum sem fram voru settar og svar sent til ráðuneytis. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki fyrir góða vinnu.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum
Unnið var í drögum að starfs-og fjárhagsáætlun 2016. Frestað til næsta fundar.
4.
Efling hinsegin fræðslu í grunnskólum Fjarðabyggð - Tillaga Fjarðalistans á fundi bæjarstjórnar nr. 183
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra þar sem fram kemur tillaga fræðslustjóra og skólastjóra um útfærsla á hinsegin fræðslu í grunnskólum Fjarðabyggðar. Lagt er til að samið verði um árlega heimsókn samtakanna "78 í skólana og jafnframt fengin ráðgjöf og námsefni frá samtökunum um hvernig best verði að frekari fræðslu staðið í hverjum skóla. Fræðslunefnd styður framkomna hugmynd.